Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingmenn Framsóknarflokksins vildu kynna fjárlög í miðri kosningabaráttu

Vig­dís Hauks­dótt­ir vill slíta þingi á mánu­dag­inn og fleiri úr þingl­iði Fram­sókn­ar­flokks­ins eru ósátt­ir við þá nið­ur­stöðu að fjár­laga­frum­varp verði ekki lagt fram fyrr en eft­ir kosn­ing­ar.

Þingmenn Framsóknarflokksins vildu kynna fjárlög í miðri kosningabaráttu
Vildu kosningafjárlög Fram kemur í bréfi Gunnars Braga að á síðasta þingflokksfundi hafi þingmenn Framsóknarflokksins lýst vilja sínum til að fjárlagafrumvarp yrði lagt fram fyrir kosningar. Ljósmyndari Stundarinnar tók myndir af fundarhöldunum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þingmenn Framsóknarflokksins vildu að lagt yrði fram fjárlagafrumvarp fyrir kosningarar í haust og tjáðu þann vilja sinn á síðasta þingflokksfundi.

Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sendi þingliði Framsóknarflokksins í gær. Eyjan vitnar í bréf Gunnars Braga og segir að þar sé gagnrýnt að fjárlagafrumvarp verði ekki lagt fram fyrir kosningar: 

Það hefur ekki verið afgreitt innan framsóknarflokksins. Ekki meðal ráðherra né þingflokks. Reyndar var alveg skýrt á síðasta þingflokksfundi að þeir sem tjáðu sig vildu fjárlög. Mér vitanlega var hvorki dagsetning né fjárlagamálið rætt við formann flokksins.

Þá kemur fram að þingmenn Framsóknarflokksins séu óánægðir með að „halda út í kosningabaráttu án þess að geta kynnt fjárlagafrumvarp sem byggir á árangri síðustu ára í stjórnarsamstarfinu“.

Eftir að flýtingu þingkosninga var heitið í apríl stefndi ríkisstjórnin lengi vel að því að lagt yrði fram frumvarp til fjárlaga rétt áður en gengið yrði til kosninga. Hefði þetta gengið eftir hefði kynning fjárlagafrumvarpsins og umræður um efni farið fram á sama tíma og kosningabarátta stjórnmálaflokkanna er í algleymingi.  

Á fimmtudaginn funduðu Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra með fulltrúum stjórnarandstöðunnar og staðfestu að kosið yrði til Alþingis þann 29. október næstkomandi. Fram kom í viðtali við Bjarna á vef RÚV að hann teldi að klára mætti helstu mál ríkisstjórnarinnar fyrir þann tíma en að fjárlagafrumvarp yrði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningar.

Gunnar Bragi og fleiri úr þingliði Framsóknarflokksins virðast ósáttir við þessa niðurstöðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, tjáði sig um málið á Facebook í dag og skrifaði:

Ég tel að það sé lang best að slíta þinginu á mánudaginn og boða til kosninga innan 6 vikna eins og lög mæla um. Þetta segi ég til að hlífa landsmönnum við bulli, vitleysu og fyrru sem verður annars næstu vikurnar. Í hádegisfréttum voru tvö mál komin strax í ágreining – þ.e. búvörusamningar og vegaframkvæmdir – þetta verður óbærilegt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu