Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þjóðin hefur þegar kosið um atriðin sem Bjarni vill láta breyta í stjórnarskránni

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um að breyta af­mörk­uð­um at­rið­um í stjórn­ar­skránni sam­hliða for­seta­kosn­ing­un­um. Stjórn­ar­skrár­fé­lag­ið bend­ir á að þeg­ar hafi ver­ið kos­ið um þau og breyt­ing­arn­ar sam­þykkt­ar ár­ið 2012.

Þjóðin hefur þegar kosið um atriðin sem Bjarni vill láta breyta í stjórnarskránni
Vill að kosið verði aftur um stjórnarskrá Bjarni Benediktsson skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann lagði til að kosið yrði um afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill að kosið verði um afmarkaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands samhliða forsetakosningum á næsta ári, en Stjórnarskrárfélagið bendir á að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá hafi þegar farið fram 20. október 2012, þegar meirihluti kjósenda samþykkti að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi um nýja stjórnarskrá. 

Bjarni leggur til að kosið verði um að bæta við stjórnarskrána ákvæðum sem varða umhverfis- og auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslum og takmarkað framsal veiðiheimilda.

Kosið um það sama áður

Í ályktun Stjórnarskrárfélagsins, félags áhugafólks um nýja stjórnarskrá, er bent á að öll þau atriði sé að finna í þeim drögum að stjórnarskrá sem þegar hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þar sem umrætt frumvarp fól í sér nýja stjórnarskrá, en ekki viðbætur við þá gömlu, er ljóst að hugmyndir Bjarna Benediktssonar um framvindu þessa máls eru í andstöðu við vilja meirihluta kjósenda. Ef það er hins vegar einbeittur vilji þingsins að einskorða sig við þessi tilteknu ákvæði, þá er þau öll að finna í þeirri stjórnarskrá sem þjóðin lýsti yfirgnæfandi stuðningi við í umræddri þjóðaratkvæðagreiðslu.“

64 prósent landsmanna samþykktu nýja stjórnarskrá í kosningunum 2012, en 32 prósent greiddu atkvæði á móti. Auk þess var samþykkt að náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, yrðu lýstar þjóðareign, að ákvæði yrði um þjóðkirkju á Íslandi, að persónukjör yrði heimilað í meira mæli en nú er, að atkvæði kjósenda alls staðar af landinu myndi vega jafnt í kosningum og að ákvæði yrði í stjórnarskrá um að tiltekið hlutfall kjósenda gæti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár