Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Útlendingastofnun tilkynnir hælisleitanda að hann þurfi sjálfur að greiða lögfræðikostnað

Verk­efn­is­stjóri hjá Út­lend­inga­stofn­un seg­ir að „vel megi vera að eitt­hvað hafi týnst“ þeg­ar starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar fóru inn til manns og hand­léku eig­ur hans, með­al ann­ars fjöl­skyldu­mynd­ir. Út­lend­inga­stofn­un af­henti sama manni bréf á ís­lensku um að hann þyrfti sjálf­ur að standa straum af lög­fræði­kostn­aði.

Útlendingastofnun tilkynnir hælisleitanda að hann þurfi sjálfur að greiða lögfræðikostnað

Útlendingastofnun hefur tilkynnt írönskum hælisleitanda að hann þurfi sjálfur að bera kostnað af lögmannsþjónustu vegna hælisumsóknar sinnar á Íslandi. Rauði krossinn útvegar hælisleitendum lögfræðiaðstoð samkvæmt samningi sem innanríkisráðuneytið gerði við samtökin í fyrra. Hælisleitandinn treystir hins vegar ekki lengur Rauða krossinum og hefur óskað eftir því að Katrín Oddsdóttir, lögmaður á lögmannsstofunni Rétti, taki málið sitt að sér. 

Um er að ræða sama mann og hótaði að kveikja í sér fyrir utan höfuðstöðvar Rauða krossins í lok ágúst. Eins og Stundin greindi frá á fimmtudag fóru starfsmenn Útlendingastofnunar inn í íbúð mannsins og handléku eigur hans, meðal annars fjölskyldumyndir, meðan hann var vistaður á geðsviði Landspítalans. Hælisleitandinn var mjög óánægður með þetta og gerði starfsmaður Rauða krossins athugasemd við vinnubrögðin.

„Kostnað vegna þjónustu Katrínar mun Útlendingastofnun ekki greiða heldur verður þú að sjá um þann kostnað
sjálfur. Gerir þú þér grein fyrir þessu?“

Í síðustu viku, eftir að maðurinn hafði farið fram á að skipta um lögmann, heimsóttu starfsmenn Útlendingastofnunar hann, afhentu honum bréf sem skrifað er á íslensku og kynntu honum efni þess. Bréfið hljóðar svo:

„Sú gjaldfrjálsa lögfræðiaðstoð sem Útlendingastofnun útvegar hælisleitendum er sú þjónusta sem Rauði kross Íslands veitir. Þar sem þú hefur óskað eftir því að Katrín Oddsdóttir lögmaður taki við máli þínu er þér þér hér með kynnt að kostnað vegna þjónustu Katrínar mun Útlendingastofnun ekki greiða heldur verður þú að sjá um þann kostnað sjálfur. Gerir þú þér grein fyrir þessu?“

Staðfesti maðurinn með undirskrift að sér hefði verið efni bréfsins „nægilega kynnt“. Jafnframt var hann beðinn um að veita Útlendingastofnun heimild til að fá upplýsingar úr sjúkraskrá um andlega heilsu sína. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár