Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stjórnendur hjá Isavia fóru í skemmtiferð í boði Icelandair

Hlyn­ur Sig­urðs­son og Guð­mund­ur Daði Rún­ars­son fóru á lands­leik Ís­lands og Nor­egs í undan­keppni HM í boði Icelanda­ir.

Stjórnendur hjá Isavia fóru í skemmtiferð í boði Icelandair
Framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Hlynur Sigurðsson fór í skemmtiferð í boði Icelandair árið 2013.

Bæði framkvæmdastjóri, Hlynur Sigurðsson, og aðstoðarframkvæmdastjóri, Guðmundur Daði Rúnarsson, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fóru í dagsferð þann 15. október árið 2013 til að sjá seinni landsleik Íslands og Noregs í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta sem haldin var í Osló. Flugferðin var alfarið í boði Icelandair en óljóst er hvort önnur útgjöld hafi verið borguð af flugfélaginu. Þetta herma heimildir Stundarinnar innan Isavia.

Alvarlegur hagsmunaárekstur

Alvarleiki málsins snýst einna helst um það að Icelandair er aðeins eitt fjölmargra flugfélaga sem stundar viðskipti við Isavia og hefur félagið því mikinn hag af því að hafa stjórnendur jákvæða í sinn garð. Með því að þiggja slík boð getur hæglega komið til hagsmunaárekstra milli Isavia, sem er opinbert hlutafélag, og Icelandair sem kaupir þjónustu af félaginu.

Sem framkvæmdastjóri flugstöðvarinnar heyrir Hlynur Sigurðsson beint undir forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson. Hlynur situr enn fremur í framkvæmdaráði Isavia. Hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010.

Ekki eins og sýnist

Stundin hafði samband við Friðþór Eydal, talsmann Isavia, síðla miðvikudags og spurði hvort það teldist eðlilegt að framkvæmdastjóri hjá Isavia færi í slíka boðsferð. Hann óskaði eftir að fá fyrirspurnina senda í tölvupóst. Henni hefur ekki verið svarað.

Í samtali við Stundina í dag neitaði Hlynur að tjá sig um boðsferðina. Hann sagði að fréttatilkynning yrði sendi út „í dag eða á morgun“ vegna málsins. „Við erum að skoða þessi mál og við sendum tilkynningu. Nei, ég tjái mig ekki persónulega um þetta. Þetta er ekki eins og sýnist,“ segir Hlynur. Ekki náðist í Guðmund Daða Rúnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóra, vegna málsins.

„Þetta er ekki eins og sýnist“

Stundin óskaði eftir viðbrögðum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segist koma af fjöllum um málið og ekki geta tjáð sig um flug einstakra farþega. „Spurðu þá bara. Ég get ekki einu sinni staðfest að þessi ferð hafi verið farin. Ég hef ekki grænan grun um hvað þú ert að tala. Spurðu þá fyrst, þessa ágætu drengi,“ segir Guðjón.

Enn eitt Isavia-málið

Ríkisfyrirtækið Isavia hefur nú ítrekað verið í fréttum vegna ýmissa mála. Skemmst er að minnast fréttaflutnings Kastljóss á dögunum þar sem greint var frá því að fyrirtækið hafi greitt fleiri hundruð þúsund krónur í ferðalög eiginkonu Björns Óla Haukssonar, forstjóra Isavia. 

Viðskiptablaðið greindi svo frá því að bílahlunnindi væru ríflega tvær og hálfar milljónir á síðasta ári. Tíu stjórnendur hjá ríkisfyrirtækinu hafa bifreið til afnota.

Uppsögn þriggja yfirmanna við öryggisdeild Isavia hefur auk þessa verið gagnrýnd harðlega. Uppsagnirnar voru sagðar vera vegna skipulagsbreytinga sem við nánari skoðun stenst ekki. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt þessar uppsagnir.

„Þeir sátu einir á móti tveimur yfirmönnum þegar þeim voru sögð ótíðindin og muna varla orð af því sem sagt var vegna áfalls yfir fréttunum. Trúnaðarmaður var ekki boðaður til stuðnings mönnunum. Það er sárt að horfa á fullfríska menn bogna vegna harkalegra aðgerða yfirmanna sem hvergi þurfa að standa skil á verkum sínum. Fjölskyldur þeirra, börn og foreldrar brotna, öryggi heimilisins hverfur og eftir sitja góðir menn í þoku vonleysis og kvíða. Á sama tíma líðst yfirmönnum fyrirtækisins að ganga hart fram í starfsmannamálum og brjóta eigin reglur um siðferði og meðferð fjármuna fyrirtækisins og misnota aðstöðu sína meðan vammlausum starfsmönnum er sagt upp störfum án þess að hafa nokkuð til saka unnið,“ sagði Ásmundur í umræðu um störf þingsins síðastliðinn þriðjudag.

Viðskiptablaðið greindi frá því upphafi mánaðar að aðalmenn í stjórn Isavia fá hæst laun af stjórnarmönnum opinberra hlutafélaga á Íslandi. Aðalmenn stjórnar Isavia hafa 137 þúsund krónur í laun á mánuði og stjórnarformaður um 300 þúsund krónur.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár