Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir fjármálaregluna fela í sér lögfestingu hægrisinnaðrar efnahagsstefnu

Ný­sam­þykkt lög um op­in­ber fjár­mál tak­marka svig­rúm fjár­veit­ing­ar­valds­ins til að reka rík­is­sjóð með halla. „Stærstu og mik­il­væg­ustu lög“ haust­þings­ins, seg­ir Guð­laug­ur Þór.

Segir fjármálaregluna fela í sér lögfestingu hægrisinnaðrar efnahagsstefnu
Hægrisinnuð efnahagsstefna lögfest Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vísaði sérstaklega til fjármálareglunnar þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu um helgina. Sagði hún að með því að samþykkja frumvarpið væri Alþingi í raun að lögfesta hægrisinnaða efnahagsstefnu. Mynd: Pressphotos

Heildarlög um opinber fjármál voru samþykkt á Alþingi á laugardag með 46 atkvæðum. Einungis þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, en að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, varaformanns fjárlaganefndar, eru þetta „stærstu og mikilvægustu lög“ þessa haustþings. Með lögunum er svigrúm fjárveitingarvaldsins til að reka ríkissjóð með halla takmarkað allverulega. Stundin fjallaði ítarlega um þennan þátt frumvarpsins, svonefnda fjármálareglu, í sumar og ræddi við tvo hagfræðinga sem leist ekki á blikuna.

Samkvæmt 7. gr. laganna verða markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar um afkomu og efnahag hins opinbera að samræmast þremur skilyrðum. Í fysta lagi þarf heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil alltaf að vera jákvæður og árlegur halli alltaf að vera undir 2,5 prósentum af landsframleiðslu. Í öðru lagi þurfa heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, að vera lægri en nemur 30 prósentum af vergri landsframleiðslu. Í þriðja lagi er kveðið á um að ef skuldahlutfall fari yfir 30 prósent skuli sá hluti sem umfram er lækka að meðaltali á hverju þriggja ára tímabili um að minnsta kosti 5 prósent á hverju ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár