Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mátti ekki leysa Gunnar Scheving Thorsteinsson lögregluþjón frá störfum vegna LÖKE-málsins. Þetta er álit nefndar sem skipuð er á grundvelli 27. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og rannsakar mál embættismanna sem vikið er frá störfum um stundarsakir. Eftir því sem Stundin kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem nefndin úrskurðar með þessum hætti um málefni lögreglumanns.
Stundin hefur álitsgerðina undir höndum. Þar kemur fram að sú háttsemi sem Gunnar Scheving var grunaður um hafi ekki verið fullnægjandi grundvöllur fyrir frávikningu. Kristín Benediktsdóttir, formaður nefndarinnar, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa undir álitið, en einn nefndarmaður, Helgi Valberg Jensson, var á öndverðum meiði við þær og skilaði séráliti.
Athugasemdir