Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður VG, hefur lagt fram frumvarp um lögbindingu lágmarkslauna í 240 þúsund krónum á mánuði.
„Ég hef ekki mikla trú á að við náum þessi inn í þingið í vor. Ég vildi það gjarnan en það er svo mikið af málum á síðustu metrunum," segir Lilja Rafney. Meðflutningsmenn hennar eru Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, og Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata. Samkvæmt þessu er lítill áhugi á því á Alþingi að tryggja lágmarkslaun.
Samkvæmt frumvarpinu yrði lágmarkslaun í landinu um 240 þúsund krónur. Þar er reiknað út frá neysluviðmiðum og hækkar talan í samræmi við vísitölubreytingar.
Starfsgreinasambandið hefur lagt fram kröfu um að taxtar verði að lágmarki 300 þúsund krónur. Lágmarkstaxtar hjá Starfsgreinasambandinu eru nú 208 þúsund krónur.
Athugasemdir