Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stjórnendur hjá Isavia fóru í skemmtiferð í boði Icelandair

Hlyn­ur Sig­urðs­son og Guð­mund­ur Daði Rún­ars­son fóru á lands­leik Ís­lands og Nor­egs í undan­keppni HM í boði Icelanda­ir.

Stjórnendur hjá Isavia fóru í skemmtiferð í boði Icelandair
Framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Hlynur Sigurðsson fór í skemmtiferð í boði Icelandair árið 2013.

Bæði framkvæmdastjóri, Hlynur Sigurðsson, og aðstoðarframkvæmdastjóri, Guðmundur Daði Rúnarsson, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fóru í dagsferð þann 15. október árið 2013 til að sjá seinni landsleik Íslands og Noregs í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta sem haldin var í Osló. Flugferðin var alfarið í boði Icelandair en óljóst er hvort önnur útgjöld hafi verið borguð af flugfélaginu. Þetta herma heimildir Stundarinnar innan Isavia.

Alvarlegur hagsmunaárekstur

Alvarleiki málsins snýst einna helst um það að Icelandair er aðeins eitt fjölmargra flugfélaga sem stundar viðskipti við Isavia og hefur félagið því mikinn hag af því að hafa stjórnendur jákvæða í sinn garð. Með því að þiggja slík boð getur hæglega komið til hagsmunaárekstra milli Isavia, sem er opinbert hlutafélag, og Icelandair sem kaupir þjónustu af félaginu.

Sem framkvæmdastjóri flugstöðvarinnar heyrir Hlynur Sigurðsson beint undir forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson. Hlynur situr enn fremur í framkvæmdaráði Isavia. Hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010.

Ekki eins og sýnist

Stundin hafði samband við Friðþór Eydal, talsmann Isavia, síðla miðvikudags og spurði hvort það teldist eðlilegt að framkvæmdastjóri hjá Isavia færi í slíka boðsferð. Hann óskaði eftir að fá fyrirspurnina senda í tölvupóst. Henni hefur ekki verið svarað.

Í samtali við Stundina í dag neitaði Hlynur að tjá sig um boðsferðina. Hann sagði að fréttatilkynning yrði sendi út „í dag eða á morgun“ vegna málsins. „Við erum að skoða þessi mál og við sendum tilkynningu. Nei, ég tjái mig ekki persónulega um þetta. Þetta er ekki eins og sýnist,“ segir Hlynur. Ekki náðist í Guðmund Daða Rúnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóra, vegna málsins.

„Þetta er ekki eins og sýnist“

Stundin óskaði eftir viðbrögðum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segist koma af fjöllum um málið og ekki geta tjáð sig um flug einstakra farþega. „Spurðu þá bara. Ég get ekki einu sinni staðfest að þessi ferð hafi verið farin. Ég hef ekki grænan grun um hvað þú ert að tala. Spurðu þá fyrst, þessa ágætu drengi,“ segir Guðjón.

Enn eitt Isavia-málið

Ríkisfyrirtækið Isavia hefur nú ítrekað verið í fréttum vegna ýmissa mála. Skemmst er að minnast fréttaflutnings Kastljóss á dögunum þar sem greint var frá því að fyrirtækið hafi greitt fleiri hundruð þúsund krónur í ferðalög eiginkonu Björns Óla Haukssonar, forstjóra Isavia. 

Viðskiptablaðið greindi svo frá því að bílahlunnindi væru ríflega tvær og hálfar milljónir á síðasta ári. Tíu stjórnendur hjá ríkisfyrirtækinu hafa bifreið til afnota.

Uppsögn þriggja yfirmanna við öryggisdeild Isavia hefur auk þessa verið gagnrýnd harðlega. Uppsagnirnar voru sagðar vera vegna skipulagsbreytinga sem við nánari skoðun stenst ekki. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt þessar uppsagnir.

„Þeir sátu einir á móti tveimur yfirmönnum þegar þeim voru sögð ótíðindin og muna varla orð af því sem sagt var vegna áfalls yfir fréttunum. Trúnaðarmaður var ekki boðaður til stuðnings mönnunum. Það er sárt að horfa á fullfríska menn bogna vegna harkalegra aðgerða yfirmanna sem hvergi þurfa að standa skil á verkum sínum. Fjölskyldur þeirra, börn og foreldrar brotna, öryggi heimilisins hverfur og eftir sitja góðir menn í þoku vonleysis og kvíða. Á sama tíma líðst yfirmönnum fyrirtækisins að ganga hart fram í starfsmannamálum og brjóta eigin reglur um siðferði og meðferð fjármuna fyrirtækisins og misnota aðstöðu sína meðan vammlausum starfsmönnum er sagt upp störfum án þess að hafa nokkuð til saka unnið,“ sagði Ásmundur í umræðu um störf þingsins síðastliðinn þriðjudag.

Viðskiptablaðið greindi frá því upphafi mánaðar að aðalmenn í stjórn Isavia fá hæst laun af stjórnarmönnum opinberra hlutafélaga á Íslandi. Aðalmenn stjórnar Isavia hafa 137 þúsund krónur í laun á mánuði og stjórnarformaður um 300 þúsund krónur.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár