Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Icelandair tryggir í gegnum aflandseyju til að lækka kostnað

Icelanda­ir hef­ur tryggt sig gegn skaða í gegn­um Gu­erns­ey frá ár­inu 2004. Indriði Þor­láks­son seg­ir slíka trygg­inga­starf­semi hafa ver­ið litna horn­auga víða um lönd. Flug­fé­lag­ið að stóru leyti í eigu líf­eyr­is­sjóða.

Icelandair tryggir í gegnum aflandseyju til að lækka kostnað
Enginn arður Frá stofnun Icecap hefur Icelandair aldrei tekið arð út vátryggingafélaginu á Guernsey að sögn upplýsingafulltrúa félagsins. Hann segir starfsemi félagsins sæta eftirliti yfirvalda á Guernsey og á Íslandi auk þess sem það sé samskattað með móðurfélaginu Icelandair.

Flugfélagið Icelandair, sem að stóru leyti er í eigu íslenskra lífeyrissjóða, rekur eigið vátryggingafélag á aflandseyjunni Guernsey á Ermarsundi. Í gegnum þetta félag, Icecap Insurance Pcc Ltd, tryggir Icelandair sig fyrir skaða í starfsemi sinni, meðal annars í gegnum önnur stærri tryggingafélög í öðrum löndum. Icelandair er íslenskt fyrirtæki með fjölþætta starfsemi erlendis en sem skráð er á hlutabréfamarkað á Íslandi. Fyrirtækið er það stærsta á Íslandi í dag og skilaði 8.7 milljarða króna hagnaði í fyrra. Það er stærsta fyrirtæki landsins, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar, en það velti 125 milljörðum króna árið 2013. 

Icelandair hefur rekið tryggingafélagið á Guernsey síðan árið 2004 en á árunum þar á undan, frá árinu 1996, tryggði flugfélagið sig fyrir skaða, í gegnum félag á Guernsey sem heitir Harlequin. Upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðjón Arngrímsson, segir slíkt fyrirkomulag á tryggingamálum meðalstórra og stórra flugfélaga vera alþekkt í Evrópu. „Flest meðalstór og stór flugfélög í Evrópu reka svokölluð bundin frumtryggingarfélög (e. captive insurance company) í Guernsey eða sambærilegum löndum. Ástæðan er sú að með þessu móti er hægt að lækka iðgjöld án þess að auka áhættu sem skilar sér í lægri fargjöldum til farþega. Iðgjöld eru lægri vegna þess að lagaumhverfi bundinna tryggingafélaga er mjög íþyngjandi í EES sem leiðir af sér meiri kostnað. Þess vegna kjósa nær öll fyrirtæki að stofna slík félög utan EES.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár