Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður var sýknaður í LÖKE-málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í dag samþykkti hann að koma aftur til starfa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Gunnar er frá og með deginum í dag starfandi lögreglumaður í almennri deild LRH,“ segir lögmaður hans í samtali við Stundina.
Í sýknudóminum yfir Gunnari, sem Stundin hefur undir höndum, er því lýst hvernig Gunnar varð fyrir líkamsárás á vakt, en piltur sem hann hafði afskipti af skallaði hann og hrækti í andlitið á honum. „Síðar þennan dag hafi ákærði verið í forgangsakstri á lögreglubifreið á leið í útkall er ekið var inn í hlið lögreglubifreiðarinnar.
Athugasemdir