Stefán Logi Sívarsson, oft kenndur við Skeljagranda, var í gær fluttur af fangelsinu Sogni fyrir líkamsárás á samfanga.
Samkvæmt heimildum Stundarinnar brutust út átök milli Stefáns Loga og samfanga hans í lyftingasalnum í fangelsinu, með þeim afleiðingum að beinbrot varð í vinstri augntóft samfangans.
Sendur á Litla-Hraun
„Þeir voru eitthvað að rífast um tónlistarval. Samfanginn kom þarna niður og Stebbi var með einhverja tónlist á og samfanganum fannst hún of há og lækkaði í henni. Löggan var þarna allan gærdag að taka yfirheyrslur og Stebbi fór beint upp á Litla-Hraun,“ segir heimildarmaður Stundarinnar.
Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður bæði á Sogni og Litla-Hrauni, neitar að staðfesta að alvarleg líkamsárás hafi átt sér stað á Sogni.
Athugasemdir