Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Icelandair tryggir í gegnum aflandseyju til að lækka kostnað

Icelanda­ir hef­ur tryggt sig gegn skaða í gegn­um Gu­erns­ey frá ár­inu 2004. Indriði Þor­láks­son seg­ir slíka trygg­inga­starf­semi hafa ver­ið litna horn­auga víða um lönd. Flug­fé­lag­ið að stóru leyti í eigu líf­eyr­is­sjóða.

Icelandair tryggir í gegnum aflandseyju til að lækka kostnað
Enginn arður Frá stofnun Icecap hefur Icelandair aldrei tekið arð út vátryggingafélaginu á Guernsey að sögn upplýsingafulltrúa félagsins. Hann segir starfsemi félagsins sæta eftirliti yfirvalda á Guernsey og á Íslandi auk þess sem það sé samskattað með móðurfélaginu Icelandair.

Flugfélagið Icelandair, sem að stóru leyti er í eigu íslenskra lífeyrissjóða, rekur eigið vátryggingafélag á aflandseyjunni Guernsey á Ermarsundi. Í gegnum þetta félag, Icecap Insurance Pcc Ltd, tryggir Icelandair sig fyrir skaða í starfsemi sinni, meðal annars í gegnum önnur stærri tryggingafélög í öðrum löndum. Icelandair er íslenskt fyrirtæki með fjölþætta starfsemi erlendis en sem skráð er á hlutabréfamarkað á Íslandi. Fyrirtækið er það stærsta á Íslandi í dag og skilaði 8.7 milljarða króna hagnaði í fyrra. Það er stærsta fyrirtæki landsins, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar, en það velti 125 milljörðum króna árið 2013. 

Icelandair hefur rekið tryggingafélagið á Guernsey síðan árið 2004 en á árunum þar á undan, frá árinu 1996, tryggði flugfélagið sig fyrir skaða, í gegnum félag á Guernsey sem heitir Harlequin. Upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðjón Arngrímsson, segir slíkt fyrirkomulag á tryggingamálum meðalstórra og stórra flugfélaga vera alþekkt í Evrópu. „Flest meðalstór og stór flugfélög í Evrópu reka svokölluð bundin frumtryggingarfélög (e. captive insurance company) í Guernsey eða sambærilegum löndum. Ástæðan er sú að með þessu móti er hægt að lækka iðgjöld án þess að auka áhættu sem skilar sér í lægri fargjöldum til farþega. Iðgjöld eru lægri vegna þess að lagaumhverfi bundinna tryggingafélaga er mjög íþyngjandi í EES sem leiðir af sér meiri kostnað. Þess vegna kjósa nær öll fyrirtæki að stofna slík félög utan EES.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár