Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Þetta mál er í skásta falli fullkomið klúður frá upphafi til enda“

Leka­mál­ið til um­fjöll­un­ar á Al­þingi. Helgi Hrafn Gunn­ars­son seg­ist ótt­ast að mál­ið verði laus endi það sem eft­ir er af stjórn­mála­sög­unni.

„Þetta mál er í skásta falli fullkomið klúður frá upphafi til enda“

„Málinu er ekki lokið. Ég óttast að því ljúki aldrei. Ég óttast að þetta mál verði laus endi það sem eftir er af stjórnmálasögunni,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, þegar meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneytinu, lekamálið, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Umræðan kemur í kjölfar skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem kom út í síðustu viku. 

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, tók fyrst til máls. Hún sagði Alþingi Íslendinga sett í afar sérkennilega stöðu. „Hér mæli ég fyrir meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem sett er fram við minnihlutaálit nefndarinnar sem eru viðbrögð minnihlutans í nefndinni við áliti umboðsmanns Alþingis um málefni fyrrverandi innanríkisráðherra. Virðulegi forseti, ég finn þessari málsmeðferð hvergi stað í þingskaparlögum og er einsdæmi í sögu þingsins,“ sagði hún og lagði til að sett yrði á fót lagaskrifstofa við þingið sem hefði meðal annars það hlutverk að skera úr um hvaða mál séu þingtæk og hver ekki.

Líkt og Stundin hefur fjallað um sögðu þingmenn stjórnarmeirihlutans sig frá málinu undir lok málsins og sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis að málinu hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis og afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra. Vigdís áréttaði þessa afstöðu meirihlutans. „Virðulegi forseti, ég ítreka meirihluta meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar – málinu er lokið.“ 

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, fór næstur yfir skýrslu minnihluta nefndarinnar og niðurstöðu hennar, en minnihlutinn gerir alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf ráðherra sem hafi verið til þess fallin að draga umfjöllun um málið óþarflega á langinn. 

Spurði út í kostnað vegna málsins

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skoraði á Hönnu Birnu til þess að útskýra hvað hún hafi átt við með þegar hún talaði um ljótan pólitískan leik. Þá sagði hún umhugsunarvert að það þurfti sakamálarannsókn til þess að leiða fram sannleikann í þessu máli. 

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði um hlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hann sagði engar forsendur fyrir nefndina að gera meira með málið enda lægju niðurstöður fyrir að lokinni sakamálarannsókn og áliti umboðsmanns. „Ég lít svo á að nefnd eigi ekki að setja sig í dómarahlutverk og ákveða hver segi satt eða ósatt, eða meta hvort einhver hafi ekki uppfyllt sannleiksskyldu sína gagnvart Alþingi,“ sagði hann meðal annars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár