„Mér var óskaplega brugðið enda þykir mér vænt um dýr og vil síst af öllu meiða neitt þeirra,“ segir Heimir Karlsson, útvarpsmaður í Bítinu á Bylgjunni. Hann er nýkominn úr golfferð til Bandaríkjanna ásamt félögum sínum. Ferðin var minnisstæð fyrir tvennt aðallega. Hann fékk örn og banaði íkorna.
„Þetta var agjörlega óvart. Ég var að bogra undir tré við að skjóta golfkúlunni og sá ekki íkornann fyrr en of seint. Þá hafði ég skotið í dýrið,“ segir hann.
Athugasemdir