Regina Osaramaese, ólétt kona sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli og vill senda til Nígeríu, mun þurfa á keisaraskurði að halda þegar barn hennar fæðist. Þetta staðfestir læknir með vottorði sem Stundin hefur undir höndum.
Eins og greint var frá þann 12. júlí síðastliðinn verður ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar Útlendingamála, um að Reginu og tveimur sonum hennar sé synjað um hæli, skotið til dómstóla. Þá hefur Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Reginu, óskað eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun Reginu og barna hennar verði frestað meðan á meðgöngu stendur og höfðað er mál til ógildingar á ákvörðun stjórnvalda.
Athugasemdir