Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tveir drengir þungt haldnir eftir slys: Vitni tjáir sig um málið

Ung­um dreng er hald­ið sof­andi á spít­al­an­um en óvíst er með ástand hans. Framund­an er erf­ið bið. Hinn dreng­ur­inn er vak­andi og geng­ur vel eft­ir at­vik­um. Mað­ur­inn sem kom að björg­un þeirra fékk lækn­is­að­stoð í dag og mun fá áfalla­hjálp líkt og lög­regla og starfs­fólk spít­al­ans.

Tveir drengir þungt haldnir eftir slys: Vitni tjáir sig um málið
Reykdalsstífla Mynd: Aðsend

Tveir drengir á tólfta ári voru fluttir upp á Landspítala í dag eftir að þeir höfðu farið í lækinn sem liggur á milli Ljósatraðar og Lækjakinnar í Hafnarfirði, við Reykdalsstífluna. Vísir sagði fyrstu frétt af málinu, en þar kom fram að óttast væri um líf drengjanna. Ástand þeirra er alvarlegt, en þeir eru komnir undir læknishendur.

Reykdalsstífla
Reykdalsstífla Hér má sjá loftmynd af svæðinu.

Fyrstu fréttir hermdu að þriðji drengurinn hafi komið þeim til bjargar og hafi honum verið kalt en ekki meint af. Í tilkynningu frá lögreglu segir hins vegar að um karl á þrítugsaldri hafi verið að ræða. Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyssins. Að minnsta kosti sjö sjúkrabílar voru sendir á vettvang. „Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Björgunaraðgerðir gengu því erfiðlega, en lífgunartilraunir með annan drenginn báru fljótt árangur en verr gekk með hinn og ekki er hægt að fullyrða frekar um afdrif hans,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. 

Stíflan algjörlega óvarin

Rannsóknarteymi lögreglunnar var á staðnum fram eftir degi. Það var Margeir Sveinsson stöðvarstjóri í Hafnarfirði einnig. „Það var tilkynnt að þessir drengir hefðu farið í lækinn og að þriðji aðili hefði farið til hjálpar. Síðan komu lögreglumenn þeim til aðstoðar og björguðu þeim,“ segir Margeir.

Skólastjóri Lækjarskóla, Haraldur Haraldsson var einnig á vettvangi, en samkvæmt Margeiri er hins vegar ekki um nemendur skólans að ræða. Verið var að vinna í því að ná í foreldra drengjanna þegar Stundin náði tali af Margeiri. 

Reykdalsstífla
Reykdalsstífla Slysið varð á þessu svæði. Rannsóknarlögreglan er nú á störfum á vettvangi.

Öllu formlegu skólastarfi lauk um tvö leitið í Öldutúns- og Lækjaskóla. Göngustígur liggur með stíflunni og ekkert sem ver hana. Hægt er að ganga fram á ystu brún, en samkvæmt íbúum við götuna er dýptin mikil þar sem hún er mest.  

Erfiðlega gekk að ná öðrum drengnum upp úr vatninu

Karlmaður sem býr rétt við vettvangs slyssins varð vitni að björguninni. Hann sagði að báðir drengirnir hafi verið þungt haldnir þegar þeir voru dregnir upp úr læknum. 

Samkvæmt honum er foss í stíflunni við hliðina á laxastiganum. Fossinn er vatnsmikill núna. 

„Í hylnum þar fyrir neðan var bolti. Ég ímynda mér að þeir hafi verið að sækja hann. Hvirfill myndast þarna fyrir neðan og hann er svo öflugur að ég held að fullorðinn maður ætti ekki í vandræðum með að festast í honum, segir maðurinn. 

Samkvæmt Vísi var annar drengurinn fluttur meðvitundarlaus á spítala. Hinn drengurinn komst til meðvitundar á staðnum, eftir lífgunartilraunir. Maðurinn sem Stundin ræddi við kom að þegar búið var að ná öðrum drengnum upp, en sá var aðframkominn eftir slysið. 

„Sá elsti var alveg búinn á því en var ennþá að reyna að bjarga hinum drengnum. Með miklum erfiðismunum þá tókst okkur, og lögreglunni, að draga hann upp. Hann var á bólakafi þá í hylnum. Ég veit ekki hvort hann var fastur eða hvað en þeir voru í vandræðum að ná honum upp. Hann var líklega búinn að vera lengi undir. Vonandi hefur hann það af,“ segir maðurinn. 

Ekki búsettir í Hafnarfirði

Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, fékk þær upplýsingar frá lögreglu að drengirnir væru ekki búsettir í Hafnarfirði. Hann muni því ekki sinna sálgæslu fyrir aðstandendur drengjanna. DV greindi frá þessu.

Í samtali við Stundina segist Jón Helgi ekki vita hvaðan drengirnir koma. Hann segir eðlilegt að börnum á svæðinu sé brugðið þegar svona atvik verði og verið sé að skoða hvernig brugðist verði við í samstarfi við skólayfirvöld í Hafnarfirði. 

Tilkynning frá lögreglu 16:45: Óvíst með afdrif drengsins

Um klukkan hálfþrjú í dag barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um tvo drengi sem sagðir voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði. Þegar að var komið reyndust drengirnir vera fastir í fossi, sem kemur af stíflunni, en á vettvangi var enn fremur karl á þrítugsaldri, sem reyndi að koma þeim til aðstoðar.

Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Björgunaraðgerðir gengu því erfiðlega, en lífgunartilraunir með annan drenginn báru fljótt árangur en verr gekk með hinn og ekki er hægt að fullyrða frekar um afdrif hans.

Drengirnir, sem eru á grunnskólaaldri, voru fluttir á slysadeild.

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar komu á vettvang og munu þeir, ásamt lögreglu, fara yfir aðstæður á og við slysstaðinn til að tryggja að slys sem þetta geti ekki endurtekið sig.  Vettvangsvinnu lögreglu er ekki lokið.

Drengnum haldið sofandi 

„Annar drengurinn vakandi og gengur vel eftir atvikum. Hinum er haldið sofandi í öndunarvél en spítalinn getur ekki gefið frekari upplýsingar um ástand hans þar sem það liggur ekki fyrir,“ segir í upplýsingum frá Landsspítalanum.

Báðir drengirnir voru endurlífgaðir en ljóst er að læknar munu þurfa tíma til að meta ástandið. Staðan er óljós sem stendur og framundan er erfið bið fyrir aðstandendur. Ættingjar eru hjá drengjunum.

Þá hefur karlmaðurinn sem kom að björgun drengjanna fengið aðstoð á Landspítalanum í dag og mun hann fá áfallahjálp, líkt allir sem komu að björguninni, lögreglan og starfsfólk spítalans.

Eru það vinnureglur hjá Landspítalanum að ef um andlát er að ræða eða endurlífgun hjá barni þá er alltaf farið yfir stöðuna og veitt áfallahjálp eftir atvikum. 

Uppfært miðvikudaginn 15. apríl. 

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í gær var talið um tvo drengi á tólfta aldursári væri að ræða. Hið rétta er að um tvo bræður var að ræða, annar er fæddur 2002 og hinn 2005. Yngri drengnum er haldið sofandi á Landspítalnum, en sá eldri vaknaði í gær. 

Drengirnir eru búsettir á Tálknafirði, en ellefu ára gömul systir þeirra var með þeim á vettvangi.

Samkvæmt DV.is varð slysið með þeim hætti að börnin misstu bolta í lækinn. Annar drengurinn fór á eftir boltanum og festist í læknum. Bróðir hans reyndi að aðstoða hann og festist líka í læknum. Systir þeirra gerði vart um slysið og leitaði hjálpar. Vegfarandi sem kom að náði öðrum drengnum upp úr læknum áður en lögregla kom á vettvang. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Slys við Reykdalsstíflu

Mest lesið

Grátrana sást á Vestfjörðum
1
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
5
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Borgin sökuð um ráðríki og samráðsleysi gagnvart íbúum í Laugardal
8
Fréttir

Borg­in sök­uð um ráð­ríki og sam­ráðs­leysi gagn­vart íbú­um í Laug­ar­dal

Ákvörð­un Reykja­vík­ur­borg­ar um að falla frá áform­um um við­hald og upp­bygg­ingu á við­bygg­ing­um við grunn­skóla í Laug­ar­daln­um hef­ur vak­ið hörð við­brögð með­al margra sem koma að mál­inu sem saka borg­ar­yf­ir­völd um svik og sýnd­ar­mennsku. Nú til að reisa nýj­an skóla sem mun þjón­usta nem­end­ur á ung­linga­stigi frá skól­un­um þrem­ur.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
9
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár