Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sjómannasambandið svarar félagsmanni: „Skíttu í píkuna á þér“

Hvöss orða­skipti áttu sér stað á Face­book á milli Sjó­manna­sam­band Ís­lands og Óm­ars Sig­urðs­son­ar sjó­manns. Þeir ef­uð­ust um sjó­mennsku hvors ann­ars. Sjó­menn standa nú í kjara­deilu við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Sjómannasambandið svarar félagsmanni: „Skíttu í píkuna á þér“
Formaður Valmundur Valmundsson talaði fyrir hönd sambandsins á Facebook. Mynd: Tryggvi

Nokkuð hvöss orðaskipti áttu sér stað á Facebook-síðu Sjómannasamband Íslands yfir jólin. Rétt fyrir jól, 22. desember, deildu samtökin tilkynningu sem birtist á vef Verkalýðsfélags Akranes vegna kjaradeilu sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi en kjarasamningur sjómanna hefur verið laus í fimm ár á föstudaginn. Svo fór að ekki einn sjómaður lét heyra í sér í athugasemdum og upp úr því spratt rifrildi milli sambandsins og sjómannsins. Lokaorð sambandsins til sjómannsins voru: „Skíttu í píkuna á þér!“

Tilkynning Verkalýðsfélags Akraness snerist um skoðanakönnun sem send verður á sjómenn til að taka afstöðu um framhaldið. „Nú er staðan þannig að sjómenn þurfa að taka afstöðu til þess hvað gera skuli og þess vegna sendi félagið út bréf með skoðanakönnun þar sem meðal annars er spurt um hvort hefja eigi undirbúning verkfallsaðgerða. Vonast formaður félagsins eftir að sjómenn sendi skýr skilaboð um hvað þeir vilji gera til að knýja fram eðlilegan, sanngjarnan og réttlátan kjarasamning til handa sjómönnum því það er ótækt með öllu að sjómenn einir séu án þess að hafa gildandi kjarasamning um sín störf,“ segir í tilkynningu Verkalýðsfélags Akraness.

„Við erum bara sjómenn og við tölum þannig.“

Valmundur Valmundsson er formaður Sjómannasambands Íslands og sér jafnframt um Facebook-síðu sambandsins. Í samtali við Stundina segir hann ekki um rifrildi að ræða heldur sjóaramál. „Við erum bara sjómenn og við tölum þannig, ég er líka sjómaður þó ég sé formaður Sjómannasambandsins, menn geta ekki verið viðkvæmir fyrir því. Ég stend alveg við það,“ segir Valmundur.  Öll sjómannafélög og sjómannadeildir í öðrum stéttarfélögum eru innan sambandsins sem var stofnað árið 1957.

Efast um sjómennsku hvors annars

Undir deilinguna á tilkynningunni skrifar sambandið ákall til sjómanna um að tjá sína skoðun á málinu. Ómar Sigurðsson kveður sér orð og segir löngu kominn tíma til aðgerða. „Það er löngu kominn tími til aðgerða og það kemur ekki á óvart að frumkvæðið komi frá Vilhjálmi Birgissyni. Sjómannaforustan í landinu er óvirk og of tengd útgerðarisunum í landinu. Það gerist ekkert ef ekki er skipt um forustusveit. Steindautt lið,“ skrifar Ómar.

„Þú hefur aldrei í káetu komið Valmundur ef þú kallar þetta að rífa kjaft Tussusnúður“.“

Annan í jólum skrifar Ómar aðra athugasemd sem hann segist hafa fengið í einkaskilaboði frá Valmundi: „Án þess að ég ætli að rífast við þig Ómar þá var það að frumkvæði Sjómannasambandsins að þessi könnun er gerð. Öll félögin í landinu fengu sama pakkann frá okkur og spyrja sína félagsmenn sömu þriggja spurninganna. Mér finnst eiginlega lágmarkskrafa að menn kynni sér málin áður en þeir fara a rífa kjaft.“

Við þetta bætir Ómar svo að það sýni þörf á nýrri forustu að honum sé ekki svarað í athugasemdum. „Þetta sýnir þörfina á að skipta um forustu í öllum samböndum sjómanna allavegana hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er sjúkt lið sem vinnum með útgerðinni gegn sjómönnum ... Burt með það,“ skrifar Ómar.

Við þetta kemur Sjómannasambandið sjálft og sviðið og svarar Ómari á þá leið að skoðanaskiptin séu ekki boðleg og hann hafi sleppt seinustu setningunni. Því næst fór sambandið og Ómar að rífast um hvort kjaftur hafi verið rifinn. „Þú sagðir að ég væri að rífa kjaft Valmundur svo varla hefur þú átt við mig svo ég tek því svo að þú eigir við stórútgerðina,“ skrifar Ómar og sambandið svarar svo: „Ég fór fram á að þú kynntir þér málin áður en kjaftur væri rifinn. Einfalt er það ekki?“

Ómar svarar strax í sömu mynd: „Hvenær reif ég kjaft???? Kallarðu það að hafa skoðanir sé að rífa kjaft Valmundur?“ Sjómannasambandið bregst þá við með því að spyrja Ómar hvort hann sé sjómaður, sem Ómar svarar játandi og segist hann hafa verið sjómaður í fimmtíu ár. „Ok. Þá kanntu sjóaramál er það ekki og ættir ekki að vera viðkvæmur þó mér finnist þú rífa kjaft. Og by the way þá rífur stórútgerðin stólpakjaft eins og kröfurnar þeirra bera með sér,“ skrifar Sjómannasamband Íslands.  Ómar svarar um hæl og efast um að Valmundur hafi stigið í káetu: „Þú hefur aldrei í káetu komið Valmundur ef þú kallar þetta að rífa kjaft Tussusnúður.“ Sjómannasambandið sló svo botninn í þessi orðaskipti með fyrrnefndum orðum: „Skíttu í píkuna á þér!“

Flestir á því að láta heyra í sér

Líkt og fyrr segir Valmundur að um sé að ræða sjóaratal. Hann blæs á þá fullyrðingu að hann sé tengdur útgerðinni. „Ég kannast ekki við það og er ekki tengdur útgerðinni, það eru fimm ár síðan ég hætti á sjó,“ segir Valmundur.

Valmundur ferðast nú um landið og fundar með sjómönnum um hvaða eigi að gera í kjarabaráttu þeirra. „Menn hafa skoðanir á hlutunum og manni sýnist að flestir séu á því að við eigum að láta heyra í okkur,“ segir Valmundur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár