Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þekktur stjórnmálahagfræðingur segir fjármálareglur Íslendinga fráleitar

Mark Blyth, pró­fess­or í stjórn­mála­hag­fræði og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Auster­ity: The History of a Dan­gerous Idea, seg­ir út­gjald­a­reglu rík­is­stjórn­ar­inn­ar mjög óskyn­sam­lega.

Þekktur stjórnmálahagfræðingur segir fjármálareglur Íslendinga fráleitar
Mark Blyth Mynd: Skjáskot af Youtube

Mark Blyth, skoskur prófessor í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, segir fjármálareglur íslenskra stjórnvalda vanhugsaðar og til þess fallnar að grafa undan sjálfvirkum sveiflujöfnurum ríkisfjármálanna. Honum finnst sorglegt að ríkisfjármálastefna af þessu tagi sé við lýði á Íslandi. 

Blyth er þekktastur fyrir bók sína Austerity: The History of a Dangerous Idea sem kom út árið 2012 og vakti heimsathygli. Þar er fjallað með ítarlegum hætti um skaðleg áhrif aðhalds- og niðurskurðarstefnu í efnahagsmálum og þá hugmyndafræði sem býr að baki slíkri hagstjórn. 

Stundin hafði samband við Mark Blyth og bar undir hann þær fjármálareglur sem kynntar hafa verið til sögunnar á Íslandi; annars vegar fjármálaregluna sem lögfest var þegar lög um opinber fjármál voru samþykkt á Alþingi árið 2015 og hins vegar útgjaldaþakið og stefnuviðmiðið um tekjur hins opinbera í fjármálaáætlun og fjármálastefnu núverandi ríkisstjórnar.

„Maður getur skilið hvatann á bak við svona reglur hjá t.d. Þjóðverjum, þar sem óttinn við skuldsetningu hins opinbera er gríðarlegur og í raun fjarstæðukenndur en á sér þó djúpar sögulegar rætur, og t.d. í Brasilíu þar sem gríðarleg sundrung og fullkomið vantraust ríkir… en hvers vegna eru Íslendingar að þessu? Þetta er mjög dapurlegt að heyra,“ segir Blyth. 

Í lögum um opinber fjármál er kveðið á um að hallarekstur ríkisins megi ekki nema meira en 2,5 prósentum af vergri landsframleiðslu. Í ríkisfjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar eru tekjöflun ríkisins settar sérstakar skorður með stefnumiði um að frumtekjur hins opinbera megi ekki aukast umfram hagvöxt en sams konar reglu var að finna í fjármálaáætlun síðustu stjórnar. Í fjármálastefnu núverandi ríkisstjórnar er svo einnig að finna sérstakt útgjaldaþak; þá reglu að heildarútgjöld hins opinbera mega ekki nema meira en 41,5 prósentum af vergri landsframleiðslu næstu árin. 

Seðlabankinn hefur gagnrýnt stefnumið síðustu ríkisstjórnar um tekjuöflun harðlega og sagt að skorðurnar sé sveifluaukandi og afar bagalegar. Þá hefur fjármálaráð bent á að útgjaldareglan geti orðið til þess að stjórnvöld festist í „spennitreyju“ eigin fjármálastefnu ef hagvöxtur reynist ekki jafn mikill og gert er ráð fyrir. 

Mark Blyth tekur undir þessa gagnrýni. „Þetta grefur undan sjálfvirku sveiflujöfnurunum og getur þannig dýpkað efnahagslægðina þegar þar að kemur,“ segir hann. Þá furðar hann sig á að Alþingi hafi lögfest regluna um takmörkun á svigrúmi til hallareksturs ríkissjóðs þegar lög um opinber fjármál voru sett árið 2015, enda sé fráleitt sé að binda hendur fjárveitingarvaldsins með slíkum hætti. „Það er sorglegt að samfélag eins og Ísland taki upp á slíku til þess eins að spara nokkra skildinga,“ segir hann.

Hann bendir á að fjármálareglur á borð við þessar séu að verða æ algengari. Þannig sé engu líkara en að reynt sé að festa í sessi, og gera nánast óafturkræfa, þá aðhaldsstefnu sem riðið hefur húsum víða um heim undanfarna áratugi. Slíkt gagnist engum nema lánardrottnum og ráðandi stéttum.

Hér má sjá myndskeið frá 2010 þar sem Mark Blyth fjallar um aðhaldsstefnu:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár