Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, telur að vantraust undirmanna sinna gagnvart yfirstjórn lögreglunnar beinist ekki sérstaklega að sjálfri sér. Þá vísar hún því á bug að vantraustið tengist þætti hennar í lekamálinu eða löke-málinu.
Þetta kemur fram í frétt RÚV þar sem rætt er við Sigríði vegna gríðarlegrar óánægju meðal starfsmanna lögregluembættisins. Fullyrðir hún að um sé að ræða „langvarandi vanda sem eigi rætur aftur fyrir þann tíma er hún tók við embætti“. Vísar hún þannig ábyrgðinni að hluta til á fyrri yfirstjórnendur, svo sem Stefán Eiríksson, Jón H. B. Snorrason og Hörð Jóhannesson.
Talsverðar breytingar urðu hjá lögreglu í fyrra þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, lét færa Sigríði Björk og Öldu Hrönn Jóhannsdóttur frá Suðurnesjum til Reykjavíkur þar sem þær voru skipaðar lögreglustjóri og aðstoðarlögreglustjöri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu án auglýsingar.
Athugasemdir