Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þrjú börn skilin eftir á Kastrup flugvelli

Ís­lensk börn á aldr­in­um 8 til 16 ára fengu ekki að inn­rita sig í flug hjá WOW air í Kaup­manna­höfn í gær, því yngsta barn­ið var ekki með fylgd­ar­mann. Fað­ir barn­anna mátti ekki greiða fyr­ir fylgd­ar­þjón­ustu í gegn­um síma og voru börn­in því skil­in eft­ir á flug­vell­in­um. „Þau hefðu átt að vera bú­in að kynna sér regl­urn­ar,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi WOW.

Þrjú börn skilin eftir á Kastrup flugvelli
Þrjú skilin eftir Hér eru börnin ásamt eldri bróður sínum og föður, Einari Hannessyni. Mynd: Úr einkasafni

Þrjú íslensk börn á aldrinum 8, 12 og 16 ára voru skilin eftir á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær en starfsfólk WOW air leyfði þeim ekki að innrita sig í flug sem var á leið til Íslands. Ástæðan var sú að ekki hafði verið keypt fylgdarþjónusta með yngsta barninu. Ekki var haft samband við foreldra barnanna vegna málsins og voru þau því skilin eftir fylgdarlaus á flugvellinum. „Það er ekkert neyðarnúmer sem WOW air býður upp á og við náðum ekki í neinn,“ segir Hrund Óskarsdóttir, stjúpmóðir barnanna, í samtali við Stundina. „Við erum í algjöru sjokki yfir þessu.“

„Við erum í algjöru sjokki yfir þessu.“

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir flugfélagið þurfa að fara eftir Evrópureglugerðum sem segja að börn megi ekki ferðast án fylgdarmanns. „Þau hefðu þurft að vera búin að kynna sér reglurnar áður en þau bóka á netinu,“ segir Svanhvít. „Þetta eru öryggisreglur sem við erum með og það er alls ekki hægt að breyta út frá þeim. Ef börn, eða aðrir farþegar, mæta í innritun með ófullnægjandi upplýsingar, í þessu tilfelli án fylgdar, þá höfum við heimild til að neita þeim um innritun. Það er það sem átti sér stað í gær.“ Hún segir ýmsar ástæður fyrir því að ekki sé hægt að víkja frá þessum reglum, til dæmis gæti verið um forræðisdeilu eða mansal að ræða. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár