Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stofnar Þjóðarflokkinn til að spara í hjálp til flóttamanna og halda í venjur

Bóndi og húð­flúr­ari í Borg­ar­firð­in­um vinn­ur að stofn­un Þjóð­ar­flokks til að berj­ast gegn er­lend­um áhrif­um og út­gjöld­um til hjálp­ar flótta­mönn­um. Seg­ir gamla fólk­ið svelta. Allt að 330 þús­und eru látn­ir í Sýr­landi.

Stofnar Þjóðarflokkinn til að spara í hjálp til flóttamanna og halda í venjur
Stofnandi Þjóðarflokksins Sverrir Þór Einarsson bóndi hefur enn sem komið er aðeins stofnað flokk sinn á Facbook. Mynd: Facebook

53 ára gamall bóndi og húðflúrari í Borgarfirði er að mynda stjórnmálasamtök til þess að berjast gegn innflytjendum.

Maðurinn, Sverrir Þór Einarsson, er einn þeirra sem er ósáttur við að fjármagn sé sett í að hjálpa flóttamönnum, á meðan mögulegt er að verja sömu fjármunum í að hjálpa Íslendingum.

„Stefna flokksins í málefnum innflytjanda og flóttafólks er einföld. Meðan þjóðin hefur ekki efni á að borga lögreglumönnum, heilbrigðisstarfsfólki og kennurum mannsæmandi laun svo ekki sé talað um öryrkja og gamla fólkið okkar sem lifir við sult og hefur ekki efni á læknis þjónustu, einstæðar mæður við sultarmörk, þá höfum við ekki efni á að moka peningum í flóttamenn,“ segir Sverrir á Facebook-síðu flokksins.

Sverrir Þór Einarsson
Sverrir Þór Einarsson Einnig þekktur sem Sveddi tattú.

Ríkisstjórnin ákvað í síðasta mánuði að leggja til við Alþingi að varið yrði einum milljarði á ári næstu tvö árin til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök, móttöku flóttafólks og hælisleitenda á Íslandi og aðgerða til að hraða afgreiðslu hælisumsókna á Íslandi.

Mannfall hátt í íbúafjölda Íslands

Sverrir Þór segir flokk sinn hins vegar munu berjast gegn þessari hjálp og svo fjölgun innflytjenda. „Við viljum stífar takmarkanir við innfluttningi flóttamanna þar til við höfum efni á að gera mannsæmandi við gamla fólkið, öryrkja, einstæðar mæður og reka almennilega heilbrigðisþjónustu. Hugsum fyrst um okkar bágstöddu Íslendinga áður en við ausum fjármagni í útlendinga,“ segir á Facebook-síðu flokksins.

Talið er að 130 til 330 þúsund manns hafi látist í borgarastríðinu í Sýrlandi, eftir því hvaða heimildir er stuðst við. Síðari talan jafngildir íbúafjölda Íslands. Auk þess hafa um 2.500 flóttamenn drukknað á leiðinni til Evrópu. Það jafngildir tæplega 40% af íbúum sveitarfélagsins Akraness, þar sem stofnandi Þjóðarflokksins býr. 

„Halda fast í íslensk gildi og venjur“

Einnig vill  Sverrir vinna gegn menningarlegum áhrifum af innflytjendum og halda þess í stað fast í íslenska menningu. „Við viljum halda fast í íslensk gildi og venjur og forðast að hér spretti upp gettó múslíma eða annara útlendra hópa.“

Slagorð flokksins virðist vera „segjum nei við fótfestu íslams á Íslandi“.

Sjálfur kynnir Sverrir sig á Facebook-síðunni sem aðilann að baki flokknum.

„Ég heiti Sverrir Þór Einarsson og er bóndi, bifvélavirki og myndlistamaður. Ég bý uppí Borgarfirði á Höfn undir Hafnarfjalli og starfa líka í Reykjavík fimm daga í viku í stúdío Skinnlist Brautarholti 16.“

Sverrir Þór hefur einnig verið þekktur undir nafninu Sveddi tattú, en hann er meðal annars fyrrverandi meðlimur í vélhjólasamtökunum Fáfni, sem gekk til liðs við Hell's Angels.

Ekki náðist í Sverri Þór í kvöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár