Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB

Ein um­deild­asta ákvörð­un ís­lenskra stjórn­mála á síð­ari ár­um, form­leg slit á við­ræð­um við ESB, er mik­ið hags­muna­mál fyr­ir Kaup­fé­lag Skag­firð­inga. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur sterk tengsl við kaup­fé­lag­ið. Skag­firð­ing­ar hafa lagt vax­andi áherslu á sam­skipti við Rúss­land og mark­aðs­setn­ingu lamba­kjöts þar í landi. Ný­lega var skip­að­ur ræð­is­mað­ur Rúss­lands í Skaga­firði, sem starfar í kjöt­af­urða­deild kaup­fé­lags­ins.

Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB
Ráðherrann sem réði Gunnar Bragi Sveinsson olli uppnámi þegar hann tók ákvörðun um að slíta viðræðum við ESB með bréfi, án þess að málið færi fyrir Alþingi eða í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og lofað hafði verið fyrir kosningar.

Heimildarmenn Stundarinnar í innsta hring stjórnkerfisins á Íslandi telja að ekki séu öll kurl til grafar komin hvað varðar ástæður slitabréfs Gunnars Braga Sveinssonar til Evrópusambandsins í mars síðastliðnum. Bréfið hefur reynst olía á eld áframhaldandi ófriðar innanlands um alþjóðastefnu Íslendinga. Orðalag bréfsins hefur þótt óskýrt og gagnrýnendur hafa kallað gjörðina gerræði á opinberum vettvangi, ekki síst þar sem málið fór ekki fyrir Alþingi eins og ákvörðunin um umsóknina sjálfa. 

Þáttur forseta Íslands hefur einnig verið mjög til skoðunar í þessu samhengi, ekki síst þau viðskipta- og vinabönd sem forsetinn hefur reynt að skapa í Rússlandi og sumpart er auðveldara að treysta fyrir Ísland án ESB. Sum viðskipti við Rússa eru útilokuð eða langsótt ef Ísland væri í hópi aðildarríkja að ESB og er rætt um iðnað, sjávarútveg og landbúnað. Það er tengingin við landbúnað, kindur og KS sem rætt hefur verið um innan íslenskra ráðuneyta síðustu vikur að kunni að hafa haft einhver áhrif á ákefð Gunnars Braga í snöggum slitum á viðræðum við Evrópusambandið. Áhersla á útflutning á kjötvöru og tækifæri í landbúnaði eru einnig sögð tengjast vináttu Guðna Ágústssonar við forseta Íslands en báðir eru í vinfengi við Gunnar Braga. Guðni er einn valdamesti maður landsins í landbúnaðarmálum og eru skoðanaleiðtogaáhrif Guðna hjá kjósendum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks talin hafa vegið þungt á lokasprettinum þegar Ólafur Ragnar vann stórsigur á Þóru Arnórsdóttur sem og öðrum frambjóðendum í síðustu forsetakosningum. Bréfleg slit Gunnars Braga við ESB liðka fyrir frekari sértækum viðskiptasamböndum landbúnaðargeirans hér á landi við Rússa. Með bréfi Gunnars Braga kann að skapast aukinn farvegur fyrir vöruskipti til Rússa og þar gæti skagfirskt lambakjöt mjög komið við sögu. Formlega getur utanríkisráðuneytið undir stjórn Gunnars Braga nú haldið því fram að Ísland sé ekki lengur aðildarríki að ESB. Það opnar á viðskiptavelvild Rússa. Sumir heimildarmenn Stundarinnar í stjórnkerfinu segja að Rússar hafi nefnt á óformlegum fundi að skilyrði fyrir auknum viðskiptum Íslendinga og Rússa væri að Ísland myndi yfirgefa Evrópusambandið sem umsóknarríki.

Vantar fleiri púsl

Pattstaða skapaðist um örlög Íslands sem umsóknarríkis um aðild að ESB á vorþinginu 2014 eftir að Gunnar Bragi lagði fram tillöguslit sem ekki náðust í gegn. Röð fjölmennra mótmæla og hörð viðbrögð minnihlutans á þingi unnu þá gegn fyrirætlan utanríkisráðherra. Slitabréf Gunnars Braga í mars síðastliðnum kom svo eins og köld vatnsgusa framan í stóran hluta þjóðarinnar. Hefur verið rætt um vendipunkt í þeim efnum þegar fylgi Pírata fór að stóraukast vegna and­úðar Íslendinga á embættis­færslum ríkisstjórnarinnar. Slitin eru í andstöðu við kosningaloforð sjálfstæðismanna og ýmis fyrri ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. „En það vantar enn einhver púsl í þetta allt saman ennþá. Hvers vegna fara menn svona fram?“ spyr einn þingmaður í minnihlutanum sem Stundin ræddi við.

„Follow the Money“ hefur oft verið svarið þegar upp koma spurningar sem ekki fela í sér augljóst svar. Frasinn er rakinn til þess þegar tveir blaðamenn Washington Post afhjúpuðu Watergate-hneyksli Nixons Bandaríkjaforseta fyrir mörgum árum. Eins og Stundin hefur greint frá kúventi Framsóknarflokkurinn á skömmum tíma frá því að vera jákvæður gagnvart aðild að ESB yfir í að loka og læsa. Þar eru hagsmunir sagðir ráða för. Það bakland sem utanríkisráðherra sprettur úr hefur hagsmuni sem tengjast málinu. Ýmsir heimildarmenn Stundarinnar telja að það geti haft áhrif á ákvörðunina. 

Vægi atkvæða á landsbyggðinni er meira en á höfuðborgarsvæðinu. Því þarf lýðræðislega minni stuðning bak við hvert þingsæti en ella ef umboð til trúnaðarstarfa er sótt til kjósenda úti á landi. Gunnar Bragi er oddviti framsóknarmanna í skagfirsku frumframleiðsluhéraði, byggð sem átt hefur undir högg að sækja. Fækkun íbúa á Norðvesturlandi er staðreynd svo nemur hundruðum íbúa á skömmum tíma. Mjög hefur verið talað um flutning ríkisstofnana á Krókinn en hörð andstaða virðist við slíkar fyrirætlanir. Skemmst er að minnast undanhalds Sigurðar Inga, samflokksráðherra Gunnars Braga, en flutningur Fiskistofu til Akureyrar virðist kominn í uppnám. Kaupfélag Skagfirðinga kynnir sig á heimasíðu félagsins sem „Bakhjarl í héraði“. Færa má gild rök fyrir því að KS sé bakhjarlinn, enda eiga flestir íbúa á Sauðárkróki sitt undir umsvifum kaupfélagsins. „Með auknum tækifærum KS sjá íbúar í Skagafirði, og þar með kjósendur Framsóknarflokksins í héraði, fram á bjarta tíma,“ segir íbúi í Skagafirði sem Stundin ræddi við.

Kjörræðismaður eða kjötræðismaður?

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru þeir flokkar sem helst hafa gætt hagsmuna gömlu atvinnuveganna hér á landi. Ef stefna skal að auknum útflutningi íslenskra landbúnaðarvara, svo sem lambakjöti, skiptir höfuðmáli hve opið flæði af vörum er í staðinn inn til Íslands. Til að gera langa sögu stutta miðast kerfið við að Ísland selji sem mest út af landbúnaðarvörum en fái sem minnsta samkeppni af 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
3
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
7
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
7
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
8
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
9
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár