Þingmenn hefðu 754 þúsund krónur í þingfararkaup, en ekki 1,1 milljón króna, ef fylgt hefði verið almennri kjaraþróun frá árinu 1994.
Reyndin hefur hins vegar verið að þingfararkaup hefur hækkað langt umfram almenn laun á tímabilinu.
Þingmenn hafa því leitt launahækkanir langt umfram almenning á undanförnum áratugum.
Í fjármálaáætlun sinni setur ríkisstjórnarmeirihlutinn hins vegar það fram sem eitt af fjórum hagstjórnarmarkmiðum sínum að „stuðla að sátt á vinnumarkaði“.
Sagði þingmenn vera að fá „leiðréttingu“
Gríðarleg hækkun var gerð á launakjörum þingmanna á kjördag, 29. október síðastliðinn. Þingfararkaupið var hækkað um rúmlega 44 prósent í einu skrefi, um 338 þúsund krónur á mánuði. Það jafngilti hækkun um rétt rúmlega ein mánaðarlaun leiðbeinanda í grunnskóla, sem höfðu 332 þúsund krónur í grunnlaun.
Viðbrögð núverandi fjármálaráðherra, sem þá hafði ekki tekið sæti í ríkisstjórn, voru að verið væri að „leiðrétta“ kjör þingmanna. Benedikt Jóhannesson taldi að þingmenn hefðu dregist aftur …
Athugasemdir