Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Læknir á Selfossi ákærður fyrir alvarlega árás

Emma Carol­ine Fern­and­ez hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir árás í Ung­verjalandi. Hún er sök­uð um að hafa eitr­að fyr­ir konu og bar­ið í höf­uð­ið með hamri. Emma starfar sem lækn­ir á lyflækn­inga­deild Heil­brigð­is­stofn­un­ar Suð­ur­lands en hún hef­ur ekki tek­ið sér leyfi frá störf­um.

Læknir á Selfossi ákærður fyrir alvarlega árás

Emma Caroline Fernandez er konan sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir alvarlega árás. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV í gær.

Emma, sem fékk almennt lækningaleyfi í febrúar í fyrra, starfar við lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Stundin ræddi við Hjört Kristjánsson, framkvæmdastjóra lækninga við HSU, sem sagðist hafa vitað af málinu frá því í vor en vildi ekki tjá sig efnislega um það. Ekki verður betur séð en að Emma muni starfa áfram á stofnuninni, en ekki virðist hafa verið farið fram á að hún tæki sér tímabundið leyfi frá störfum vegna málsins.

Uppfært: Samkvæmt tilkynningu sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér eftir umfjöllun um málið í dag hefur konan verið send í leyfi vegna málsins. Fram kemur að stofnuninni hafi ekki verið kunnugt um alvarleika málsins.

Lögmaður ósáttur við málsmeðferðina

Í stuttu samtali við Stundina vildi Emma ekkert tjá sig um málið og benti á lögmann sinn, Ingibjörgu Ólöfu Vilhjálmsdóttur. Ingibjörg leggur áherslu á að Emma lýsi sig saklausa af ákæru. Hennar málsvörn snúist meðal annars um að atburðarásin hafi verið sviðsett af meintu fórnarlambi.

Í frétt RÚV var haft eftir lögmanni hennar að ákæra sé ekki í samræmi við lýsingu Emmu á málsatvikum. Hún gagnrýndi sömuleiðis málsmeðferð.

„Já, málsmeðferðin hefur verið frekar undarleg. Hún lýsir sér helst í því að það virðast einhver sönnunargögn hafa týnst í málinu. Síðan hafa ungversk yfirvöld ákveðið að fresta dómsuppkvaðningu vegna þess að þau hafa komist á snoðir um að íslensk stjórnvöld væru að fylgjast með málinu. Það eitt og sér er mjög undarlegt,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, verjandi Emmu, í samtali við Stundina.

Hún segir að Emma hafi ekki flúið frá lögreglu líkt og haldið er fram í frétt Dehir. „Nei, hún gerði það ekki og var mjög samvinnuþýð á þeim tíma og hefur verið alla tíð síðan. Hún heldur fram allt öðrum málsatvikum heldur en ungversk yfirvöld hafa viljað láta. Sá munur lýsir sér í algjörri andstöðu við það sem kemur fram í ákæru. Það lýsir sér í því að hún segir að þetta hafi verið sviðsett af meintum brotaþola,“ segir Ingibjörg Ólöf. 

Sagðar vinkonur

Ungverskir fjölmiðlar fjölluðu fyrst um málið í síðastliðnum maímánuði. Í fjölmiðlinum Dehir kemur fram meginefni ákærunnar gegn Emmu. Emma og meint fórnarlamb, kona frá Nígeríu, eru sagðar hafa verið góðar vinkonur og báðar á seinasta ári í læknisfræði við Háskólann í Debrecen, þar sem fjölmargir Íslendingar hafa stundað læknisnám. Í frétt Dehir kemur fram að Emma sé sökuð um að hafa eitrað fyrir konunni og síðar barið hana í tvígang í höfuðið með hamri.

Með svefnlyf í blóði

Atvikið sem Emma er ákærð fyrir átti sér stað sumarið 2012. Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum bauð Emma meintu fórnarlambi í kvöldverð heima hjá sér. Emma á að hafa sett svefntöflur út í matinn sem varð til þess að meintur þolandi sofnaði fljótlega eftir að hafa borðað. Daginn eftir er hún sögð hafa rankað við sér í íbúðinni og verið mjög slöpp. Þá á Emma að hafa ráðist á meint fórnarlamb með hamri og barið hana í tvígang í höfuðið. Meint fórnarlamb er sagt hafa náð hamrinum úr höndum Emmu og því næst reynt að flýja. Þá á Emma að hafa rifið í hár fórnarlambsins sem náði þó að koma sér út úr íbúðinni.

Á leið sinni úr húsinu á fórnarlambið að hafa reynt að kalla eftir aðstoð nágranna en án árangurs. Samkvæmt þessari atvikalýsingu á hún að hafa komið sér út úr húsinu að lokum þegar íbúi í öðru húsi veitti henni aðstoð og í kjölfarið færð undir læknishendur á spítala. Konan er sögð hafa skilið eftir sig blóðslóð á göngum íbúðarhússins.

Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum fundust svefnlyf í blóði nígerísku konunnar og hafði hún áverka. Þrátt fyrir þetta var búist við því að hún myndi ná sér að fullu. Í frétt Dehir kemur fram að lögregla hafi farið í íbúðina og fundið umræddan hamar, en Emma hafi ekki verið á vettvangi.

Líkt og fram kemur hér að ofan segir Emma að þessar ásakanir eigi ekki við rök að styðjast og atvikið hafi verið sviðsett. 

Athugasemd: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að meintur þolandi hafi verið höfuðkúpubrotin. Vísað var til fréttar ungverska fjölmiðilsins Dehir. Emma Caroline Fernandez andmælir því hins vegar að meintur þolandi hafi hlotið höfuðkúpubrot. „Ég hef aldrei heyrt af höfuðkúpubroti fyrr en í þessari frétt og ég ætti að vita betur þar sem þetta hefur verið á herðum mínum síðastliðin þrjú ár,“ skrifar Emma í tölvupósti til Stundarinnar. Stundin hefur ekki aðgang að læknaskýrslum og hefur ekki forsendur til að meta áverkana aðrar en þær sem byggja á fjölmiðlaumfjöllun erlendis. Því hefur orðalagi fréttarinnar verið breytt að beiðni Emmu Caroline.

Uppfært: Emma Caroline var á endanum dæmd fyrir alvarlega líkamsárás

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár