Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Svona gerðist slysið í læknum í Hafnarfirði: Yngri drengurinn vaknaður

Lög­regla og fjöl­skylda barn­anna þakka þeim sem komu til að­stoð­ar þarna á vett­vangi fyr­ir ótrú­lega yf­ir­veg­un og þrek­virki, sem hinir sömu sýndu af sér við af­ar erf­ið­ar að­stæð­ur.

Svona gerðist slysið í læknum í Hafnarfirði: Yngri drengurinn vaknaður

Drengurinn sem haldið var sofandi á Landspítalanum eftir slys í læknum í Hafnarfirði er nú vaknaður, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Drengurinn er níu ára gamall. 

Slysið varð þann 14. apríl. Eldri bróðir drengsins fór út í lækinn á eftir honum og reyndi að koma litla bróður sínum til bjargar. Hann lenti þá í sjálfheldu líkt og bróðir sinn. Endurlífga þurfti báða drengina, en sá eldri komst til meðvitundar á vettvangi. 

Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er yngri bróðurinn á hægum batavegi. Hann verður áfram á gjörgæsludeild við Hringbraut þar sem hann mun fá viðeigandi stuðning og meðferð. Fjölskyldan dvelur þar hjá honum.

Við erum öll þakklátari en orð fá lýst.“

Vildu ná boltanum 

Lögreglan hefur lokið rannsókn á slysinu og sent frá sér atvikalýsingu. Hún er svohljóðandi: 

Skömmu fyrir slysið voru þarna á ferð þrjú systkini, tveir bræður og systir þeirra, þegar þau veittu athygli bolta, sem hafði verið í rennu fyrir affalli Reykdalsstíflu í nokkra daga. Stúlkan, sem er 11 ára, og drengirnir, sem eru 9 og 12 ára,  fóru að reyna ná boltanum úr rennunni. Mjög mikill vatnsstraumur var í stíflunni vegna aukins vatnsmagns í læknum. Eftir árangurslausar tilraunir tók yngri drengurinn þá afdrifaríku ákvörðun að fara út í rennuna, en ljóst var að börnin gerðu sér enga grein fyrir hættunni sem þarna leyndist, ekki frekar en þeir björgunaraðilar sem komu síðar á vettvang.

Reykdalsstífla
Reykdalsstífla

Hringsnerist í hyl 

Þegar sá yngri féll í rennuna tók hann að sökkva og hringsnerist í hyl, sem er neðst í rennunni, en árfarvegurinn í rennunni myndaði hringiðju þarna í hylnum, ásamt því sem gróður gerði það að verkum að fótfesta var lítil sem engin. Í því fer eldri bróðirinn að reyna að aðstoða þann yngri, en við það fellur hann einnig í hylinn og því kominn í sömu sjálfheldu, líkt og yngri bróðirinn. Á þeim tímapunkti hringir systirin í móður þeirra, sem í framhaldinu kemur umsvifalaust á staðinn og hringir strax í 112 og kallar eftir aðstoð.

Móðirin reyndi að bjarga drengjunum 

Áður en björgunarlið kom á vettvang, um fjórum mínútum eftir tilkynninguna, reyndi móðirin, ásamt 16 ára stúlku sem kom þarna að, að ná drengjunum upp. Fljótlega náðu þær saman taki á eldri drengnum án þess þó að hafa náð að draga hann upp úr hylnum vegna straumsins sem þarna var.

Systir drengjanna, sem var í samskiptum við 112 á meðan þessu stóð, stöðvaði ökumann, karlmann um þrítugt, sem átti leið hjá og kom hann móðurinni og stúlkunni til aðstoðar með eldri drenginn, sem tókst að ná upp úr hylnum. Við björgunina á þeim yngri féll karlmaðurinn hins vegar einnig út í hylinn og við það var hann sömuleiðis kominn í sjálfheldu.

Áður en björgunarlið kom á vettvang, um fjórum mínútum eftir tilkynninguna, reyndi móðirin, ásamt 16 ára stúlku sem kom þarna að, að ná drengjunum upp.

Lögreglan lenti líka í sjálfheldu 

Á þessum tímapunkti kom björgunarlið á staðinn og fóru lögreglumenn strax í að koma þeim til aðstoðar og fljótlega náðist karlmaðurinn einnig upp úr hylnum. Báðir voru þeir mjög kaldir og illa áttaðir en öndun eldri drengsins kom fljótt eftir að hafa fengið aðstoð. Lögreglumaður, sem var þarna til aðstoðar, freistaðist til að sækja yngri drenginn, sem var enn í hylnum. Við það að fara í hylinn lenti hann í sömu aðstöðu og karlmaðurinn og eldri drengurinn. Eftir einhvern tíma og tilraunir náðist í fótlegg lögreglumannsins og þannig að draga hann upp úr hylnum, en þá hafði lögreglumaðurinn náð taki á yngri drengnum og þeir báðir dregnir úr hylnum. Í framhaldinu voru hafnar endurlífgunartilraunir á yngri drengum.

Bræðurnir og karlmaðurinn voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar, en aðstoð var jafnframt veitt þeim sem komu að björguninni á vettvangi.

Ástand yngri bróðursins er stöðugt, en einhver meiðsli (mar, tognun) hlutust af bæði hjá eldri bróðurnum og þeim sem komu að björguninni.

Stíflan var tæmd  

Bæjaryfirvöld Hafnarfjarðarbæjar hafa tekið málið til skoðunar með tilliti til þess að koma í veg fyrir að atvik sem þetta endurtaki sig þarna í og við Reykdalsstífluna, en stíflan hefur verið tæmd þar til að  ráðstafanir verða gerðar.

Lögreglan og fjölskylda barnanna vilja þakka þeim sem komu til aðstoðar þarna á vettvangi fyrir ótrúlega yfirvegun og þrekvirki, sem hinir sömu sýndu af sér við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill lögreglan senda fjölskyldu barnanna, og ekki síst yngri drengnum, baráttu- og batakveðjur.

Þakklátari en orð fá lýst 

Í samtali við dv.is segir ónafngreindur aðstandandi drengjanna að fjölskyldan sé afar þakklát öllum þeim sem unnu að björguninni. Læknarnir á spítalnum séu „snillingar“. 

Haft er eftir viðkomandi að fjölskyldan hafi óttast um afdrif drengjanna. „Við héldum að þeir hefðu báðir drukknað. Við vorum byrjuð að syrgja strax. Það var mikill léttir að endurlífgunin skyldi strax bera árángur hjá eldri drengnum en óvissan um yngri drenginn hefur staðið þangað til í dag. Við erum öll þakklátari en orð fá lýst. Bróðir hans spurði hann áðan til nafns og við gátum ekki betur séð en að hann reyndi að segja nafnið sitt.“

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Slys við Reykdalsstíflu

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár