Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Læknir á Selfossi ákærður fyrir alvarlega árás

Emma Carol­ine Fern­and­ez hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir árás í Ung­verjalandi. Hún er sök­uð um að hafa eitr­að fyr­ir konu og bar­ið í höf­uð­ið með hamri. Emma starfar sem lækn­ir á lyflækn­inga­deild Heil­brigð­is­stofn­un­ar Suð­ur­lands en hún hef­ur ekki tek­ið sér leyfi frá störf­um.

Læknir á Selfossi ákærður fyrir alvarlega árás

Emma Caroline Fernandez er konan sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir alvarlega árás. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV í gær.

Emma, sem fékk almennt lækningaleyfi í febrúar í fyrra, starfar við lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Stundin ræddi við Hjört Kristjánsson, framkvæmdastjóra lækninga við HSU, sem sagðist hafa vitað af málinu frá því í vor en vildi ekki tjá sig efnislega um það. Ekki verður betur séð en að Emma muni starfa áfram á stofnuninni, en ekki virðist hafa verið farið fram á að hún tæki sér tímabundið leyfi frá störfum vegna málsins.

Uppfært: Samkvæmt tilkynningu sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér eftir umfjöllun um málið í dag hefur konan verið send í leyfi vegna málsins. Fram kemur að stofnuninni hafi ekki verið kunnugt um alvarleika málsins.

Lögmaður ósáttur við málsmeðferðina

Í stuttu samtali við Stundina vildi Emma ekkert tjá sig um málið og benti á lögmann sinn, Ingibjörgu Ólöfu Vilhjálmsdóttur. Ingibjörg leggur áherslu á að Emma lýsi sig saklausa af ákæru. Hennar málsvörn snúist meðal annars um að atburðarásin hafi verið sviðsett af meintu fórnarlambi.

Í frétt RÚV var haft eftir lögmanni hennar að ákæra sé ekki í samræmi við lýsingu Emmu á málsatvikum. Hún gagnrýndi sömuleiðis málsmeðferð.

„Já, málsmeðferðin hefur verið frekar undarleg. Hún lýsir sér helst í því að það virðast einhver sönnunargögn hafa týnst í málinu. Síðan hafa ungversk yfirvöld ákveðið að fresta dómsuppkvaðningu vegna þess að þau hafa komist á snoðir um að íslensk stjórnvöld væru að fylgjast með málinu. Það eitt og sér er mjög undarlegt,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, verjandi Emmu, í samtali við Stundina.

Hún segir að Emma hafi ekki flúið frá lögreglu líkt og haldið er fram í frétt Dehir. „Nei, hún gerði það ekki og var mjög samvinnuþýð á þeim tíma og hefur verið alla tíð síðan. Hún heldur fram allt öðrum málsatvikum heldur en ungversk yfirvöld hafa viljað láta. Sá munur lýsir sér í algjörri andstöðu við það sem kemur fram í ákæru. Það lýsir sér í því að hún segir að þetta hafi verið sviðsett af meintum brotaþola,“ segir Ingibjörg Ólöf. 

Sagðar vinkonur

Ungverskir fjölmiðlar fjölluðu fyrst um málið í síðastliðnum maímánuði. Í fjölmiðlinum Dehir kemur fram meginefni ákærunnar gegn Emmu. Emma og meint fórnarlamb, kona frá Nígeríu, eru sagðar hafa verið góðar vinkonur og báðar á seinasta ári í læknisfræði við Háskólann í Debrecen, þar sem fjölmargir Íslendingar hafa stundað læknisnám. Í frétt Dehir kemur fram að Emma sé sökuð um að hafa eitrað fyrir konunni og síðar barið hana í tvígang í höfuðið með hamri.

Með svefnlyf í blóði

Atvikið sem Emma er ákærð fyrir átti sér stað sumarið 2012. Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum bauð Emma meintu fórnarlambi í kvöldverð heima hjá sér. Emma á að hafa sett svefntöflur út í matinn sem varð til þess að meintur þolandi sofnaði fljótlega eftir að hafa borðað. Daginn eftir er hún sögð hafa rankað við sér í íbúðinni og verið mjög slöpp. Þá á Emma að hafa ráðist á meint fórnarlamb með hamri og barið hana í tvígang í höfuðið. Meint fórnarlamb er sagt hafa náð hamrinum úr höndum Emmu og því næst reynt að flýja. Þá á Emma að hafa rifið í hár fórnarlambsins sem náði þó að koma sér út úr íbúðinni.

Á leið sinni úr húsinu á fórnarlambið að hafa reynt að kalla eftir aðstoð nágranna en án árangurs. Samkvæmt þessari atvikalýsingu á hún að hafa komið sér út úr húsinu að lokum þegar íbúi í öðru húsi veitti henni aðstoð og í kjölfarið færð undir læknishendur á spítala. Konan er sögð hafa skilið eftir sig blóðslóð á göngum íbúðarhússins.

Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum fundust svefnlyf í blóði nígerísku konunnar og hafði hún áverka. Þrátt fyrir þetta var búist við því að hún myndi ná sér að fullu. Í frétt Dehir kemur fram að lögregla hafi farið í íbúðina og fundið umræddan hamar, en Emma hafi ekki verið á vettvangi.

Líkt og fram kemur hér að ofan segir Emma að þessar ásakanir eigi ekki við rök að styðjast og atvikið hafi verið sviðsett. 

Athugasemd: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að meintur þolandi hafi verið höfuðkúpubrotin. Vísað var til fréttar ungverska fjölmiðilsins Dehir. Emma Caroline Fernandez andmælir því hins vegar að meintur þolandi hafi hlotið höfuðkúpubrot. „Ég hef aldrei heyrt af höfuðkúpubroti fyrr en í þessari frétt og ég ætti að vita betur þar sem þetta hefur verið á herðum mínum síðastliðin þrjú ár,“ skrifar Emma í tölvupósti til Stundarinnar. Stundin hefur ekki aðgang að læknaskýrslum og hefur ekki forsendur til að meta áverkana aðrar en þær sem byggja á fjölmiðlaumfjöllun erlendis. Því hefur orðalagi fréttarinnar verið breytt að beiðni Emmu Caroline.

Uppfært: Emma Caroline var á endanum dæmd fyrir alvarlega líkamsárás

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár