Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Una heimsótti spítala þar sem 30 voru myrtir í dag

Í síð­ustu viku heim­sótti Una Sig­hvats­dótt­ir her­sjúkra­hús í Kabúl til þess að ræða við kven­lækna sem leggja líf sitt í hættu með því að ákveða að mæta í vinnu og skóla á hverj­um degi. Við­tal sem hún tók við kven­lækni þar birt­ist í morg­un, í til­efni af al­þjóð­leg­um bar­áttu­degi kvenna. Skömmu síð­ar var sjálfs­morðs­árás fram­in á sjúkra­hús­inu og að minnsta kosti þrjá­tíu drepn­ir. Hryðju­verka­sam­tök­in IS­IS hafa lýst ábyrgð á árás­inni.

Una heimsótti spítala þar sem 30 voru myrtir í dag
Á sjúkrahúsinu Hér er Una með tveimur kvenlæknum sem starfa á sjúkrahúsinu þar sem sjálfsmorðsárás var framin í dag, með þeim afleiðingum að 30 voru drepnir. Læknarnir sem eru með henni á mynd eru dr. Sonia og dr. Adiba, en Una veit ekki um afdrif þeirra í dag. Mynd: Una Sighvatsdóttir

„Í dag var gerð árás á hersjúkrahúsið í Kabúl, sem ég heimsótti í síðustu viku til að hitta unga kvenlækna. Viðtalið mitt við dr. Sonia Baha birtist í morgun í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og má sjá hér að neðan. Stuttu síðar réðst hópur manna með alvæpni og sprengjuvesti inn á sjúkrahúsið, klæddir í læknasloppa. ISIS lýsir yfir ábyrgð. Nýjustu fregnir herma að 30 séu látnir og 50 særðir,“ segir Una Sighvatsdóttir, fyrrverandi fréttakona sem starfar nú sem upplýsingafultrúi Atlantshafsbandalagsins í Afganistan.

Árásarmennirnir klæddir sem læknar

Í morgun réðust árásarmenn úr hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið á Sardar Daud Khan-sjúkrahúsið í Kabúl höfuðborg Afganistan. Mennirnir dulbjuggu sig sem lækna, voru klæddir í hvíta sloppa og sprengjuvesti og vopnaðir hríðskotabyssum. Talið er að allavega fjórir menn hafi framið sjálfsmorðsárás og vitni segja að árásarmennrinir hafi skotið á alla sem urði á vegi þeirra. Læknir rétt náði að komast undan með því að stökkva úr stiga þegar skotið var á hann og félaga hans. Aðrir leituðu skjóls á syllum utan á byggingunni.

Mikil átök áttu sér stað í og við spítalann, en árásarmennirnir héldu spítalanum í heljargreipum í um sex tíma áður en þeir voru yfirbugaðir af öryggissveitum. Að minnsta kosti 30 voru drepnir í árásinni og 50 særðir voru fluttir á annað sjúkrahús. Um 400 sjúklingar voru á sjúkrahúsinu þegar árásin átti sér stað.

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið sendu frá sér yfirlýsingu eftir að árásin hófst um að liðsmenn samtakanna hefðu ráðist á sjúkrahúsið. Fréttaveita þeirra hefur birt myndir og myndskeið sem árásarmennirnir tóku. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, fordæmdi árásina og sagði hana brjóta gegn mannlegum gildum, sjúkrahús séu griðarstaðir og árásir á þá séu árásir á þjóðina.

Leggja líf sitt í hættu á hverjum degi

Una heimsótti sjúkrahúsið fyrir viku síðan til þess að ræða við konur sem starfa þar sem læknar. Sjúkrahúsið er stærsta hersjúkrahús landsins, staðsett skammt frá bandaríska sendiráðinu. Sjúkrahúsið var opnað aftur fyrir um áratug eftir að talíbanar lokuðu því um áramótin, og árið 2009 voru fyrstu konurnar teknar inn í læknanám þar. Þá voru þær tíu af fjörtíu stúdentum. Í fyrra útskrifuðust svo fyrstu kvenlæknarnir. Í dag er heildarfjöldi nemenda 147 og þar af eru 30 stelpur.

Leggja líf sitt í hættu Í Afganistan þykir ekki sjálfsagt að konur gangi menntaveginn og velji sér starfsframa, líkt og þessar konur hafa gert.

Heimsókn Unu var til þess að ræða við konurnar, vegna verkefnis sem hún var að vinna við Alþjóðlega kvennréttindadaginn, sem er í dag. Verkefnið fólst í því að taka viðtöl við konur sem fylgja markmiðum sínum og láta drauma sína rætast.

Hún bendir á að óvíða í heiminum sé verra að vera kona en í Afganistan, þar sem konur uppskera líflátshótanir fyrir að velja sér starfsframa. „Þær eru þvílíkir naglar, þessar stelpur, sem leggja líf sitt í hættu með því einu að ákveða að mæta í vinnu og skóla á hverjum degi, til þess að bjarga lífi annarra,“ sagði Una á Facebook eftir heimsóknina.

Vonar það besta

Konurnar sem hún ræddi við áttu það sameiginlegt að hafa notið stuðnings fjölskyldunnar til menntunar og starfsframa:  „Það er lykilatriði. Konur geta ekkert gert hér án stuðnings fjölskyldunnar. Ég spurði hvort það væri eitthvað í bakgrunni þeirra sem gerði að verkum að þær njóti stuðnings þrátt fyrir að svo víða í afgönsku samfélagi sé enn hörð mótstaða gegn sjálfstæði kvenna. Mér var sagt að bakgrunnur þeirra væri fjölbreyttur, sumar úr efnameiri fjölskyldum en aðrar ekki. Rauði þráðurinn væri sá að foreldrar þeirra allra hefðu líka gengið menntaveginn, væru upplýstir og vildu það sama fyrir dætur sínar. Menntun er lykillinn,“ sagði Una í umræðum um heimsóknina. 

Viðtölin voru birt í morgun, þar á meðal viðtal við dr. Sonia Baha, ungan lækni á Sardar Daud Khan sjúkrahúsinu. Sonia útskrifaðist sem læknir í fyrra eftir sjö ára nám og ætlaði að sérhæfa sig í skurðlækningum. Una veit ekki hver örlög hennar urðu í árásinni í dag og greindi frá því á Facebook í dag: „Ég veit ekki ennþá um afdrif Soniu eða hinna læknanna sem ég hitti. Vona það besta á meðan fregnir skýrast og hvet ykkur til að horfa á viðtalið við þessa hugrökku ungu konu.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár