Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þjóðin hefur þegar kosið um atriðin sem Bjarni vill láta breyta í stjórnarskránni

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um að breyta af­mörk­uð­um at­rið­um í stjórn­ar­skránni sam­hliða for­seta­kosn­ing­un­um. Stjórn­ar­skrár­fé­lag­ið bend­ir á að þeg­ar hafi ver­ið kos­ið um þau og breyt­ing­arn­ar sam­þykkt­ar ár­ið 2012.

Þjóðin hefur þegar kosið um atriðin sem Bjarni vill láta breyta í stjórnarskránni
Vill að kosið verði aftur um stjórnarskrá Bjarni Benediktsson skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann lagði til að kosið yrði um afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill að kosið verði um afmarkaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands samhliða forsetakosningum á næsta ári, en Stjórnarskrárfélagið bendir á að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá hafi þegar farið fram 20. október 2012, þegar meirihluti kjósenda samþykkti að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi um nýja stjórnarskrá. 

Bjarni leggur til að kosið verði um að bæta við stjórnarskrána ákvæðum sem varða umhverfis- og auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslum og takmarkað framsal veiðiheimilda.

Kosið um það sama áður

Í ályktun Stjórnarskrárfélagsins, félags áhugafólks um nýja stjórnarskrá, er bent á að öll þau atriði sé að finna í þeim drögum að stjórnarskrá sem þegar hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þar sem umrætt frumvarp fól í sér nýja stjórnarskrá, en ekki viðbætur við þá gömlu, er ljóst að hugmyndir Bjarna Benediktssonar um framvindu þessa máls eru í andstöðu við vilja meirihluta kjósenda. Ef það er hins vegar einbeittur vilji þingsins að einskorða sig við þessi tilteknu ákvæði, þá er þau öll að finna í þeirri stjórnarskrá sem þjóðin lýsti yfirgnæfandi stuðningi við í umræddri þjóðaratkvæðagreiðslu.“

64 prósent landsmanna samþykktu nýja stjórnarskrá í kosningunum 2012, en 32 prósent greiddu atkvæði á móti. Auk þess var samþykkt að náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, yrðu lýstar þjóðareign, að ákvæði yrði um þjóðkirkju á Íslandi, að persónukjör yrði heimilað í meira mæli en nú er, að atkvæði kjósenda alls staðar af landinu myndi vega jafnt í kosningum og að ákvæði yrði í stjórnarskrá um að tiltekið hlutfall kjósenda gæti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár