Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Umdeildustu mál Hillary Clinton

Nú er svo kom­ið að Hillary Cl­int­on á góða mögu­leika á því að gegna valda­mesta embætti heims. Ýms­ar spurn­ing­ar hafa und­an­far­ið vakn­að varð­andi það sem hún hef­ur gert á leið sinni aft­ur í Hvíta hús­ið. Verð­ur hér far­ið yf­ir nokk­ur um­deild mál.

Umdeildustu mál Hillary Clinton
Hillary. Tár, bros og hælaskór. Mynd: Shutterstock

Í farsanum sem forval forsetakosninganna í Bandaríkjunum hefur verið, þar sem Donald Trump hefur boðað útilokun múslima og kallað eftir því að fólk fylgist með nágrönnum sínum vegna mögulegra hryðjuverka, hefur Hillary Clinton virst sem öruggari frambjóðandinn. Í samanburði við Trump, sýnist hún frjálslyndari, heiðarlegri og rökfastari valkosturinn.

Það sem færri vita kannski, er að Hillary Clinton hefur ýmislegt verulega vafasamt á ferilsskrá sinni en allt frá því Bill Clinton tók við embætti ríkisstjóra Arkansas undir lok áttunda áratugarins, hafa hneyksli og dularfullir atburðir átt sér stað í kringum þau hjónin, Hillary og Bill.

Hillary Clinton varð fyrst þekkt á alheimsvísu sem forsetafrú mannsins síns, hins sjarmerandi saxófónleikara Bill Clintons. Hún vakti athygli fyrir að taka virkari þátt í stjórnmálum en forverar hennar höfðu áður gert. Síðan hefur hún svo fest sinn eigin feril í stjórnmálum rækilega í sessi.

Eftir að Bill lét af embætti árið 2001 var Hillary kjörin til setu í öldungadeildarþinginu fyrir New York-ríki til ársins 2009. Í forvali Demókrataflokksins árið 2008 sóttist hún eftir útnefningu sem forsetaefni flokksins, en laut naumlega í lægra haldi fyrir hinum unga, og þá að mestu óþekkta, Barack Obama. Eftir að Obama sigraði kosningarnar gerði hann Hillary þó að innanríkisráðherra, sem er gríðarlega valdamikið embætti, og hefur hún gegnt því frá árinu 2009.

Nú er svo komið að Hillary Clinton á góða  möguleika á því að gegna valdamesta embætti heims. Ýmsar spurningar hafa undanfarið vaknað varðandi það sem hún hefur gert á leið sinni aftur í Hvíta húsið. Verður hér farið yfir nokkur umdeild mál.

Whitewater: Vafasamt brask tengt banka

Áður en Bill tók við embætti ríkisstjóra Arkansas reyndu hjónin fyrir sér í braski með sölu og kaupum á landareignum. Í samstarfi við önnur hjón, bankaeigendurna Jim og Susan McDougal, keyptu þau landsvæði sem þau hugðust selja undir eins konar sumarhús. Fyrirtækið sem sett var á fót til þess að halda utan um viðskiptin hét Whitewater. Salan á landsvæðinu gekk illa, en Jim McDougal keypti engu að síður meira land í sama tilgangi, með aðstoð frá Clinton-hjónunum og með lánum úr sínum eigin banka.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár