Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Saklaus maður sætti ákæru á fölskum forsendum“

Lög­mað­ur Gunn­ars Scheving gagn­rýn­ir lög­regl­una á Suð­ur­nesj­um og svör rík­is­sak­sókn­ara – Sex mán­aða rann­sókn án skrán­ing­ar í mála­skrá og skrif­legs um­boðs

„Saklaus maður sætti ákæru á fölskum forsendum“

„Ég harma það að ríkissaksóknari virðist hafa byggt svör sín til RÚV á sjálfsréttlætingum Öldu Hrannar en ekki gögnum málsins,” segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður Gunnars Scheving Thorsteinssonar sakbornings í LÖKE-málinu, í samtali við Stundina.

Garðar hefur gagnrýnt Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarlögreglustjóra harðlega fyrir að hafa, sem staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjum, rannsakað meint brot lögreglumannsins án þess að skriflegt umboð frá ríkissaksóknara lægi fyrir.

Ríkissaksóknari svaraði fyrirspurn RÚV um þetta í gær á þá leið að umboð til rannsóknarinnar hefði verið veitt í nóvember árið 2013 án þess þó að skrifleg gögn um þetta sé að finna hjá embættinu. 

„Auðvitað er ekkert eðlilegt eða löglegt við að fram fari sex mánaða rannsókn á meintum alvarlegum brotum lögreglumanns án þess að opnað sé mál í málaskrá, hann hafi stöðu sakbornings eða gerðar séu lögregluskýrslur um rannsóknaraðgerðir," segir Garðar. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

LÖKE-málið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár