Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingkona Bjartrar framtíðar segir óljóst hvort Bjarni hafi frestað birtingu skýrslunnar og gagnrýnir fjölmiðla

Nichole Leigh Mosty, þing­kona Bjartr­ar fram­tíð­ar, seg­ist hafa „les­ið ótrú­leg­ustu hluti í blöð­um og net­miðl­um“ og vill að fjöl­miðl­ar vandi sig bet­ur. Hún dreg­ur í efa að Bjarni Bene­dikts­son hafi raun­veru­lega frest­að birt­ingu af­l­and­seigna­skýrsl­unn­ar þótt hann hafi við­ur­kennt það sjálf­ur.

Þingkona Bjartrar framtíðar segir óljóst hvort Bjarni hafi frestað birtingu skýrslunnar og gagnrýnir fjölmiðla

Nichole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar, telur að vafi leiki á því hvort Bjarni Benediktsson hafi frestað birtingu skýrslu um aflandseignir Íslendinga fram yfir þingkosningar. Sem kunnugt er hefur Bjarni sjálfur viðurkennt að hafa ákveðið að fresta birtingu skýrslunnar en Nichole segir ekki ljóst hvort hann hafi gert það viljandi.

Aðspurð hvað henni finnist um að Bjarni hafi ekki sagt satt um málið segir hún það ekki í lagi. Um leið bendir hún á að fjölmiðlar birti stundum rangar fréttir og að þeir verði að passa sig betur og kanna sannleiksgildi frétta áður en þær eru birtar. Nichole viðurkennir að hafa orðið miður sín þegar umræðan um aflandseignaskýrsluna og birtingu hennar kom upp, enda hafi þá viðræður Bjartrar framtíðar við Sjálfstæðisflokkinn verið á lokasprettinum. 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svörum þingkonunnar við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Aðspurð hvað hvað henni finnist um aðkomu Bjarna að ákvörðunum um kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum um aflandsfélög Íslendinga á síðasta kjörtímabili svarar Nichole: „Ef ég man rétt þá var það hann sjálfur sem kallaði á að skýrslan væri unnin.“ 

Nichole er fjórði þingmaður Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem svarar fyrirspurn Stundarinnar um meðhöndlun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og fyrrum fjármálaráðherra, á aflandseignaskýrslunni. Eins og fram hefur komið fjallar skýrslan með gagnrýnum hætti um þá stefnu sem rekin var á sviði skattalöggjafar og skattaeftirlits á útrásarárunum þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með fjármálaráðuneytið. Bjarni fullyrti í viðtali við RÚV síðustu helgi að skýrslunni hefði ekki verið skilað í ráðuneyti sitt fyrr en eftir þingslit í október, en hið rétta er að skýrslan barst ráðuneytinu þann 13. september. Hann hefur nú viðurkennt að hafa ákveðið sjálfur að birta hvorki almenningi né Alþingi skýrsluna fyrir kosningar, enda hafi hann ekki viljað að efni hennar yrði „sett í kosningasamhengi“. 

Stundin sendi öllum þingmönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrirspurn á mánudaginn og óskaði eftir afstöðu þeirra til málsins, þ.e. hvort ákvörðun, vinnubrögð og skýringar Bjarna standist kröfur þeirra um gott stjórnmálasiðferði og vandaða stjórnsýsluhætti. Aðeins fjórir hafa svarað; þingmenn Viðreisnar þeir Jón Steindór Valdimarsson og Pawel Bartoszek, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og Nichole Leigh Mosty þingkona sama flokks. Spurningar Stundarinnar og svör Nichole má sjá hér að neðan, en Nicole tekur fram að henni þyki þær „leiðandi“ og „lokaðar“. 

Spurningar Stundarinnar:

1. Formaður flokksins þíns sagði á Twitter í apríl: „Forsætisráðherra er tengdur aflandsfélagi og hélt því leyndu. Orðspor Íslands er undir. Það er óhugsandi að Forsætisráðherra sé stætt.“ Ertu þú sammála þessum orðum og ef svo er, hvers vegna telurðu að Bjarna Benediktssyni verði stætt sem forsætisráðherra?

2. Telurðu að það samrýmist góðum stjórnsýsluháttum og stjórnmálasiðferði að ráðherra eigi beina aðkomu að ákvörðunum um kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hans eigið aflandsfélag?

3. Finnst þér réttlætanlegt að ráðherra, sem sjálfur hefur geymt peninga í aflandsfélagi, ákveði að fresta birtingu á skýrslu um umfang aflandseigna Íslendinga fram yfir þingkosningar sem var efnt sérstaklega til vegna afhjúpana á aflandsstarfsemi? 

4. Finnst þér í lagi að ráðherra segi almenningi ósatt um málið? 

5. Sé svarið við einhverri af þessum spurningum nei, hvers vegna finnst þér þá réttlætanlegt að þinn flokkur taki þátt í að gera viðkomandi stjórnmálamann að forsætisráðherra Íslands? 

6. Hvers vegna telurðu að ríkisstjórn undir forsæti þessa stjórnmálamanns geti, í samræmi við yfirlýst markmið þíns eigin flokks, aukið traust og tiltrú almennings á íslenskum stjórnmálum og unnið að almannahagsmunum í stað sérhagsmuna?

Svör Nichole:

Ég vil taka fram hér að mér finnst þessar spurningar í sjálfu sér frekar leiðandi og lokaðar, en ég mun svara þeim af einlægni og út frá mínum sjónarmiðum.  

1. Mér finnst fyrst og fremst best að halda hlutum í réttu samhengi, eða réttara sagt því samhengi sem þeir tilheyra. Þarna var formaður flokksins að ræða um leyndina og þann leik sem fyrrverandi forsætisráðherra lék í kringum Wintris-málið. Hvað Bjarna Benediktsson varðar ætla ég ekki að verja hann, en hann útskýrði að minnsta kosti sitt mál og svaraði fyrir sig. Þegar spurt er hvort honum sé stætt sem forsætisráðherra, þá skiptir máli að 30 prósent þjóðarinnar kvittaði upp á endurkjör hans með meirihluta þingmanna á Alþingi og í kjölfarið var honum gefinn kostur á að mynda ríkisstjórn. Við reyndum að finna aðra lausn en það gekk ekki. Á endanum voru það sjálfstæðismenn sem voru reiðbúnir að setjast að borðinu og semja um málefni. Eitt af þeim málefnum sem við náðum að semja um var að „markvisst verður unnið gegn skattundanskotum, þar með talið í skattaskjólum“.

2. Nei, en að því sögðu: Ef ég man rétt þá var það hann sjálfur sem kallaði á að skýrslan væri unnin. Þar sem þú biður ekki um frekari skýringar þá skal ég láta þetta duga. 

3. Hér þarf ég að varpa spurningunni aftur á þig. Eins og þú settir þetta upp hér get ég svarað þér einfaldlega út frá minni siðferðiskennd en staðreyndin er hins vegar sú að hér eru staðhæfingar sem eru ekki alveg staðfestar. Við höfum heyrt hans svar um „tímalínuna“ og fyrir minn part vil ég fá staðfestingu á því að það hafi verið gert viljandi áður en ég legg minn dóm á málið. 

„... fjölmiðlar bera einnig mikla ábyrgð á að passa upp á hvaða fréttir eru birtar og að sannleiksgildi þeirra sé staðfest.“

4. Mér finnst aldrei í lagi að fólk segi ósatt. Við eigum öll að segja satt í okkar vinnu, sérstaklegar þegar við gætum að almannahagsmunum. Sorrý, en ég verð að taka fram hér að fjölmiðlar bera einnig mikla ábyrgð á að passa upp á hvaða fréttir eru birtar og að sannleiksgildi þeirra sé staðfest. Bara í þær fáeinu vikur sem ég hef tekið þátt í stjórnarmyndunarviðræðum hef ég lesið ótrúlegustu hluti í blöðum og netmiðlum sem eru alls ekki staðfestir og oft ekki réttir. 

5. Nú er stjórnasáttmáli opinber, svo um þetta þarf ég ekki að segja meira. Við höfum lagt ólýsanlega mikla vinnu í málamiðlanir til þess að koma miklu af okkur áherslum og málefnum inn í stefnu ríkisstjórnarinnar. Ég viðurkenni að ég var miður mín að slíkt mál skyldi koma upp þegar örfá skref voru eftir í viðræðunum. Þegar við fórum af stað í þetta ferðalag tók ég þá ákvörðun að mikilvægast af öllu væri að við í Bjartri framtíð hefðum áhrif. Það er mitt mat að ríkisstjórn með Bjartri framtíð innanborðs sé betri en ríkisstjórn án okkar. Ég er mjög stolt af að sjá málefni sem ég hef barist fyrir í mörg ár sem leikskólastjóri og innflytjandi koma skýrt fram í stefnaskránni.

„Við leggjum áherslu á að fá fleiri til borðsins á grundvelli málamiðlana, gagnsæis, opinnar stjórnsýslu og bættra vinnubragða.“

6. Stutt svar: Við verðum að auka traust almennings á íslenskum stjórnmálum, punktur.  Það er ekki eingöngu á ábyrgð forystumanns ríkisstjórnarinnar heldur líka á ábyrgð Alþingis í heild. Við þurfum að eiga samvinnu við stjórnarandstöðuna. Þar sem við höfum átt í samtali við alla flokka vitum við vel hvar þeirra áherslur liggja í ýmsum málefnum og satt best að segja eigum við margt sameiginlegt. Við verðum öll að setja hag samfélagsins á oddinn – ekki hag flokksins og alls ekki sérhagsmuni – og vinna saman að því að breyta samfélaginu til hins betra. Við leggjum áherslu á að fá fleiri til borðsins á grundvelli málamiðlana, gagnsæis, opinnar stjórnsýslu og bættra vinnubragða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár