Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tveir drengir þungt haldnir eftir slys: Vitni tjáir sig um málið

Ung­um dreng er hald­ið sof­andi á spít­al­an­um en óvíst er með ástand hans. Framund­an er erf­ið bið. Hinn dreng­ur­inn er vak­andi og geng­ur vel eft­ir at­vik­um. Mað­ur­inn sem kom að björg­un þeirra fékk lækn­is­að­stoð í dag og mun fá áfalla­hjálp líkt og lög­regla og starfs­fólk spít­al­ans.

Tveir drengir þungt haldnir eftir slys: Vitni tjáir sig um málið
Reykdalsstífla Mynd: Aðsend

Tveir drengir á tólfta ári voru fluttir upp á Landspítala í dag eftir að þeir höfðu farið í lækinn sem liggur á milli Ljósatraðar og Lækjakinnar í Hafnarfirði, við Reykdalsstífluna. Vísir sagði fyrstu frétt af málinu, en þar kom fram að óttast væri um líf drengjanna. Ástand þeirra er alvarlegt, en þeir eru komnir undir læknishendur.

Reykdalsstífla
Reykdalsstífla Hér má sjá loftmynd af svæðinu.

Fyrstu fréttir hermdu að þriðji drengurinn hafi komið þeim til bjargar og hafi honum verið kalt en ekki meint af. Í tilkynningu frá lögreglu segir hins vegar að um karl á þrítugsaldri hafi verið að ræða. Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyssins. Að minnsta kosti sjö sjúkrabílar voru sendir á vettvang. „Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Björgunaraðgerðir gengu því erfiðlega, en lífgunartilraunir með annan drenginn báru fljótt árangur en verr gekk með hinn og ekki er hægt að fullyrða frekar um afdrif hans,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. 

Stíflan algjörlega óvarin

Rannsóknarteymi lögreglunnar var á staðnum fram eftir degi. Það var Margeir Sveinsson stöðvarstjóri í Hafnarfirði einnig. „Það var tilkynnt að þessir drengir hefðu farið í lækinn og að þriðji aðili hefði farið til hjálpar. Síðan komu lögreglumenn þeim til aðstoðar og björguðu þeim,“ segir Margeir.

Skólastjóri Lækjarskóla, Haraldur Haraldsson var einnig á vettvangi, en samkvæmt Margeiri er hins vegar ekki um nemendur skólans að ræða. Verið var að vinna í því að ná í foreldra drengjanna þegar Stundin náði tali af Margeiri. 

Reykdalsstífla
Reykdalsstífla Slysið varð á þessu svæði. Rannsóknarlögreglan er nú á störfum á vettvangi.

Öllu formlegu skólastarfi lauk um tvö leitið í Öldutúns- og Lækjaskóla. Göngustígur liggur með stíflunni og ekkert sem ver hana. Hægt er að ganga fram á ystu brún, en samkvæmt íbúum við götuna er dýptin mikil þar sem hún er mest.  

Erfiðlega gekk að ná öðrum drengnum upp úr vatninu

Karlmaður sem býr rétt við vettvangs slyssins varð vitni að björguninni. Hann sagði að báðir drengirnir hafi verið þungt haldnir þegar þeir voru dregnir upp úr læknum. 

Samkvæmt honum er foss í stíflunni við hliðina á laxastiganum. Fossinn er vatnsmikill núna. 

„Í hylnum þar fyrir neðan var bolti. Ég ímynda mér að þeir hafi verið að sækja hann. Hvirfill myndast þarna fyrir neðan og hann er svo öflugur að ég held að fullorðinn maður ætti ekki í vandræðum með að festast í honum, segir maðurinn. 

Samkvæmt Vísi var annar drengurinn fluttur meðvitundarlaus á spítala. Hinn drengurinn komst til meðvitundar á staðnum, eftir lífgunartilraunir. Maðurinn sem Stundin ræddi við kom að þegar búið var að ná öðrum drengnum upp, en sá var aðframkominn eftir slysið. 

„Sá elsti var alveg búinn á því en var ennþá að reyna að bjarga hinum drengnum. Með miklum erfiðismunum þá tókst okkur, og lögreglunni, að draga hann upp. Hann var á bólakafi þá í hylnum. Ég veit ekki hvort hann var fastur eða hvað en þeir voru í vandræðum að ná honum upp. Hann var líklega búinn að vera lengi undir. Vonandi hefur hann það af,“ segir maðurinn. 

Ekki búsettir í Hafnarfirði

Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, fékk þær upplýsingar frá lögreglu að drengirnir væru ekki búsettir í Hafnarfirði. Hann muni því ekki sinna sálgæslu fyrir aðstandendur drengjanna. DV greindi frá þessu.

Í samtali við Stundina segist Jón Helgi ekki vita hvaðan drengirnir koma. Hann segir eðlilegt að börnum á svæðinu sé brugðið þegar svona atvik verði og verið sé að skoða hvernig brugðist verði við í samstarfi við skólayfirvöld í Hafnarfirði. 

Tilkynning frá lögreglu 16:45: Óvíst með afdrif drengsins

Um klukkan hálfþrjú í dag barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um tvo drengi sem sagðir voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði. Þegar að var komið reyndust drengirnir vera fastir í fossi, sem kemur af stíflunni, en á vettvangi var enn fremur karl á þrítugsaldri, sem reyndi að koma þeim til aðstoðar.

Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Björgunaraðgerðir gengu því erfiðlega, en lífgunartilraunir með annan drenginn báru fljótt árangur en verr gekk með hinn og ekki er hægt að fullyrða frekar um afdrif hans.

Drengirnir, sem eru á grunnskólaaldri, voru fluttir á slysadeild.

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar komu á vettvang og munu þeir, ásamt lögreglu, fara yfir aðstæður á og við slysstaðinn til að tryggja að slys sem þetta geti ekki endurtekið sig.  Vettvangsvinnu lögreglu er ekki lokið.

Drengnum haldið sofandi 

„Annar drengurinn vakandi og gengur vel eftir atvikum. Hinum er haldið sofandi í öndunarvél en spítalinn getur ekki gefið frekari upplýsingar um ástand hans þar sem það liggur ekki fyrir,“ segir í upplýsingum frá Landsspítalanum.

Báðir drengirnir voru endurlífgaðir en ljóst er að læknar munu þurfa tíma til að meta ástandið. Staðan er óljós sem stendur og framundan er erfið bið fyrir aðstandendur. Ættingjar eru hjá drengjunum.

Þá hefur karlmaðurinn sem kom að björgun drengjanna fengið aðstoð á Landspítalanum í dag og mun hann fá áfallahjálp, líkt allir sem komu að björguninni, lögreglan og starfsfólk spítalans.

Eru það vinnureglur hjá Landspítalanum að ef um andlát er að ræða eða endurlífgun hjá barni þá er alltaf farið yfir stöðuna og veitt áfallahjálp eftir atvikum. 

Uppfært miðvikudaginn 15. apríl. 

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í gær var talið um tvo drengi á tólfta aldursári væri að ræða. Hið rétta er að um tvo bræður var að ræða, annar er fæddur 2002 og hinn 2005. Yngri drengnum er haldið sofandi á Landspítalnum, en sá eldri vaknaði í gær. 

Drengirnir eru búsettir á Tálknafirði, en ellefu ára gömul systir þeirra var með þeim á vettvangi.

Samkvæmt DV.is varð slysið með þeim hætti að börnin misstu bolta í lækinn. Annar drengurinn fór á eftir boltanum og festist í læknum. Bróðir hans reyndi að aðstoða hann og festist líka í læknum. Systir þeirra gerði vart um slysið og leitaði hjálpar. Vegfarandi sem kom að náði öðrum drengnum upp úr læknum áður en lögregla kom á vettvang. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Slys við Reykdalsstíflu

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár