Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnendur Isavia teknir á teppið fyrir að þiggja boðsferð: „Aðeins frímiðar eftir“

Hlyn­ur Sig­urðs­son og Guð­mund­ur Daði Rún­ars­son við­ur­kenna að það hafi ver­ið mis­tök að fara á lands­leik Ís­lands og Nor­egs í undan­keppni HM í boði Icelanda­ir. Þeir segja að ekki hafi ver­ið hægt að kaupa miða, því að­eins voru eft­ir frí­mið­ar.

Stjórnendur Isavia teknir á teppið fyrir að þiggja boðsferð: „Aðeins frímiðar eftir“

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, viðurkennir að það hafi verið mistök að þiggja boðsferð Icelandair til Osló árið 2013. Í tilkynningu sem Stundinni barst rétt í þessu kemur fram að yfirstjórn Isavia hafi farið yfir málið með bæði Hlyni og Guðmundi Daða Rúnarssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra Isavia, og þeim hafi verið veitt tiltal vegna málsins. Líkt og Stundin greindi frá fyrr í dag fóru Hlynur og Guðmundur í skemmtiferð til Osló í boði Icelandair til að sjá landsleik Íslands og Noregs í undankeppni HM. Um er að ræða alvarlegan hagsmunaárekstur þar sem Icelandair er aðeins eitt margra flugfélaga sem kaupir þjónustu af Isavia. Í tilkynningu frá Isavia er því haldið fram að þetta sé eina dæmið um að framkvæmdastjórar félagsins hafi þegið boð af þessu tagi. Þeir Hlynur og Guðmundur hafa nú greitt fyrir ferðina að sögn talsmanns Isavia, Guðna Sigurðssonar.

Yfirlýsingin í heild sinni

Vegna fyrirspurnar Stundarinnar vegna boðsferðar tveggja starfsmanna Isavia til Oslóar.

„Þeir upplýstu að til hafi staðið að kaupa sér farmiða í umrædda ferð og rætt það við Icelandair en þá aðeins verið frímiðar eftir í flugið“

Fjöldi flugfélaga hafa boðið stjórnendum Isavia í ákveðnar ferðir, en samkvæmt reglum félagsins er óheimilt að þiggja slík boð. Í einstaka tilfellum hefur verið talið mikilvægt að fara í ferðir sem komnar eru til með þessum hætti vegna viðskiptatengsla erlendis en þá er alltaf greitt fyrir farmiðann af félaginu. Ekki var um viðskiptaferð  að ræða í þessu tilviki og var yfirstjórn félagins ekki kunnugt um hana. Starfsmennirnir voru beðnir að útskýra hvað þarna hefði gerst þar sem þetta var ekki í samræmi við reglur félagsins. Þeir upplýstu að til hafi staðið að kaupa sér farmiða í umrædda ferð og rætt það við Icelandair en þá aðeins verið frímiðar eftir í flugið sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Þeir viðurkenna þó þau mistök að hafa ekki fylgt því eftir við Icelandair að greiða fyrir farmiðana og taka fulla ábyrgð á þessum mistökum. Þeir hafa nú greitt fyrir miðana. Þetta er einu tilvikin sem um ræðir hjá framkvæmdastjórum félagsins þar sem segja mætti að boð af þessu tagi hafa verið þegin.

Yfirstjórn félagsins hefur farið yfir málið með umræddum starfsmönnum og veitt þeim tiltal vegna þess.​

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár