Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnendur Isavia teknir á teppið fyrir að þiggja boðsferð: „Aðeins frímiðar eftir“

Hlyn­ur Sig­urðs­son og Guð­mund­ur Daði Rún­ars­son við­ur­kenna að það hafi ver­ið mis­tök að fara á lands­leik Ís­lands og Nor­egs í undan­keppni HM í boði Icelanda­ir. Þeir segja að ekki hafi ver­ið hægt að kaupa miða, því að­eins voru eft­ir frí­mið­ar.

Stjórnendur Isavia teknir á teppið fyrir að þiggja boðsferð: „Aðeins frímiðar eftir“

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, viðurkennir að það hafi verið mistök að þiggja boðsferð Icelandair til Osló árið 2013. Í tilkynningu sem Stundinni barst rétt í þessu kemur fram að yfirstjórn Isavia hafi farið yfir málið með bæði Hlyni og Guðmundi Daða Rúnarssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra Isavia, og þeim hafi verið veitt tiltal vegna málsins. Líkt og Stundin greindi frá fyrr í dag fóru Hlynur og Guðmundur í skemmtiferð til Osló í boði Icelandair til að sjá landsleik Íslands og Noregs í undankeppni HM. Um er að ræða alvarlegan hagsmunaárekstur þar sem Icelandair er aðeins eitt margra flugfélaga sem kaupir þjónustu af Isavia. Í tilkynningu frá Isavia er því haldið fram að þetta sé eina dæmið um að framkvæmdastjórar félagsins hafi þegið boð af þessu tagi. Þeir Hlynur og Guðmundur hafa nú greitt fyrir ferðina að sögn talsmanns Isavia, Guðna Sigurðssonar.

Yfirlýsingin í heild sinni

Vegna fyrirspurnar Stundarinnar vegna boðsferðar tveggja starfsmanna Isavia til Oslóar.

„Þeir upplýstu að til hafi staðið að kaupa sér farmiða í umrædda ferð og rætt það við Icelandair en þá aðeins verið frímiðar eftir í flugið“

Fjöldi flugfélaga hafa boðið stjórnendum Isavia í ákveðnar ferðir, en samkvæmt reglum félagsins er óheimilt að þiggja slík boð. Í einstaka tilfellum hefur verið talið mikilvægt að fara í ferðir sem komnar eru til með þessum hætti vegna viðskiptatengsla erlendis en þá er alltaf greitt fyrir farmiðann af félaginu. Ekki var um viðskiptaferð  að ræða í þessu tilviki og var yfirstjórn félagins ekki kunnugt um hana. Starfsmennirnir voru beðnir að útskýra hvað þarna hefði gerst þar sem þetta var ekki í samræmi við reglur félagsins. Þeir upplýstu að til hafi staðið að kaupa sér farmiða í umrædda ferð og rætt það við Icelandair en þá aðeins verið frímiðar eftir í flugið sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Þeir viðurkenna þó þau mistök að hafa ekki fylgt því eftir við Icelandair að greiða fyrir farmiðana og taka fulla ábyrgð á þessum mistökum. Þeir hafa nú greitt fyrir miðana. Þetta er einu tilvikin sem um ræðir hjá framkvæmdastjórum félagsins þar sem segja mætti að boð af þessu tagi hafa verið þegin.

Yfirstjórn félagsins hefur farið yfir málið með umræddum starfsmönnum og veitt þeim tiltal vegna þess.​

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu