Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þrír dómar gegn Karli Wernerssyni sama dag: Skipulögð og óskammfeilin brot

Fjár­fest­ir­inn Karl Werners­son var dæmd­ur í þriggja og hálfs árs fang­elsi í Hæsta­rétti Ís­lands í gær. Tveir aðr­ir dóm­ar féllu gegn hon­um í mál­um þrota­bús Milest­one og þarf hann að end­ur­greiða bú­inu nærri 95 millj­ón­ir króna sam­kvæmt þeim.

Þrír dómar gegn Karli Wernerssyni sama dag: Skipulögð og óskammfeilin brot
Þarf að endurgreiða 95 milljónir Hæstiréttur dæmdi þrotabúi MIlestone i vil tvívegis í gær og þarf Karl að endurgreiða búinu 95 milljónir króna samkvæmt tveimur dómum.

Karl Wernersson, fjárfestir og fyrrverandi aðaleigandi Milestone, var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti Íslands í gær auk þess sem tveir aðrir dómar féllu honum í óhag í réttinum, meðal annars fyrir að færa fé úr eignarhaldsfélaginu Milestone í eigin vasa þegar félagið var nánast komið í þrot.  

„Brot þessi voru skipulögð og drýgð í samverknaði af óskammfeilni“

Fyrsta málið, sem dómur féll í, er mál ákæruvaldsins gegn honum og nokkrum öðrum aðilum, meðal annars Steingrími bróður hans og Guðmundi Ólasyni, sem var forstjóri Milestone. Það snýst um fjármögnun Milestone á hlutabréfakaupum af Ingunni Wernsdóttur, systur Karls, árið 2005.

Í viðskiptunum tóku forsvarsmenn Milestone ákvörðun um að láta fyrirtækið kaupa hlutabréf Ingunnar, systur Karls og Steingríms, í Milestone. Vegna þess voru þremenningarnir meðal annarrs ákærðir fyrir umboðssvik. Inntakið í málinu er að óheimilt og ólöglegt hafi verið fyrir forsvarsmenn Milestone að láta félagið fjármagna hlutabréf fyrir Karl og Steingrím persónulega.

Í  dómi Hæstaéttar er fallist á þann skilning ákæruvaldsins að viðskiptin hafi verið umboðssvik eins og þar segir: „Við ákvörðun refsingar ákærðu Karls, Steingríms og Guðmundar er til þess að líta að brot þeirra samkvæmt I. kafla ákæru snerust um mjög háar fjárhæðir, sem lánardrottnar Milestone ehf. fóru þegar upp var staðið á mis við að fá notið til greiðslu krafna sinna. Brot þessi voru skipulögð og drýgð í samverknaði af óskammfeilni,“ segir í dómi Hæstaréttar Íslands. 

55 milljóna króna greiðslu til Karls rift

Tveir síðarnefndu dómarnir snérust um málaferli þrotabús Milestone gegn Karli og þarf hann samkvæmt þeim að endurgreiða þrotabúinu nærri 90 milljónir króna vegna greiðslna til hans frá fyrirtækinu sem Hæstiréttur telur hafa verið „ótilhlýðilegar“ eins og segir í niðurstöðu Hæstaréttar í seinni málunum tveimur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár