Ein af áleitnustu spurningum kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum hefur verið hvað skýri velgengni Donald Trump og hvernig eigi að skilja framboð hans. Trump er einfaldlega of óvenjulegur, of langt fyrir utan það sem bandarískir kjósendur eiga að venjast í forsetakosningum til að stjórnmálaskýrendur geti með góðu móti staðsett hann.
Gaspur og stóryrði
Það getur verið erfitt að átta sig á Donald Trump ef maður reynir að greina hann sem stjórnmálamann. Hegðu hans er algerlega á skjön við það sem við eigum að venjast frá hefðbundnum stjórnmálamönnum, hvað þá forystumönnum og forsetaframbjóðendum stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Frá fyrsta degi framboðs Trumps hefur hann staðið í linnulausum átökum við því sem næst hverja sem er, ekki aðeins pólitíska andstæðinga eða mótframbjóðendur í prófkjöri Repúblikanaflokksins, heldur einnig forystumenn síns eigin flokks. Milli þess að gorta af eigin stórfengleik og afrekum hefur hann vaðið úr einu upphlaupsmálinu í annað, ausandi svívirðingum og móðgunum yfir þau …
Athugasemdir