Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnendur Isavia teknir á teppið fyrir að þiggja boðsferð: „Aðeins frímiðar eftir“

Hlyn­ur Sig­urðs­son og Guð­mund­ur Daði Rún­ars­son við­ur­kenna að það hafi ver­ið mis­tök að fara á lands­leik Ís­lands og Nor­egs í undan­keppni HM í boði Icelanda­ir. Þeir segja að ekki hafi ver­ið hægt að kaupa miða, því að­eins voru eft­ir frí­mið­ar.

Stjórnendur Isavia teknir á teppið fyrir að þiggja boðsferð: „Aðeins frímiðar eftir“

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, viðurkennir að það hafi verið mistök að þiggja boðsferð Icelandair til Osló árið 2013. Í tilkynningu sem Stundinni barst rétt í þessu kemur fram að yfirstjórn Isavia hafi farið yfir málið með bæði Hlyni og Guðmundi Daða Rúnarssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra Isavia, og þeim hafi verið veitt tiltal vegna málsins. Líkt og Stundin greindi frá fyrr í dag fóru Hlynur og Guðmundur í skemmtiferð til Osló í boði Icelandair til að sjá landsleik Íslands og Noregs í undankeppni HM. Um er að ræða alvarlegan hagsmunaárekstur þar sem Icelandair er aðeins eitt margra flugfélaga sem kaupir þjónustu af Isavia. Í tilkynningu frá Isavia er því haldið fram að þetta sé eina dæmið um að framkvæmdastjórar félagsins hafi þegið boð af þessu tagi. Þeir Hlynur og Guðmundur hafa nú greitt fyrir ferðina að sögn talsmanns Isavia, Guðna Sigurðssonar.

Yfirlýsingin í heild sinni

Vegna fyrirspurnar Stundarinnar vegna boðsferðar tveggja starfsmanna Isavia til Oslóar.

„Þeir upplýstu að til hafi staðið að kaupa sér farmiða í umrædda ferð og rætt það við Icelandair en þá aðeins verið frímiðar eftir í flugið“

Fjöldi flugfélaga hafa boðið stjórnendum Isavia í ákveðnar ferðir, en samkvæmt reglum félagsins er óheimilt að þiggja slík boð. Í einstaka tilfellum hefur verið talið mikilvægt að fara í ferðir sem komnar eru til með þessum hætti vegna viðskiptatengsla erlendis en þá er alltaf greitt fyrir farmiðann af félaginu. Ekki var um viðskiptaferð  að ræða í þessu tilviki og var yfirstjórn félagins ekki kunnugt um hana. Starfsmennirnir voru beðnir að útskýra hvað þarna hefði gerst þar sem þetta var ekki í samræmi við reglur félagsins. Þeir upplýstu að til hafi staðið að kaupa sér farmiða í umrædda ferð og rætt það við Icelandair en þá aðeins verið frímiðar eftir í flugið sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Þeir viðurkenna þó þau mistök að hafa ekki fylgt því eftir við Icelandair að greiða fyrir farmiðana og taka fulla ábyrgð á þessum mistökum. Þeir hafa nú greitt fyrir miðana. Þetta er einu tilvikin sem um ræðir hjá framkvæmdastjórum félagsins þar sem segja mætti að boð af þessu tagi hafa verið þegin.

Yfirstjórn félagsins hefur farið yfir málið með umræddum starfsmönnum og veitt þeim tiltal vegna þess.​

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu