Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Faldi mig eins og mús undir steini”

Mann­orð­ið eyðilagt vegna rangra upp­lýs­inga lög­reglu í LÖKE-mál­inu. Al­var­leg­ustu ásak­an­irn­ar gegn Gunn­ari Scheving byggðu á sandi.

„Faldi mig eins og mús undir steini”

Ég var ekki bara sakaður um eitthvað ljótt, heldur var ég sakaður um hluti sem eru fullkomlega á skjön við mína persónu, mín lífsviðhorf og gildi. Ég var sakaður um að vera algjör andhverfa sjálfs míns og það var sárast af öllu.“ Þannig lýsir Gunnar Scheving Thorsteinsson, lögreglumaður og sakborningur í LÖKE-málinu, lífsreynslu sinni í viðtali við Stundina.

Tilvera Gunnars tók stakkaskiptum á einu augabragði aðfaranótt 14. apríl árið 2014. Hann var staddur í sumarbústað með félögum sínum úr lögreglunni þegar starfsmenn lögregluembættisins á Suðurnesjum þrömmuðu inn, tóku hann fastan og vistuðu í fangaklefa í Grindavík. „Ég trúði varla að þetta væri að gerast. Ég hélt mig væri að dreyma,“ segir Gunnar. 

Í hönd fór atburðarás sem hann lýsir sem súrrealískri. Gunnar var leystur frá störfum, borinn þungum sökum í fjölmiðlum og loks ákærður fyrir meinta misnotkun persónuupplýsinga úr LÖKE, málakerfi lögreglu. Nú er hins vegar orðið ljóst að Gunnar var hafður fyrir rangri sök og að alvarlegustu ásakanirnar gegn honum byggðu á sandi.

Rangar upplýsingar frá Suðurnesjum

Þann 6. mars tilkynnti ríkissaksóknari að fallið yrði frá þeim ákærulið sem mesta athygli hafði vakið í fjölmiðlum og varðaði meintar óeðlilegar uppflettingar á konum í málaskrá lögreglunnar. Fyrir liggur að Gunnar fletti ekki upp nema 15 af þeim 45 konum sem hann var sakaður um að hafa skoðað í LÖKE-kerfinu. Ekki hefur verið sýnt fram á annað en að þær flettingar sem eftir standa hafi tengst störfum Gunnars innan lögreglunnar, en hann á tíu ára feril að baki og hefur unnið að þúsundum mála.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

LÖKE-málið

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár