Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stóðu ekki við yfirlýsingar sínar um fjármálaáætlun

Val­gerð­ur Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sam­þykkti fjár­mála­áætl­un sem fel­ur í sér áform sem hún tel­ur að muni „rústa“ fyr­ir­tækj­um í hinum dreifðu byggð­um. Þau Njáll Trausti Frið­berts­son sögð­ust ekki ætla að sam­þykkja áætl­un­ina óbreytta en stóðu ekki við yf­ir­lýs­ing­arn­ar þeg­ar á reyndi.

Stóðu ekki við yfirlýsingar sínar um fjármálaáætlun

Njáll Trausti Friðbertsson og Valgerður Gunnarsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, stóðu ekki við yfirlýsingar sínar um að þau myndu ekki samþykkja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar óbreytta. Bæði greiddu atkvæði með áætluninni í nótt þrátt fyrir að áætlunin feli í sér áform sem Valgerður telur að muni „rústa“ fyrirtækjum og „gjörbreyta atvinnustigi í þorpum og bæjum úti um land“.

RÚV greindi frá því þann 20. apríl síðastliðinn að þingmennirnir tveir ætluðu ekki að samþykkja áætlunina nema hún tæki breytingum enda væru þau óánægð með áform um skattahækkanir á ferðaþjónustu. Báðir þingmennirnir tengjast fyrirtækjum í greininni; Njáll Trausti er sjálfur hluthafi í fyrirtæki sem leigir út orlofshús til ferðamanna á Akureyri og synir Valgerðar Gunnarsdóttur reka gistiþjónustu á Norðurlandi. 

Sagði Valgerður í viðtali við RÚV að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu, sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætluninni, ætti eftir að rústa fyrirtækjum og gjörbreyta atvinnustiginu á landsbyggðinni. „Ég tel þetta óheillavænlegt skref og muni hafa mest áhrif á minni og meðalstór fyrirtæki úti á landsbyggðinni sem hafa verið að fjárfesta mikið og gjörbreyta atvinnustigi í þorpum og bæjum úti um land. Og þetta mun rústa þeim fyrirtækjum,” sagði hún.

Þann 18. maí skilaði meirihluti fjárlaganefndar áliti um fjármálaáætlun þar sem fram kom að breyting á virðisaukaskatti á miðju ári væri ekki æskileg og við undirbúning næsta fjárlagafrumvarps þyrfti að leita leiða til að endurskoða þær áætlanir. Engu að síður lagði meirihluti nefndarinnar til að áætlunin yrði samþykkt óbreytt í nefndaráliti sem meðal annars var undirritað af Njáli Trausta sjálfum. Þannig er nú gert ráð fyrir stórauknum skatttekjum frá ferðaþjónustunni í tekjurammanum sem liggur til grundvallar stefnu ríkisstjórnarinnar. Áformin um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu eru líka á meðal helstu aðgerða sem stefnt er að til að draga úr þenslu í hagkerfinu og auka aðhaldsstig ríkisfjármála.

Njáll og Valgerður greiddu bæði atkvæði með fjármálaáætluninni á Alþingi í nótt án þess að gera grein fyrir atkvæði sínu eða setja fyrirvara við málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár