Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þrjú börn skilin eftir á Kastrup flugvelli

Ís­lensk börn á aldr­in­um 8 til 16 ára fengu ekki að inn­rita sig í flug hjá WOW air í Kaup­manna­höfn í gær, því yngsta barn­ið var ekki með fylgd­ar­mann. Fað­ir barn­anna mátti ekki greiða fyr­ir fylgd­ar­þjón­ustu í gegn­um síma og voru börn­in því skil­in eft­ir á flug­vell­in­um. „Þau hefðu átt að vera bú­in að kynna sér regl­urn­ar,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi WOW.

Þrjú börn skilin eftir á Kastrup flugvelli
Þrjú skilin eftir Hér eru börnin ásamt eldri bróður sínum og föður, Einari Hannessyni. Mynd: Úr einkasafni

Þrjú íslensk börn á aldrinum 8, 12 og 16 ára voru skilin eftir á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær en starfsfólk WOW air leyfði þeim ekki að innrita sig í flug sem var á leið til Íslands. Ástæðan var sú að ekki hafði verið keypt fylgdarþjónusta með yngsta barninu. Ekki var haft samband við foreldra barnanna vegna málsins og voru þau því skilin eftir fylgdarlaus á flugvellinum. „Það er ekkert neyðarnúmer sem WOW air býður upp á og við náðum ekki í neinn,“ segir Hrund Óskarsdóttir, stjúpmóðir barnanna, í samtali við Stundina. „Við erum í algjöru sjokki yfir þessu.“

„Við erum í algjöru sjokki yfir þessu.“

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir flugfélagið þurfa að fara eftir Evrópureglugerðum sem segja að börn megi ekki ferðast án fylgdarmanns. „Þau hefðu þurft að vera búin að kynna sér reglurnar áður en þau bóka á netinu,“ segir Svanhvít. „Þetta eru öryggisreglur sem við erum með og það er alls ekki hægt að breyta út frá þeim. Ef börn, eða aðrir farþegar, mæta í innritun með ófullnægjandi upplýsingar, í þessu tilfelli án fylgdar, þá höfum við heimild til að neita þeim um innritun. Það er það sem átti sér stað í gær.“ Hún segir ýmsar ástæður fyrir því að ekki sé hægt að víkja frá þessum reglum, til dæmis gæti verið um forræðisdeilu eða mansal að ræða. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár