Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stjórnendur hjá Isavia fóru í skemmtiferð í boði Icelandair

Hlyn­ur Sig­urðs­son og Guð­mund­ur Daði Rún­ars­son fóru á lands­leik Ís­lands og Nor­egs í undan­keppni HM í boði Icelanda­ir.

Stjórnendur hjá Isavia fóru í skemmtiferð í boði Icelandair
Framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Hlynur Sigurðsson fór í skemmtiferð í boði Icelandair árið 2013.

Bæði framkvæmdastjóri, Hlynur Sigurðsson, og aðstoðarframkvæmdastjóri, Guðmundur Daði Rúnarsson, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fóru í dagsferð þann 15. október árið 2013 til að sjá seinni landsleik Íslands og Noregs í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta sem haldin var í Osló. Flugferðin var alfarið í boði Icelandair en óljóst er hvort önnur útgjöld hafi verið borguð af flugfélaginu. Þetta herma heimildir Stundarinnar innan Isavia.

Alvarlegur hagsmunaárekstur

Alvarleiki málsins snýst einna helst um það að Icelandair er aðeins eitt fjölmargra flugfélaga sem stundar viðskipti við Isavia og hefur félagið því mikinn hag af því að hafa stjórnendur jákvæða í sinn garð. Með því að þiggja slík boð getur hæglega komið til hagsmunaárekstra milli Isavia, sem er opinbert hlutafélag, og Icelandair sem kaupir þjónustu af félaginu.

Sem framkvæmdastjóri flugstöðvarinnar heyrir Hlynur Sigurðsson beint undir forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson. Hlynur situr enn fremur í framkvæmdaráði Isavia. Hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010.

Ekki eins og sýnist

Stundin hafði samband við Friðþór Eydal, talsmann Isavia, síðla miðvikudags og spurði hvort það teldist eðlilegt að framkvæmdastjóri hjá Isavia færi í slíka boðsferð. Hann óskaði eftir að fá fyrirspurnina senda í tölvupóst. Henni hefur ekki verið svarað.

Í samtali við Stundina í dag neitaði Hlynur að tjá sig um boðsferðina. Hann sagði að fréttatilkynning yrði sendi út „í dag eða á morgun“ vegna málsins. „Við erum að skoða þessi mál og við sendum tilkynningu. Nei, ég tjái mig ekki persónulega um þetta. Þetta er ekki eins og sýnist,“ segir Hlynur. Ekki náðist í Guðmund Daða Rúnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóra, vegna málsins.

„Þetta er ekki eins og sýnist“

Stundin óskaði eftir viðbrögðum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segist koma af fjöllum um málið og ekki geta tjáð sig um flug einstakra farþega. „Spurðu þá bara. Ég get ekki einu sinni staðfest að þessi ferð hafi verið farin. Ég hef ekki grænan grun um hvað þú ert að tala. Spurðu þá fyrst, þessa ágætu drengi,“ segir Guðjón.

Enn eitt Isavia-málið

Ríkisfyrirtækið Isavia hefur nú ítrekað verið í fréttum vegna ýmissa mála. Skemmst er að minnast fréttaflutnings Kastljóss á dögunum þar sem greint var frá því að fyrirtækið hafi greitt fleiri hundruð þúsund krónur í ferðalög eiginkonu Björns Óla Haukssonar, forstjóra Isavia. 

Viðskiptablaðið greindi svo frá því að bílahlunnindi væru ríflega tvær og hálfar milljónir á síðasta ári. Tíu stjórnendur hjá ríkisfyrirtækinu hafa bifreið til afnota.

Uppsögn þriggja yfirmanna við öryggisdeild Isavia hefur auk þessa verið gagnrýnd harðlega. Uppsagnirnar voru sagðar vera vegna skipulagsbreytinga sem við nánari skoðun stenst ekki. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt þessar uppsagnir.

„Þeir sátu einir á móti tveimur yfirmönnum þegar þeim voru sögð ótíðindin og muna varla orð af því sem sagt var vegna áfalls yfir fréttunum. Trúnaðarmaður var ekki boðaður til stuðnings mönnunum. Það er sárt að horfa á fullfríska menn bogna vegna harkalegra aðgerða yfirmanna sem hvergi þurfa að standa skil á verkum sínum. Fjölskyldur þeirra, börn og foreldrar brotna, öryggi heimilisins hverfur og eftir sitja góðir menn í þoku vonleysis og kvíða. Á sama tíma líðst yfirmönnum fyrirtækisins að ganga hart fram í starfsmannamálum og brjóta eigin reglur um siðferði og meðferð fjármuna fyrirtækisins og misnota aðstöðu sína meðan vammlausum starfsmönnum er sagt upp störfum án þess að hafa nokkuð til saka unnið,“ sagði Ásmundur í umræðu um störf þingsins síðastliðinn þriðjudag.

Viðskiptablaðið greindi frá því upphafi mánaðar að aðalmenn í stjórn Isavia fá hæst laun af stjórnarmönnum opinberra hlutafélaga á Íslandi. Aðalmenn stjórnar Isavia hafa 137 þúsund krónur í laun á mánuði og stjórnarformaður um 300 þúsund krónur.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár