Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Þetta mál er í skásta falli fullkomið klúður frá upphafi til enda“

Leka­mál­ið til um­fjöll­un­ar á Al­þingi. Helgi Hrafn Gunn­ars­son seg­ist ótt­ast að mál­ið verði laus endi það sem eft­ir er af stjórn­mála­sög­unni.

„Þetta mál er í skásta falli fullkomið klúður frá upphafi til enda“

„Málinu er ekki lokið. Ég óttast að því ljúki aldrei. Ég óttast að þetta mál verði laus endi það sem eftir er af stjórnmálasögunni,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, þegar meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneytinu, lekamálið, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Umræðan kemur í kjölfar skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem kom út í síðustu viku. 

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, tók fyrst til máls. Hún sagði Alþingi Íslendinga sett í afar sérkennilega stöðu. „Hér mæli ég fyrir meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem sett er fram við minnihlutaálit nefndarinnar sem eru viðbrögð minnihlutans í nefndinni við áliti umboðsmanns Alþingis um málefni fyrrverandi innanríkisráðherra. Virðulegi forseti, ég finn þessari málsmeðferð hvergi stað í þingskaparlögum og er einsdæmi í sögu þingsins,“ sagði hún og lagði til að sett yrði á fót lagaskrifstofa við þingið sem hefði meðal annars það hlutverk að skera úr um hvaða mál séu þingtæk og hver ekki.

Líkt og Stundin hefur fjallað um sögðu þingmenn stjórnarmeirihlutans sig frá málinu undir lok málsins og sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis að málinu hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis og afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra. Vigdís áréttaði þessa afstöðu meirihlutans. „Virðulegi forseti, ég ítreka meirihluta meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar – málinu er lokið.“ 

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, fór næstur yfir skýrslu minnihluta nefndarinnar og niðurstöðu hennar, en minnihlutinn gerir alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf ráðherra sem hafi verið til þess fallin að draga umfjöllun um málið óþarflega á langinn. 

Spurði út í kostnað vegna málsins

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skoraði á Hönnu Birnu til þess að útskýra hvað hún hafi átt við með þegar hún talaði um ljótan pólitískan leik. Þá sagði hún umhugsunarvert að það þurfti sakamálarannsókn til þess að leiða fram sannleikann í þessu máli. 

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði um hlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hann sagði engar forsendur fyrir nefndina að gera meira með málið enda lægju niðurstöður fyrir að lokinni sakamálarannsókn og áliti umboðsmanns. „Ég lít svo á að nefnd eigi ekki að setja sig í dómarahlutverk og ákveða hver segi satt eða ósatt, eða meta hvort einhver hafi ekki uppfyllt sannleiksskyldu sína gagnvart Alþingi,“ sagði hann meðal annars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár