Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sími Birnu gæti hafa farið í átt að Heiðmörk: „Það er slökkt af mannavöldum“

Ein­hver tók ákvörð­un um að slökkva á síma Birnu Brjáns­dótt­ur þar sem hann virt­ist hugs­an­lega vera á leið í Heið­mörk. Lög­regl­an leit­ar Birnu Brjáns­dótt­ur í Hafnar­firði og í Reykja­vík. Hún seg­ir vís­bend­ing­ar á Face­book um að henni hafi lið­ið illa, en hún hafi „svart­an húm­or“.

Sími Birnu gæti hafa farið í átt að Heiðmörk: „Það er slökkt af mannavöldum“
Birna Brjánsdóttir Týndist aðfararnótt laugardags. Mynd: Facebook / Lögreglan

„Það er slökkt af mannavöldum,“ sagði Grímur Grímsson rannsóknarlögreglumaður á blaðamannafundi um hvarf Birnu Brjánsdóttur rétt í þessu. „Slökkt á símanum. Manúalt slökkt á símanum,“ segir Grímur.

Spurður hvort einhver hafi verið með henni sem hafi viljað slökkva á síma hennar svarar Grímur: „Það er góð spurning.“

Grunsamlegt hvarf Birnu er rannsakað út frá því að hún hafi horfið í Reykjavík eða Hafnarfirði, allt eftir því hvort hún hafi verið aðskilin frá síma sínum eða ekki. Hún sást á öryggismyndavélum á Laugavegi, en virðist ekki hafa farið lengra en Laugaveg 31. Leitað er að ökumanni á Rauðum Kia Rio sem ók á Laugaveginum sömu mínútu, eða klukkan 05:25.

Lögreglan hefur birt myndband af ferðum Birnu mínúturnar áður en hún hvarf.

Sími hennar greindist á farsímasendum í eða við Hafnarfjörð um nóttina. „Síminn gæti hafa farið áleiðis upp í Heiðmörk,“ sagði forsvarsmaður slysavarnarfélagsins Landsbjargar á fundinum. Ein sviðsmyndin er að sími Birnu hafi ferðast svokallaða flóttamannaleið frá Reykjanesbraut að Vífilsstöðum og inn í Hafnarfjörð. 

Birna BrjánsdóttirEr rétt rúmlega tvítug.

Birna er 170 sentímetrar á hæð, um 70 kíló, ljósrauðhærð með slegið hár. Hún er tiltölulega nýhætt í sambandi og er talið ólíklegt að hún hafi ætlað sér að ganga heim til sín, þar sem hún býr í Breiðholtinu. 

Að sögn móður Birnu hafði hún nýlega skráð sig að nýju á samfélagsmiðilinn Tinder, sem notaður er til að koma á kynnum milli fólks. Hún hafi áður kynnst ferðamönnum í gegnum Tinder og farið í ferð innanlands.

Vísbendingar um vanlíðan

Lögreglan hefur fengið leyfi fjölskyldunnar til að skrá sig inn á Facebook-aðgang Birnu, en engin virkni var þar eftir síðasta fimmtudag. 

„Það eru vísbendingar um að henni hafi ekki liðið vel. Fjölskyldan segir okkur að hún sé með dálítið svartan húmor. Það sem kemur fram í þessu skyni sé því marki brennt að vera svartur húmor.“

Lögreglan hefur engar kenningar til að vinna eftir og leitar frekari upplýsinga. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta hafi verið sjálfsvíg en í svona rannsókn er ekkert útilokað,“ segir Grímur.

Af blaðamannafundinum í dagSigríður Björk Guðjónsdóttir ásamt fulltrúa Landsbjargar.

Skilaboð til íbúa í miðborginni

„Það er verið að leggja áherslu á það núna að fara í leit í nágrenni Hafnarfjarðar. Annað sem ég vildi vilja nefnna ogg biðja ykkur að koma á framfæri við íbúa í miðborginni er sú að landsbjörg fór í leit og leitaði á svæði í 300 metra radíus frá þeim stað sem Birna sást síðar,“ segir Grímur.

 Hann biðlar til fólks í miðborginni, sérstaklega fólks sem býr á svæðinu milli Lækjargötu, Skólavörðustígs, Barónstígs og Sæbrautar. „Við viljum biðja íbúa sem eiga eignir á þessu svæði að kanna hvort Birna leynist í skúmaskotum, kjöllurum.“

Unnið er eftir mörgum mismunandi kenningum. Ein þeirra er að Birna hafi beygt niður Vatnsstíg. Þyrla Landhelgisgæslunnar verður send af stað í leitina í Hafnarfirði með hitamyndavélar. 

„Það er kannski einfeldningslegt af minni hálfu, en mig langar að halda áfram leitinni með það fyrir augum að við finnum hana á lífi,“ sagði Grímur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár