Vafalaust finnst mörgum sem umhverfismál plánetunnar séu í algerum ólestri og að framtíð loftslagsbreytinga og aukinnar mengunar sé óhjákvæmileg. En þegar nánar er að gáð er margt að breytast til hins betra. Á ársfundi Orkuveitunnar var tilkynnt áætlun um að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla meðfram öllum hringveginum og Dagur B. Eggertsson tilkynnti að borgarstarfsmenn fengju styrk til að komast í vinnuna öðruvísi en á einkabíl. En það er í Þýskalandi sem stórar breytingar eru að eiga sér stað sem gefa tilefni til bjartsýni.
Mikil ráðstefna var haldin í Berlín á dögunum um orkumál sem 7,5 milljón manna fylgdust með á Twitter, en Þjóðverjar hafa ákveðið að losa sig algerlega við kol og kjarnorku og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 95 prósent.
„Frumkvöðlar eru alltaf álitnir brjálaðir til að byrja með, en eftir á er það sem þeir segja tekið sem gefnum hlut,“ segir Bertrand Piccard, sem var fyrsti maðurinn til …
Athugasemdir