Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Icelandair tryggir í gegnum aflandseyju til að lækka kostnað

Icelanda­ir hef­ur tryggt sig gegn skaða í gegn­um Gu­erns­ey frá ár­inu 2004. Indriði Þor­láks­son seg­ir slíka trygg­inga­starf­semi hafa ver­ið litna horn­auga víða um lönd. Flug­fé­lag­ið að stóru leyti í eigu líf­eyr­is­sjóða.

Icelandair tryggir í gegnum aflandseyju til að lækka kostnað
Enginn arður Frá stofnun Icecap hefur Icelandair aldrei tekið arð út vátryggingafélaginu á Guernsey að sögn upplýsingafulltrúa félagsins. Hann segir starfsemi félagsins sæta eftirliti yfirvalda á Guernsey og á Íslandi auk þess sem það sé samskattað með móðurfélaginu Icelandair.

Flugfélagið Icelandair, sem að stóru leyti er í eigu íslenskra lífeyrissjóða, rekur eigið vátryggingafélag á aflandseyjunni Guernsey á Ermarsundi. Í gegnum þetta félag, Icecap Insurance Pcc Ltd, tryggir Icelandair sig fyrir skaða í starfsemi sinni, meðal annars í gegnum önnur stærri tryggingafélög í öðrum löndum. Icelandair er íslenskt fyrirtæki með fjölþætta starfsemi erlendis en sem skráð er á hlutabréfamarkað á Íslandi. Fyrirtækið er það stærsta á Íslandi í dag og skilaði 8.7 milljarða króna hagnaði í fyrra. Það er stærsta fyrirtæki landsins, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar, en það velti 125 milljörðum króna árið 2013. 

Icelandair hefur rekið tryggingafélagið á Guernsey síðan árið 2004 en á árunum þar á undan, frá árinu 1996, tryggði flugfélagið sig fyrir skaða, í gegnum félag á Guernsey sem heitir Harlequin. Upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðjón Arngrímsson, segir slíkt fyrirkomulag á tryggingamálum meðalstórra og stórra flugfélaga vera alþekkt í Evrópu. „Flest meðalstór og stór flugfélög í Evrópu reka svokölluð bundin frumtryggingarfélög (e. captive insurance company) í Guernsey eða sambærilegum löndum. Ástæðan er sú að með þessu móti er hægt að lækka iðgjöld án þess að auka áhættu sem skilar sér í lægri fargjöldum til farþega. Iðgjöld eru lægri vegna þess að lagaumhverfi bundinna tryggingafélaga er mjög íþyngjandi í EES sem leiðir af sér meiri kostnað. Þess vegna kjósa nær öll fyrirtæki að stofna slík félög utan EES.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár