Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þrjú börn skilin eftir á Kastrup flugvelli

Ís­lensk börn á aldr­in­um 8 til 16 ára fengu ekki að inn­rita sig í flug hjá WOW air í Kaup­manna­höfn í gær, því yngsta barn­ið var ekki með fylgd­ar­mann. Fað­ir barn­anna mátti ekki greiða fyr­ir fylgd­ar­þjón­ustu í gegn­um síma og voru börn­in því skil­in eft­ir á flug­vell­in­um. „Þau hefðu átt að vera bú­in að kynna sér regl­urn­ar,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi WOW.

Þrjú börn skilin eftir á Kastrup flugvelli
Þrjú skilin eftir Hér eru börnin ásamt eldri bróður sínum og föður, Einari Hannessyni. Mynd: Úr einkasafni

Þrjú íslensk börn á aldrinum 8, 12 og 16 ára voru skilin eftir á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær en starfsfólk WOW air leyfði þeim ekki að innrita sig í flug sem var á leið til Íslands. Ástæðan var sú að ekki hafði verið keypt fylgdarþjónusta með yngsta barninu. Ekki var haft samband við foreldra barnanna vegna málsins og voru þau því skilin eftir fylgdarlaus á flugvellinum. „Það er ekkert neyðarnúmer sem WOW air býður upp á og við náðum ekki í neinn,“ segir Hrund Óskarsdóttir, stjúpmóðir barnanna, í samtali við Stundina. „Við erum í algjöru sjokki yfir þessu.“

„Við erum í algjöru sjokki yfir þessu.“

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir flugfélagið þurfa að fara eftir Evrópureglugerðum sem segja að börn megi ekki ferðast án fylgdarmanns. „Þau hefðu þurft að vera búin að kynna sér reglurnar áður en þau bóka á netinu,“ segir Svanhvít. „Þetta eru öryggisreglur sem við erum með og það er alls ekki hægt að breyta út frá þeim. Ef börn, eða aðrir farþegar, mæta í innritun með ófullnægjandi upplýsingar, í þessu tilfelli án fylgdar, þá höfum við heimild til að neita þeim um innritun. Það er það sem átti sér stað í gær.“ Hún segir ýmsar ástæður fyrir því að ekki sé hægt að víkja frá þessum reglum, til dæmis gæti verið um forræðisdeilu eða mansal að ræða. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
5
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár