Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingmaður Framsóknarflokksins sagði loforðamyndbandið falsað

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir vildi ekki kann­ast við orð for­manns­ins þar sem hann lof­aði þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald að­ild­ar­við­ræðna við Evr­ópu­sam­band­ið. Lára Hanna Ein­ars­dótt­ir tók mynd­band­ið sam­an og seg­ir þing­mann­inn mega hafa skömm fyr­ir dylgj­ur um föls­un.

Þingmaður Framsóknarflokksins sagði loforðamyndbandið falsað

„Það er ekki að spyrja að framsóknarmönnum og afneituninni. Þeir vilja ekki einu sinni viðurkenna það sem þeir sjá og heyra með eigin skilningarvitum,“ skrifaði Lára Hanna Einarsdóttir á Facebook í gær.

Tilefnið var ábending um að í umræðum á Alþingi þann 17. mars hefði þingmaður Framsóknarflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, haldið því fram að myndband þar sem formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sést lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið, sé klippt til og falsað.

Myndbandið sem fór um netheima eins og eldur í sinu á þessum tíma er hér að neðan. 

Umræðurnar fóru fram aðeins nokkrum dögum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sendi Evrópusambandinu bréf þess efnis að Ísland væri ekki lengur í hópi umsóknarríkja. Hart var tekist á um málið á Alþingi og umræður stóðu langt fram á kvöld.

Þar sagði Silja Dögg í ræðu sinni að núverandi stjórnarflokkar hefðu staðið við gefin loforð. Stefna þeirra hefði verið skýr fyrir kosningar. „Við töluðum ekki í kosningabaráttunni um að það ætti að greiða atkvæði um málið á kjörtímabilinu,“ sagði Silja Dögg og sagði að ríkisstjórnin myndi ekki efna til þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu.

„Svarið er: Nei, ríkisstjórnin hefur engin áform um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður við Evrópusambandið þar sem slíkt væri atkvæðagreiðsla um mál sem hún er mótfallin.“

„Klippt eitthvað saman og falsað“

Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði þá hvað henni þætti um þau orð sem forsætisráðherra lét falla fyrir kosningar, að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Hvernig hún liti á það þegar „stjórnmálaforingjar, sama hvað þeir heita, í

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár