Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingmaður Framsóknarflokksins sagði loforðamyndbandið falsað

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir vildi ekki kann­ast við orð for­manns­ins þar sem hann lof­aði þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald að­ild­ar­við­ræðna við Evr­ópu­sam­band­ið. Lára Hanna Ein­ars­dótt­ir tók mynd­band­ið sam­an og seg­ir þing­mann­inn mega hafa skömm fyr­ir dylgj­ur um föls­un.

Þingmaður Framsóknarflokksins sagði loforðamyndbandið falsað

„Það er ekki að spyrja að framsóknarmönnum og afneituninni. Þeir vilja ekki einu sinni viðurkenna það sem þeir sjá og heyra með eigin skilningarvitum,“ skrifaði Lára Hanna Einarsdóttir á Facebook í gær.

Tilefnið var ábending um að í umræðum á Alþingi þann 17. mars hefði þingmaður Framsóknarflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, haldið því fram að myndband þar sem formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sést lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið, sé klippt til og falsað.

Myndbandið sem fór um netheima eins og eldur í sinu á þessum tíma er hér að neðan. 

Umræðurnar fóru fram aðeins nokkrum dögum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sendi Evrópusambandinu bréf þess efnis að Ísland væri ekki lengur í hópi umsóknarríkja. Hart var tekist á um málið á Alþingi og umræður stóðu langt fram á kvöld.

Þar sagði Silja Dögg í ræðu sinni að núverandi stjórnarflokkar hefðu staðið við gefin loforð. Stefna þeirra hefði verið skýr fyrir kosningar. „Við töluðum ekki í kosningabaráttunni um að það ætti að greiða atkvæði um málið á kjörtímabilinu,“ sagði Silja Dögg og sagði að ríkisstjórnin myndi ekki efna til þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu.

„Svarið er: Nei, ríkisstjórnin hefur engin áform um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður við Evrópusambandið þar sem slíkt væri atkvæðagreiðsla um mál sem hún er mótfallin.“

„Klippt eitthvað saman og falsað“

Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði þá hvað henni þætti um þau orð sem forsætisráðherra lét falla fyrir kosningar, að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Hvernig hún liti á það þegar „stjórnmálaforingjar, sama hvað þeir heita, í

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár