Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Læknir á Selfossi ákærður fyrir alvarlega árás

Emma Carol­ine Fern­and­ez hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir árás í Ung­verjalandi. Hún er sök­uð um að hafa eitr­að fyr­ir konu og bar­ið í höf­uð­ið með hamri. Emma starfar sem lækn­ir á lyflækn­inga­deild Heil­brigð­is­stofn­un­ar Suð­ur­lands en hún hef­ur ekki tek­ið sér leyfi frá störf­um.

Læknir á Selfossi ákærður fyrir alvarlega árás

Emma Caroline Fernandez er konan sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir alvarlega árás. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV í gær.

Emma, sem fékk almennt lækningaleyfi í febrúar í fyrra, starfar við lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Stundin ræddi við Hjört Kristjánsson, framkvæmdastjóra lækninga við HSU, sem sagðist hafa vitað af málinu frá því í vor en vildi ekki tjá sig efnislega um það. Ekki verður betur séð en að Emma muni starfa áfram á stofnuninni, en ekki virðist hafa verið farið fram á að hún tæki sér tímabundið leyfi frá störfum vegna málsins.

Uppfært: Samkvæmt tilkynningu sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér eftir umfjöllun um málið í dag hefur konan verið send í leyfi vegna málsins. Fram kemur að stofnuninni hafi ekki verið kunnugt um alvarleika málsins.

Lögmaður ósáttur við málsmeðferðina

Í stuttu samtali við Stundina vildi Emma ekkert tjá sig um málið og benti á lögmann sinn, Ingibjörgu Ólöfu Vilhjálmsdóttur. Ingibjörg leggur áherslu á að Emma lýsi sig saklausa af ákæru. Hennar málsvörn snúist meðal annars um að atburðarásin hafi verið sviðsett af meintu fórnarlambi.

Í frétt RÚV var haft eftir lögmanni hennar að ákæra sé ekki í samræmi við lýsingu Emmu á málsatvikum. Hún gagnrýndi sömuleiðis málsmeðferð.

„Já, málsmeðferðin hefur verið frekar undarleg. Hún lýsir sér helst í því að það virðast einhver sönnunargögn hafa týnst í málinu. Síðan hafa ungversk yfirvöld ákveðið að fresta dómsuppkvaðningu vegna þess að þau hafa komist á snoðir um að íslensk stjórnvöld væru að fylgjast með málinu. Það eitt og sér er mjög undarlegt,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, verjandi Emmu, í samtali við Stundina.

Hún segir að Emma hafi ekki flúið frá lögreglu líkt og haldið er fram í frétt Dehir. „Nei, hún gerði það ekki og var mjög samvinnuþýð á þeim tíma og hefur verið alla tíð síðan. Hún heldur fram allt öðrum málsatvikum heldur en ungversk yfirvöld hafa viljað láta. Sá munur lýsir sér í algjörri andstöðu við það sem kemur fram í ákæru. Það lýsir sér í því að hún segir að þetta hafi verið sviðsett af meintum brotaþola,“ segir Ingibjörg Ólöf. 

Sagðar vinkonur

Ungverskir fjölmiðlar fjölluðu fyrst um málið í síðastliðnum maímánuði. Í fjölmiðlinum Dehir kemur fram meginefni ákærunnar gegn Emmu. Emma og meint fórnarlamb, kona frá Nígeríu, eru sagðar hafa verið góðar vinkonur og báðar á seinasta ári í læknisfræði við Háskólann í Debrecen, þar sem fjölmargir Íslendingar hafa stundað læknisnám. Í frétt Dehir kemur fram að Emma sé sökuð um að hafa eitrað fyrir konunni og síðar barið hana í tvígang í höfuðið með hamri.

Með svefnlyf í blóði

Atvikið sem Emma er ákærð fyrir átti sér stað sumarið 2012. Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum bauð Emma meintu fórnarlambi í kvöldverð heima hjá sér. Emma á að hafa sett svefntöflur út í matinn sem varð til þess að meintur þolandi sofnaði fljótlega eftir að hafa borðað. Daginn eftir er hún sögð hafa rankað við sér í íbúðinni og verið mjög slöpp. Þá á Emma að hafa ráðist á meint fórnarlamb með hamri og barið hana í tvígang í höfuðið. Meint fórnarlamb er sagt hafa náð hamrinum úr höndum Emmu og því næst reynt að flýja. Þá á Emma að hafa rifið í hár fórnarlambsins sem náði þó að koma sér út úr íbúðinni.

Á leið sinni úr húsinu á fórnarlambið að hafa reynt að kalla eftir aðstoð nágranna en án árangurs. Samkvæmt þessari atvikalýsingu á hún að hafa komið sér út úr húsinu að lokum þegar íbúi í öðru húsi veitti henni aðstoð og í kjölfarið færð undir læknishendur á spítala. Konan er sögð hafa skilið eftir sig blóðslóð á göngum íbúðarhússins.

Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum fundust svefnlyf í blóði nígerísku konunnar og hafði hún áverka. Þrátt fyrir þetta var búist við því að hún myndi ná sér að fullu. Í frétt Dehir kemur fram að lögregla hafi farið í íbúðina og fundið umræddan hamar, en Emma hafi ekki verið á vettvangi.

Líkt og fram kemur hér að ofan segir Emma að þessar ásakanir eigi ekki við rök að styðjast og atvikið hafi verið sviðsett. 

Athugasemd: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að meintur þolandi hafi verið höfuðkúpubrotin. Vísað var til fréttar ungverska fjölmiðilsins Dehir. Emma Caroline Fernandez andmælir því hins vegar að meintur þolandi hafi hlotið höfuðkúpubrot. „Ég hef aldrei heyrt af höfuðkúpubroti fyrr en í þessari frétt og ég ætti að vita betur þar sem þetta hefur verið á herðum mínum síðastliðin þrjú ár,“ skrifar Emma í tölvupósti til Stundarinnar. Stundin hefur ekki aðgang að læknaskýrslum og hefur ekki forsendur til að meta áverkana aðrar en þær sem byggja á fjölmiðlaumfjöllun erlendis. Því hefur orðalagi fréttarinnar verið breytt að beiðni Emmu Caroline.

Uppfært: Emma Caroline var á endanum dæmd fyrir alvarlega líkamsárás

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár