Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þrír dómar gegn Karli Wernerssyni sama dag: Skipulögð og óskammfeilin brot

Fjár­fest­ir­inn Karl Werners­son var dæmd­ur í þriggja og hálfs árs fang­elsi í Hæsta­rétti Ís­lands í gær. Tveir aðr­ir dóm­ar féllu gegn hon­um í mál­um þrota­bús Milest­one og þarf hann að end­ur­greiða bú­inu nærri 95 millj­ón­ir króna sam­kvæmt þeim.

Þrír dómar gegn Karli Wernerssyni sama dag: Skipulögð og óskammfeilin brot
Þarf að endurgreiða 95 milljónir Hæstiréttur dæmdi þrotabúi MIlestone i vil tvívegis í gær og þarf Karl að endurgreiða búinu 95 milljónir króna samkvæmt tveimur dómum.

Karl Wernersson, fjárfestir og fyrrverandi aðaleigandi Milestone, var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti Íslands í gær auk þess sem tveir aðrir dómar féllu honum í óhag í réttinum, meðal annars fyrir að færa fé úr eignarhaldsfélaginu Milestone í eigin vasa þegar félagið var nánast komið í þrot.  

„Brot þessi voru skipulögð og drýgð í samverknaði af óskammfeilni“

Fyrsta málið, sem dómur féll í, er mál ákæruvaldsins gegn honum og nokkrum öðrum aðilum, meðal annars Steingrími bróður hans og Guðmundi Ólasyni, sem var forstjóri Milestone. Það snýst um fjármögnun Milestone á hlutabréfakaupum af Ingunni Wernsdóttur, systur Karls, árið 2005.

Í viðskiptunum tóku forsvarsmenn Milestone ákvörðun um að láta fyrirtækið kaupa hlutabréf Ingunnar, systur Karls og Steingríms, í Milestone. Vegna þess voru þremenningarnir meðal annarrs ákærðir fyrir umboðssvik. Inntakið í málinu er að óheimilt og ólöglegt hafi verið fyrir forsvarsmenn Milestone að láta félagið fjármagna hlutabréf fyrir Karl og Steingrím persónulega.

Í  dómi Hæstaéttar er fallist á þann skilning ákæruvaldsins að viðskiptin hafi verið umboðssvik eins og þar segir: „Við ákvörðun refsingar ákærðu Karls, Steingríms og Guðmundar er til þess að líta að brot þeirra samkvæmt I. kafla ákæru snerust um mjög háar fjárhæðir, sem lánardrottnar Milestone ehf. fóru þegar upp var staðið á mis við að fá notið til greiðslu krafna sinna. Brot þessi voru skipulögð og drýgð í samverknaði af óskammfeilni,“ segir í dómi Hæstaréttar Íslands. 

55 milljóna króna greiðslu til Karls rift

Tveir síðarnefndu dómarnir snérust um málaferli þrotabús Milestone gegn Karli og þarf hann samkvæmt þeim að endurgreiða þrotabúinu nærri 90 milljónir króna vegna greiðslna til hans frá fyrirtækinu sem Hæstiréttur telur hafa verið „ótilhlýðilegar“ eins og segir í niðurstöðu Hæstaréttar í seinni málunum tveimur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár