Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Læknir á Selfossi ákærður fyrir alvarlega árás

Emma Carol­ine Fern­and­ez hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir árás í Ung­verjalandi. Hún er sök­uð um að hafa eitr­að fyr­ir konu og bar­ið í höf­uð­ið með hamri. Emma starfar sem lækn­ir á lyflækn­inga­deild Heil­brigð­is­stofn­un­ar Suð­ur­lands en hún hef­ur ekki tek­ið sér leyfi frá störf­um.

Læknir á Selfossi ákærður fyrir alvarlega árás

Emma Caroline Fernandez er konan sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir alvarlega árás. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV í gær.

Emma, sem fékk almennt lækningaleyfi í febrúar í fyrra, starfar við lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Stundin ræddi við Hjört Kristjánsson, framkvæmdastjóra lækninga við HSU, sem sagðist hafa vitað af málinu frá því í vor en vildi ekki tjá sig efnislega um það. Ekki verður betur séð en að Emma muni starfa áfram á stofnuninni, en ekki virðist hafa verið farið fram á að hún tæki sér tímabundið leyfi frá störfum vegna málsins.

Uppfært: Samkvæmt tilkynningu sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér eftir umfjöllun um málið í dag hefur konan verið send í leyfi vegna málsins. Fram kemur að stofnuninni hafi ekki verið kunnugt um alvarleika málsins.

Lögmaður ósáttur við málsmeðferðina

Í stuttu samtali við Stundina vildi Emma ekkert tjá sig um málið og benti á lögmann sinn, Ingibjörgu Ólöfu Vilhjálmsdóttur. Ingibjörg leggur áherslu á að Emma lýsi sig saklausa af ákæru. Hennar málsvörn snúist meðal annars um að atburðarásin hafi verið sviðsett af meintu fórnarlambi.

Í frétt RÚV var haft eftir lögmanni hennar að ákæra sé ekki í samræmi við lýsingu Emmu á málsatvikum. Hún gagnrýndi sömuleiðis málsmeðferð.

„Já, málsmeðferðin hefur verið frekar undarleg. Hún lýsir sér helst í því að það virðast einhver sönnunargögn hafa týnst í málinu. Síðan hafa ungversk yfirvöld ákveðið að fresta dómsuppkvaðningu vegna þess að þau hafa komist á snoðir um að íslensk stjórnvöld væru að fylgjast með málinu. Það eitt og sér er mjög undarlegt,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, verjandi Emmu, í samtali við Stundina.

Hún segir að Emma hafi ekki flúið frá lögreglu líkt og haldið er fram í frétt Dehir. „Nei, hún gerði það ekki og var mjög samvinnuþýð á þeim tíma og hefur verið alla tíð síðan. Hún heldur fram allt öðrum málsatvikum heldur en ungversk yfirvöld hafa viljað láta. Sá munur lýsir sér í algjörri andstöðu við það sem kemur fram í ákæru. Það lýsir sér í því að hún segir að þetta hafi verið sviðsett af meintum brotaþola,“ segir Ingibjörg Ólöf. 

Sagðar vinkonur

Ungverskir fjölmiðlar fjölluðu fyrst um málið í síðastliðnum maímánuði. Í fjölmiðlinum Dehir kemur fram meginefni ákærunnar gegn Emmu. Emma og meint fórnarlamb, kona frá Nígeríu, eru sagðar hafa verið góðar vinkonur og báðar á seinasta ári í læknisfræði við Háskólann í Debrecen, þar sem fjölmargir Íslendingar hafa stundað læknisnám. Í frétt Dehir kemur fram að Emma sé sökuð um að hafa eitrað fyrir konunni og síðar barið hana í tvígang í höfuðið með hamri.

Með svefnlyf í blóði

Atvikið sem Emma er ákærð fyrir átti sér stað sumarið 2012. Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum bauð Emma meintu fórnarlambi í kvöldverð heima hjá sér. Emma á að hafa sett svefntöflur út í matinn sem varð til þess að meintur þolandi sofnaði fljótlega eftir að hafa borðað. Daginn eftir er hún sögð hafa rankað við sér í íbúðinni og verið mjög slöpp. Þá á Emma að hafa ráðist á meint fórnarlamb með hamri og barið hana í tvígang í höfuðið. Meint fórnarlamb er sagt hafa náð hamrinum úr höndum Emmu og því næst reynt að flýja. Þá á Emma að hafa rifið í hár fórnarlambsins sem náði þó að koma sér út úr íbúðinni.

Á leið sinni úr húsinu á fórnarlambið að hafa reynt að kalla eftir aðstoð nágranna en án árangurs. Samkvæmt þessari atvikalýsingu á hún að hafa komið sér út úr húsinu að lokum þegar íbúi í öðru húsi veitti henni aðstoð og í kjölfarið færð undir læknishendur á spítala. Konan er sögð hafa skilið eftir sig blóðslóð á göngum íbúðarhússins.

Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum fundust svefnlyf í blóði nígerísku konunnar og hafði hún áverka. Þrátt fyrir þetta var búist við því að hún myndi ná sér að fullu. Í frétt Dehir kemur fram að lögregla hafi farið í íbúðina og fundið umræddan hamar, en Emma hafi ekki verið á vettvangi.

Líkt og fram kemur hér að ofan segir Emma að þessar ásakanir eigi ekki við rök að styðjast og atvikið hafi verið sviðsett. 

Athugasemd: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að meintur þolandi hafi verið höfuðkúpubrotin. Vísað var til fréttar ungverska fjölmiðilsins Dehir. Emma Caroline Fernandez andmælir því hins vegar að meintur þolandi hafi hlotið höfuðkúpubrot. „Ég hef aldrei heyrt af höfuðkúpubroti fyrr en í þessari frétt og ég ætti að vita betur þar sem þetta hefur verið á herðum mínum síðastliðin þrjú ár,“ skrifar Emma í tölvupósti til Stundarinnar. Stundin hefur ekki aðgang að læknaskýrslum og hefur ekki forsendur til að meta áverkana aðrar en þær sem byggja á fjölmiðlaumfjöllun erlendis. Því hefur orðalagi fréttarinnar verið breytt að beiðni Emmu Caroline.

Uppfært: Emma Caroline var á endanum dæmd fyrir alvarlega líkamsárás

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár