Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Una heimsótti spítala þar sem 30 voru myrtir í dag

Í síð­ustu viku heim­sótti Una Sig­hvats­dótt­ir her­sjúkra­hús í Kabúl til þess að ræða við kven­lækna sem leggja líf sitt í hættu með því að ákveða að mæta í vinnu og skóla á hverj­um degi. Við­tal sem hún tók við kven­lækni þar birt­ist í morg­un, í til­efni af al­þjóð­leg­um bar­áttu­degi kvenna. Skömmu síð­ar var sjálfs­morðs­árás fram­in á sjúkra­hús­inu og að minnsta kosti þrjá­tíu drepn­ir. Hryðju­verka­sam­tök­in IS­IS hafa lýst ábyrgð á árás­inni.

Una heimsótti spítala þar sem 30 voru myrtir í dag
Á sjúkrahúsinu Hér er Una með tveimur kvenlæknum sem starfa á sjúkrahúsinu þar sem sjálfsmorðsárás var framin í dag, með þeim afleiðingum að 30 voru drepnir. Læknarnir sem eru með henni á mynd eru dr. Sonia og dr. Adiba, en Una veit ekki um afdrif þeirra í dag. Mynd: Una Sighvatsdóttir

„Í dag var gerð árás á hersjúkrahúsið í Kabúl, sem ég heimsótti í síðustu viku til að hitta unga kvenlækna. Viðtalið mitt við dr. Sonia Baha birtist í morgun í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og má sjá hér að neðan. Stuttu síðar réðst hópur manna með alvæpni og sprengjuvesti inn á sjúkrahúsið, klæddir í læknasloppa. ISIS lýsir yfir ábyrgð. Nýjustu fregnir herma að 30 séu látnir og 50 særðir,“ segir Una Sighvatsdóttir, fyrrverandi fréttakona sem starfar nú sem upplýsingafultrúi Atlantshafsbandalagsins í Afganistan.

Árásarmennirnir klæddir sem læknar

Í morgun réðust árásarmenn úr hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið á Sardar Daud Khan-sjúkrahúsið í Kabúl höfuðborg Afganistan. Mennirnir dulbjuggu sig sem lækna, voru klæddir í hvíta sloppa og sprengjuvesti og vopnaðir hríðskotabyssum. Talið er að allavega fjórir menn hafi framið sjálfsmorðsárás og vitni segja að árásarmennrinir hafi skotið á alla sem urði á vegi þeirra. Læknir rétt náði að komast undan með því að stökkva úr stiga þegar skotið var á hann og félaga hans. Aðrir leituðu skjóls á syllum utan á byggingunni.

Mikil átök áttu sér stað í og við spítalann, en árásarmennirnir héldu spítalanum í heljargreipum í um sex tíma áður en þeir voru yfirbugaðir af öryggissveitum. Að minnsta kosti 30 voru drepnir í árásinni og 50 særðir voru fluttir á annað sjúkrahús. Um 400 sjúklingar voru á sjúkrahúsinu þegar árásin átti sér stað.

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið sendu frá sér yfirlýsingu eftir að árásin hófst um að liðsmenn samtakanna hefðu ráðist á sjúkrahúsið. Fréttaveita þeirra hefur birt myndir og myndskeið sem árásarmennirnir tóku. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, fordæmdi árásina og sagði hana brjóta gegn mannlegum gildum, sjúkrahús séu griðarstaðir og árásir á þá séu árásir á þjóðina.

Leggja líf sitt í hættu á hverjum degi

Una heimsótti sjúkrahúsið fyrir viku síðan til þess að ræða við konur sem starfa þar sem læknar. Sjúkrahúsið er stærsta hersjúkrahús landsins, staðsett skammt frá bandaríska sendiráðinu. Sjúkrahúsið var opnað aftur fyrir um áratug eftir að talíbanar lokuðu því um áramótin, og árið 2009 voru fyrstu konurnar teknar inn í læknanám þar. Þá voru þær tíu af fjörtíu stúdentum. Í fyrra útskrifuðust svo fyrstu kvenlæknarnir. Í dag er heildarfjöldi nemenda 147 og þar af eru 30 stelpur.

Leggja líf sitt í hættu Í Afganistan þykir ekki sjálfsagt að konur gangi menntaveginn og velji sér starfsframa, líkt og þessar konur hafa gert.

Heimsókn Unu var til þess að ræða við konurnar, vegna verkefnis sem hún var að vinna við Alþjóðlega kvennréttindadaginn, sem er í dag. Verkefnið fólst í því að taka viðtöl við konur sem fylgja markmiðum sínum og láta drauma sína rætast.

Hún bendir á að óvíða í heiminum sé verra að vera kona en í Afganistan, þar sem konur uppskera líflátshótanir fyrir að velja sér starfsframa. „Þær eru þvílíkir naglar, þessar stelpur, sem leggja líf sitt í hættu með því einu að ákveða að mæta í vinnu og skóla á hverjum degi, til þess að bjarga lífi annarra,“ sagði Una á Facebook eftir heimsóknina.

Vonar það besta

Konurnar sem hún ræddi við áttu það sameiginlegt að hafa notið stuðnings fjölskyldunnar til menntunar og starfsframa:  „Það er lykilatriði. Konur geta ekkert gert hér án stuðnings fjölskyldunnar. Ég spurði hvort það væri eitthvað í bakgrunni þeirra sem gerði að verkum að þær njóti stuðnings þrátt fyrir að svo víða í afgönsku samfélagi sé enn hörð mótstaða gegn sjálfstæði kvenna. Mér var sagt að bakgrunnur þeirra væri fjölbreyttur, sumar úr efnameiri fjölskyldum en aðrar ekki. Rauði þráðurinn væri sá að foreldrar þeirra allra hefðu líka gengið menntaveginn, væru upplýstir og vildu það sama fyrir dætur sínar. Menntun er lykillinn,“ sagði Una í umræðum um heimsóknina. 

Viðtölin voru birt í morgun, þar á meðal viðtal við dr. Sonia Baha, ungan lækni á Sardar Daud Khan sjúkrahúsinu. Sonia útskrifaðist sem læknir í fyrra eftir sjö ára nám og ætlaði að sérhæfa sig í skurðlækningum. Una veit ekki hver örlög hennar urðu í árásinni í dag og greindi frá því á Facebook í dag: „Ég veit ekki ennþá um afdrif Soniu eða hinna læknanna sem ég hitti. Vona það besta á meðan fregnir skýrast og hvet ykkur til að horfa á viðtalið við þessa hugrökku ungu konu.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár