Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þekktur stjórnmálahagfræðingur segir fjármálareglur Íslendinga fráleitar

Mark Blyth, pró­fess­or í stjórn­mála­hag­fræði og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Auster­ity: The History of a Dan­gerous Idea, seg­ir út­gjald­a­reglu rík­is­stjórn­ar­inn­ar mjög óskyn­sam­lega.

Þekktur stjórnmálahagfræðingur segir fjármálareglur Íslendinga fráleitar
Mark Blyth Mynd: Skjáskot af Youtube

Mark Blyth, skoskur prófessor í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, segir fjármálareglur íslenskra stjórnvalda vanhugsaðar og til þess fallnar að grafa undan sjálfvirkum sveiflujöfnurum ríkisfjármálanna. Honum finnst sorglegt að ríkisfjármálastefna af þessu tagi sé við lýði á Íslandi. 

Blyth er þekktastur fyrir bók sína Austerity: The History of a Dangerous Idea sem kom út árið 2012 og vakti heimsathygli. Þar er fjallað með ítarlegum hætti um skaðleg áhrif aðhalds- og niðurskurðarstefnu í efnahagsmálum og þá hugmyndafræði sem býr að baki slíkri hagstjórn. 

Stundin hafði samband við Mark Blyth og bar undir hann þær fjármálareglur sem kynntar hafa verið til sögunnar á Íslandi; annars vegar fjármálaregluna sem lögfest var þegar lög um opinber fjármál voru samþykkt á Alþingi árið 2015 og hins vegar útgjaldaþakið og stefnuviðmiðið um tekjur hins opinbera í fjármálaáætlun og fjármálastefnu núverandi ríkisstjórnar.

„Maður getur skilið hvatann á bak við svona reglur hjá t.d. Þjóðverjum, þar sem óttinn við skuldsetningu hins opinbera er gríðarlegur og í raun fjarstæðukenndur en á sér þó djúpar sögulegar rætur, og t.d. í Brasilíu þar sem gríðarleg sundrung og fullkomið vantraust ríkir… en hvers vegna eru Íslendingar að þessu? Þetta er mjög dapurlegt að heyra,“ segir Blyth. 

Í lögum um opinber fjármál er kveðið á um að hallarekstur ríkisins megi ekki nema meira en 2,5 prósentum af vergri landsframleiðslu. Í ríkisfjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar eru tekjöflun ríkisins settar sérstakar skorður með stefnumiði um að frumtekjur hins opinbera megi ekki aukast umfram hagvöxt en sams konar reglu var að finna í fjármálaáætlun síðustu stjórnar. Í fjármálastefnu núverandi ríkisstjórnar er svo einnig að finna sérstakt útgjaldaþak; þá reglu að heildarútgjöld hins opinbera mega ekki nema meira en 41,5 prósentum af vergri landsframleiðslu næstu árin. 

Seðlabankinn hefur gagnrýnt stefnumið síðustu ríkisstjórnar um tekjuöflun harðlega og sagt að skorðurnar sé sveifluaukandi og afar bagalegar. Þá hefur fjármálaráð bent á að útgjaldareglan geti orðið til þess að stjórnvöld festist í „spennitreyju“ eigin fjármálastefnu ef hagvöxtur reynist ekki jafn mikill og gert er ráð fyrir. 

Mark Blyth tekur undir þessa gagnrýni. „Þetta grefur undan sjálfvirku sveiflujöfnurunum og getur þannig dýpkað efnahagslægðina þegar þar að kemur,“ segir hann. Þá furðar hann sig á að Alþingi hafi lögfest regluna um takmörkun á svigrúmi til hallareksturs ríkissjóðs þegar lög um opinber fjármál voru sett árið 2015, enda sé fráleitt sé að binda hendur fjárveitingarvaldsins með slíkum hætti. „Það er sorglegt að samfélag eins og Ísland taki upp á slíku til þess eins að spara nokkra skildinga,“ segir hann.

Hann bendir á að fjármálareglur á borð við þessar séu að verða æ algengari. Þannig sé engu líkara en að reynt sé að festa í sessi, og gera nánast óafturkræfa, þá aðhaldsstefnu sem riðið hefur húsum víða um heim undanfarna áratugi. Slíkt gagnist engum nema lánardrottnum og ráðandi stéttum.

Hér má sjá myndskeið frá 2010 þar sem Mark Blyth fjallar um aðhaldsstefnu:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár