„Það er ekki að spyrja að framsóknarmönnum og afneituninni. Þeir vilja ekki einu sinni viðurkenna það sem þeir sjá og heyra með eigin skilningarvitum,“ skrifaði Lára Hanna Einarsdóttir á Facebook í gær.
Tilefnið var ábending um að í umræðum á Alþingi þann 17. mars hefði þingmaður Framsóknarflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, haldið því fram að myndband þar sem formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sést lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið, sé klippt til og falsað.
Myndbandið sem fór um netheima eins og eldur í sinu á þessum tíma er hér að neðan.
Umræðurnar fóru fram aðeins nokkrum dögum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sendi Evrópusambandinu bréf þess efnis að Ísland væri ekki lengur í hópi umsóknarríkja. Hart var tekist á um málið á Alþingi og umræður stóðu langt fram á kvöld.
Þar sagði Silja Dögg í ræðu sinni að núverandi stjórnarflokkar hefðu staðið við gefin loforð. Stefna þeirra hefði verið skýr fyrir kosningar. „Við töluðum ekki í kosningabaráttunni um að það ætti að greiða atkvæði um málið á kjörtímabilinu,“ sagði Silja Dögg og sagði að ríkisstjórnin myndi ekki efna til þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu.
„Svarið er: Nei, ríkisstjórnin hefur engin áform um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður við Evrópusambandið þar sem slíkt væri atkvæðagreiðsla um mál sem hún er mótfallin.“
„Klippt eitthvað saman og falsað“
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði þá hvað henni þætti um þau orð sem forsætisráðherra lét falla fyrir kosningar, að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Hvernig hún liti á það þegar „stjórnmálaforingjar, sama hvað þeir heita, í
Athugasemdir