Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Faldi mig eins og mús undir steini”

Mann­orð­ið eyðilagt vegna rangra upp­lýs­inga lög­reglu í LÖKE-mál­inu. Al­var­leg­ustu ásak­an­irn­ar gegn Gunn­ari Scheving byggðu á sandi.

„Faldi mig eins og mús undir steini”

Ég var ekki bara sakaður um eitthvað ljótt, heldur var ég sakaður um hluti sem eru fullkomlega á skjön við mína persónu, mín lífsviðhorf og gildi. Ég var sakaður um að vera algjör andhverfa sjálfs míns og það var sárast af öllu.“ Þannig lýsir Gunnar Scheving Thorsteinsson, lögreglumaður og sakborningur í LÖKE-málinu, lífsreynslu sinni í viðtali við Stundina.

Tilvera Gunnars tók stakkaskiptum á einu augabragði aðfaranótt 14. apríl árið 2014. Hann var staddur í sumarbústað með félögum sínum úr lögreglunni þegar starfsmenn lögregluembættisins á Suðurnesjum þrömmuðu inn, tóku hann fastan og vistuðu í fangaklefa í Grindavík. „Ég trúði varla að þetta væri að gerast. Ég hélt mig væri að dreyma,“ segir Gunnar. 

Í hönd fór atburðarás sem hann lýsir sem súrrealískri. Gunnar var leystur frá störfum, borinn þungum sökum í fjölmiðlum og loks ákærður fyrir meinta misnotkun persónuupplýsinga úr LÖKE, málakerfi lögreglu. Nú er hins vegar orðið ljóst að Gunnar var hafður fyrir rangri sök og að alvarlegustu ásakanirnar gegn honum byggðu á sandi.

Rangar upplýsingar frá Suðurnesjum

Þann 6. mars tilkynnti ríkissaksóknari að fallið yrði frá þeim ákærulið sem mesta athygli hafði vakið í fjölmiðlum og varðaði meintar óeðlilegar uppflettingar á konum í málaskrá lögreglunnar. Fyrir liggur að Gunnar fletti ekki upp nema 15 af þeim 45 konum sem hann var sakaður um að hafa skoðað í LÖKE-kerfinu. Ekki hefur verið sýnt fram á annað en að þær flettingar sem eftir standa hafi tengst störfum Gunnars innan lögreglunnar, en hann á tíu ára feril að baki og hefur unnið að þúsundum mála.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

LÖKE-málið

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár