Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Þjóðin hefur þegar kosið um atriðin sem Bjarni vill láta breyta í stjórnarskránni

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um að breyta af­mörk­uð­um at­rið­um í stjórn­ar­skránni sam­hliða for­seta­kosn­ing­un­um. Stjórn­ar­skrár­fé­lag­ið bend­ir á að þeg­ar hafi ver­ið kos­ið um þau og breyt­ing­arn­ar sam­þykkt­ar ár­ið 2012.

Þjóðin hefur þegar kosið um atriðin sem Bjarni vill láta breyta í stjórnarskránni
Vill að kosið verði aftur um stjórnarskrá Bjarni Benediktsson skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann lagði til að kosið yrði um afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill að kosið verði um afmarkaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands samhliða forsetakosningum á næsta ári, en Stjórnarskrárfélagið bendir á að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá hafi þegar farið fram 20. október 2012, þegar meirihluti kjósenda samþykkti að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi um nýja stjórnarskrá. 

Bjarni leggur til að kosið verði um að bæta við stjórnarskrána ákvæðum sem varða umhverfis- og auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslum og takmarkað framsal veiðiheimilda.

Kosið um það sama áður

Í ályktun Stjórnarskrárfélagsins, félags áhugafólks um nýja stjórnarskrá, er bent á að öll þau atriði sé að finna í þeim drögum að stjórnarskrá sem þegar hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þar sem umrætt frumvarp fól í sér nýja stjórnarskrá, en ekki viðbætur við þá gömlu, er ljóst að hugmyndir Bjarna Benediktssonar um framvindu þessa máls eru í andstöðu við vilja meirihluta kjósenda. Ef það er hins vegar einbeittur vilji þingsins að einskorða sig við þessi tilteknu ákvæði, þá er þau öll að finna í þeirri stjórnarskrá sem þjóðin lýsti yfirgnæfandi stuðningi við í umræddri þjóðaratkvæðagreiðslu.“

64 prósent landsmanna samþykktu nýja stjórnarskrá í kosningunum 2012, en 32 prósent greiddu atkvæði á móti. Auk þess var samþykkt að náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, yrðu lýstar þjóðareign, að ákvæði yrði um þjóðkirkju á Íslandi, að persónukjör yrði heimilað í meira mæli en nú er, að atkvæði kjósenda alls staðar af landinu myndi vega jafnt í kosningum og að ákvæði yrði í stjórnarskrá um að tiltekið hlutfall kjósenda gæti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár