Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ummæli Gunnars Braga á skjön við fullyrðingu Sigmundar

Sig­mund­ur að lokn­um stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um: „Að sjálf­sögðu kem­ur til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu“ - Gunn­ar Bragi nú: „Eng­in þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla í mynd­inni, um þetta var bara ein­fald­lega sam­ið“

Ummæli Gunnars Braga á skjön við fullyrðingu Sigmundar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi frá því í sjónvarpsþættinum Eyjunni á sunnudag að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu komist að þeirri niðurstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum að ekki yrði haldið áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið né haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á kjörtímabilinu. „Um þetta var bara einfaldlega samið,“ sagði hann og bætti við: „Niðurstaðan af þessum viðræðum var þessi.“

Frásögn Gunnars Braga stangast á við ummæli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lét falla á blaðamannafundi þann 22. maí 2013 rétt eftir að stjórnarmyndunarviðræðum lauk. „Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en við ákvörðun tímasetningar á henni verður að meta aðstæður,“ sagði forsætisráðherrann þegar stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt og blaðamenn spurðu þá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um fyrirhugaðar aðgerðir á kjörtímabilinu. 

Ummæli Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs má sjá í heild hér að neðan.

Utanríkisráðherra, 15. mars 2015:

Gunnar Bragi: „Þessi ríkisstjórn er ekkert að fara að hefja viðræður á ný við Evrópusambandið og mun ekkert gera það. Og þess vegna er engin þjóðaratkvæðagreiðsla í myndinni. Um þetta var bara einfaldlega samið. En báðir flokkar eru með það skýrt frá sínum æðstu stofnunum, landsfundi og flokksþingi, að Ísland eigi að vera utan Evrópusambandsins og við erum að fylgja því eftir.”

Spyrill: „Þannig að forysta Sjálfstæðisflokksins í þessum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar lagði ekki áherslu á það sem hún hafði sagt rétt fyrir kosningar, að þessu yrði vísað til þjóðarinnar?“

Gunnar Bragi: „Ja, sko, niðurstaðan af þessum viðræðum var þessi, niðurstaðan var sú – það breytir í sjálfu sér ekki hvað menn sögðu fyrir kosningar eða við borðið þegar var verið að semja eða eitthvað slíkt – en þetta var niðurstaða þessara tveggja flokka því þeir eru mjög sammála um þetta mál.“

 

Forsætisráðherra, 22. maí 2013:

„Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu, en menn hljóta við ákvörðun um tímasetningu slíks að taka inn í reikninginn aðstæður og þess vegna er mikvægt að byrja á því að leggja mat á aðstæðurnar bæði hvað varðar umsókn Íslands en líka varðandi þróun Evrópusambandsins. við höfum ekki rætt neitt um tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“

Myndband af ummælum Sigmundar Davíðs má sjá á Youtube:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár