Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þorsteinn aftur staðinn að rangfærslum – nú um málefni lífeyrisþega

Í þing­ræðu sem Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, flutti boð­aði hann rúm­lega 33 pró­senta hækk­un á ör­orku­líf­eyri sem taka ætti gildi um næstu ára­mót. Sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar nem­ur hækk­un­in hins veg­ar að­eins um 3,1 til 4,8 pró­sent­um.

Þorsteinn aftur staðinn að rangfærslum – nú um málefni lífeyrisþega

Þorsteinn Víglundsson, jafnréttis- og félagsmálaráðherra, fór með rangt mál um kjör lífeyrisþega á Alþingi þann 16. maí. „Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þúsund krónur eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði,“ sagði Þorsteinn þegar rætt var um fátækt á Alþingi. Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er skoðuð stenst málflutningur Þorsteins hins vegar ekki. Raunveruleg hækkun á örorkulífeyri er aðeins brotabrot af boðaðri hækkun Þorsteins.

Óskertur örorkulífeyrir nemur í dag rúmum 227 þúsund krónum fyrir skatt og þyrfti því að hækka greiðslurnar um nærri 33 prósent um áramótin til þess að hann sé í samræmi við málflutning Þorsteins á Alþingi. Í fjármálaáætluninni, sem samþykkt var á Alþingi þann 1. júní,  er hins vegar aðeins gert ráð fyrir 3,1 til 4,8 prósenta hækkun á ári á tímabilinu 2018 til 2022. Það hefur í för með sér að óskertur örorkulífeyrir verður á bilinu 234 til 238 þúsund krónur á mánuði í byrjun næsta árs.

Þá hélt Þorsteinn því fram í sömu þingræðu að kaupmáttur örorkulífeyris hefði fylgt lægstu launum að undanförnu. „Það sem skiptir auðvitað miklu máli í þessu samhengi er hver þróunin hefur verið hjá okkur. Á alla mælikvarða stöndum við ákaflega vel. Kaupmáttur hefur aukist verulega á undanförnum árum. Kaupmáttur lægstu launa hefur aukist umfram almennan kaupmátt og hefur kaupmáttur bóta að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu,“ sagði Þorsteinn.

Í gögnum sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir Örykjabandalag Íslands stenst fullyrðing  ráðherra ekki hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga. Kaupmáttur lágmarkslauna hefur, eins og sést á grafinu hér að neðan, aukist langt umfram kaupmátt örorkulífeyris á síðustu árum. Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ, fjölluðu um rangfærslur Þorsteins í pistli sem birtist á Vísi í morgun.

Þróun kaupmáttarGögn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Fyrir alþingiskosningarnar í fyrra lofaði Viðreisn því að „enginn lífeyrisþegi fengi minna en sem nemur lágmarkslaunum,“ en lágmarkslaun munu hækka í 300 þúsund krónur á næsta ári. Þá boðaði Viðreisn til blaðamannafundar viku fyrir kosningarnar og lofaði breyttum vinnubrögðum í pólítík. „Viðreisn hvetur önnur framboð til Alþingis til að sýna á spilin og útskýra með nákvæmum hætti hvernig þau ætla að standa straum af loforðum sínum. Það er sjálfsögð virðing við þá tugþúsundir kjósenda sem enn eiga eftir að gera upp hug sinn. Kjósendur eiga rétt á að vita hverju atkvæði þeirra skilar og treysta því að ekki sé um innantóm loforð stjórnmálamanna að ræða,“ sagði í tilkynningu Viðreisnar um fundinn.

Öryrkjabandalag Íslands hefur á undanförnum mánuðum gagnrýnt harðlega stefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum öryrkja. Bandalagið telur að sú leið, sem ríkisstjórnin lagði upp með í þingsályktunartillögunni, muni auka bilið á milli lágmarkslauna og óskerts örorkulífeyris til muna. „Með fjármálaáætlun þessari virðist ríkisstjórnin ætla að halda þessum hópi í fátækt og þannig koma í veg fyrir þátttöku þeirra í samfélaginu,“ segir í umsögn bandalagsins með fjármálaáætluninni.

Þá var Þorsteinn staðinn að því í lok apríl og byrjun maí að hafa sett fram rangar tölur um útgjöld til Landspítalans í viðtali við Morgunblaðið og ýkt verulega fjárframlög hins opinbera til málaflokksins. Þegar stjórnendur gerðu athugasemdir við málflutning ráðherra sakaði hann þá um „talnaleikfimi“.

Stundin hefur tvívegis sent ráðherra og aðstoðarmönnum hans fyrirspurn, óskað eftir skýringum og spurt hvort Þorsteinn ætli að biðjast afsökunar á því að hafa sett fram rangfærslur um fjármál spítalans. Engin svör hafa borist. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár