Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir fjármálaregluna fela í sér lögfestingu hægrisinnaðrar efnahagsstefnu

Ný­sam­þykkt lög um op­in­ber fjár­mál tak­marka svig­rúm fjár­veit­ing­ar­valds­ins til að reka rík­is­sjóð með halla. „Stærstu og mik­il­væg­ustu lög“ haust­þings­ins, seg­ir Guð­laug­ur Þór.

Segir fjármálaregluna fela í sér lögfestingu hægrisinnaðrar efnahagsstefnu
Hægrisinnuð efnahagsstefna lögfest Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vísaði sérstaklega til fjármálareglunnar þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu um helgina. Sagði hún að með því að samþykkja frumvarpið væri Alþingi í raun að lögfesta hægrisinnaða efnahagsstefnu. Mynd: Pressphotos

Heildarlög um opinber fjármál voru samþykkt á Alþingi á laugardag með 46 atkvæðum. Einungis þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, en að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, varaformanns fjárlaganefndar, eru þetta „stærstu og mikilvægustu lög“ þessa haustþings. Með lögunum er svigrúm fjárveitingarvaldsins til að reka ríkissjóð með halla takmarkað allverulega. Stundin fjallaði ítarlega um þennan þátt frumvarpsins, svonefnda fjármálareglu, í sumar og ræddi við tvo hagfræðinga sem leist ekki á blikuna.

Samkvæmt 7. gr. laganna verða markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar um afkomu og efnahag hins opinbera að samræmast þremur skilyrðum. Í fysta lagi þarf heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil alltaf að vera jákvæður og árlegur halli alltaf að vera undir 2,5 prósentum af landsframleiðslu. Í öðru lagi þurfa heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, að vera lægri en nemur 30 prósentum af vergri landsframleiðslu. Í þriðja lagi er kveðið á um að ef skuldahlutfall fari yfir 30 prósent skuli sá hluti sem umfram er lækka að meðaltali á hverju þriggja ára tímabili um að minnsta kosti 5 prósent á hverju ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár