Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Þjóðin hefur þegar kosið um atriðin sem Bjarni vill láta breyta í stjórnarskránni

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um að breyta af­mörk­uð­um at­rið­um í stjórn­ar­skránni sam­hliða for­seta­kosn­ing­un­um. Stjórn­ar­skrár­fé­lag­ið bend­ir á að þeg­ar hafi ver­ið kos­ið um þau og breyt­ing­arn­ar sam­þykkt­ar ár­ið 2012.

Þjóðin hefur þegar kosið um atriðin sem Bjarni vill láta breyta í stjórnarskránni
Vill að kosið verði aftur um stjórnarskrá Bjarni Benediktsson skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann lagði til að kosið yrði um afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill að kosið verði um afmarkaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands samhliða forsetakosningum á næsta ári, en Stjórnarskrárfélagið bendir á að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá hafi þegar farið fram 20. október 2012, þegar meirihluti kjósenda samþykkti að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi um nýja stjórnarskrá. 

Bjarni leggur til að kosið verði um að bæta við stjórnarskrána ákvæðum sem varða umhverfis- og auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslum og takmarkað framsal veiðiheimilda.

Kosið um það sama áður

Í ályktun Stjórnarskrárfélagsins, félags áhugafólks um nýja stjórnarskrá, er bent á að öll þau atriði sé að finna í þeim drögum að stjórnarskrá sem þegar hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þar sem umrætt frumvarp fól í sér nýja stjórnarskrá, en ekki viðbætur við þá gömlu, er ljóst að hugmyndir Bjarna Benediktssonar um framvindu þessa máls eru í andstöðu við vilja meirihluta kjósenda. Ef það er hins vegar einbeittur vilji þingsins að einskorða sig við þessi tilteknu ákvæði, þá er þau öll að finna í þeirri stjórnarskrá sem þjóðin lýsti yfirgnæfandi stuðningi við í umræddri þjóðaratkvæðagreiðslu.“

64 prósent landsmanna samþykktu nýja stjórnarskrá í kosningunum 2012, en 32 prósent greiddu atkvæði á móti. Auk þess var samþykkt að náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, yrðu lýstar þjóðareign, að ákvæði yrði um þjóðkirkju á Íslandi, að persónukjör yrði heimilað í meira mæli en nú er, að atkvæði kjósenda alls staðar af landinu myndi vega jafnt í kosningum og að ákvæði yrði í stjórnarskrá um að tiltekið hlutfall kjósenda gæti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár