Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þrjú börn skilin eftir á Kastrup flugvelli

Ís­lensk börn á aldr­in­um 8 til 16 ára fengu ekki að inn­rita sig í flug hjá WOW air í Kaup­manna­höfn í gær, því yngsta barn­ið var ekki með fylgd­ar­mann. Fað­ir barn­anna mátti ekki greiða fyr­ir fylgd­ar­þjón­ustu í gegn­um síma og voru börn­in því skil­in eft­ir á flug­vell­in­um. „Þau hefðu átt að vera bú­in að kynna sér regl­urn­ar,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi WOW.

Þrjú börn skilin eftir á Kastrup flugvelli
Þrjú skilin eftir Hér eru börnin ásamt eldri bróður sínum og föður, Einari Hannessyni. Mynd: Úr einkasafni

Þrjú íslensk börn á aldrinum 8, 12 og 16 ára voru skilin eftir á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær en starfsfólk WOW air leyfði þeim ekki að innrita sig í flug sem var á leið til Íslands. Ástæðan var sú að ekki hafði verið keypt fylgdarþjónusta með yngsta barninu. Ekki var haft samband við foreldra barnanna vegna málsins og voru þau því skilin eftir fylgdarlaus á flugvellinum. „Það er ekkert neyðarnúmer sem WOW air býður upp á og við náðum ekki í neinn,“ segir Hrund Óskarsdóttir, stjúpmóðir barnanna, í samtali við Stundina. „Við erum í algjöru sjokki yfir þessu.“

„Við erum í algjöru sjokki yfir þessu.“

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir flugfélagið þurfa að fara eftir Evrópureglugerðum sem segja að börn megi ekki ferðast án fylgdarmanns. „Þau hefðu þurft að vera búin að kynna sér reglurnar áður en þau bóka á netinu,“ segir Svanhvít. „Þetta eru öryggisreglur sem við erum með og það er alls ekki hægt að breyta út frá þeim. Ef börn, eða aðrir farþegar, mæta í innritun með ófullnægjandi upplýsingar, í þessu tilfelli án fylgdar, þá höfum við heimild til að neita þeim um innritun. Það er það sem átti sér stað í gær.“ Hún segir ýmsar ástæður fyrir því að ekki sé hægt að víkja frá þessum reglum, til dæmis gæti verið um forræðisdeilu eða mansal að ræða. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár