Ásta Þórarinsdóttir, fjárfestir og stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, tók 8 milljóna króna arð út úr eignarhaldsfélagi sínu, Flösinni ehf., á síðasta ári. Flösin ehf., sem Ásta á með eiginmanni sínum Gunnari Viðari, á 27 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu EVU Consortium ásamt Ásdísi Höllu Bragadóttur og fjárfestingarfélagi nokkurra lífeyrissjóða sem heitir Kjölfesta.
EVA Consortium er móðurfélag fyrirtækja eins og heimahjúkrunarinnar Sinnum sem rekur sjúkrahótel Landspítalans í Ármúla og Heilsumiðstöðvarinnar 108 RVK ehf. sem fyrr á árinu opnaði lækningafyrirtækið Klíníkina. Stundin greindi frá því í síðustu viku að EVA Consortium, eða dótturfélag þess, hefði fyrr á árinu selt fasteignina í Ármúla sem áður hýsti Hótel Ísland til fasteignafélagsins Reita fyrir um 2,6 milljarða króna. Söluhagnaður félags Ástu, Ásdísar Höllu og lífeyrissjóðanna í þeim viðskipt
Athugasemdir