Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur gagnrýninn í viðtali: Segir samstarf Evrópuríkja „leysast upp í vitleysu“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að sam­starf Evr­ópu­þjóð­anna í flótta­manna­mál­um sé „allt að leys­ast upp í vit­leysu“ og að hug­mynd­in um Schengen-sam­starf­ið sé „fall­in“. Hann sak­ar kaup­menn um frekju og seg­ir borg­ar­yf­ir­völd vera í „þrjóskukasti“.

Sigmundur gagnrýninn í viðtali: Segir samstarf Evrópuríkja „leysast upp í vitleysu“
Forsætisráðherra Mynd: Getty

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsir því yfir í viðtali í Bylgjunni í morgun að Schengen-samstarfið um frjáls og vegabréfalaus ferðalög innan Evrópska efnahagssvæðisins sé komið að falli.

Í viðtalinu í þættinum Í bítið gagnrýndi Sigmundur Seðlabankann, Landsbankann, kaupmenn, stjórnarandstöðuna, borgaryfirvöld, þýsk yfirvöld og Evrópusambandsríki og sagði Evrópusambandið vera „í vitleysu“ í flóttamannamálum.

Hugmyndin um Schengen er „fallin“

Sigmundur var spurður út í Schengen-samstarfið um landamæralausa Evrópu, sem lönd á Evrópska efnahagssvæðinu eru aðilar að. Hann sagði Schengen vera komið að falli.

„Já, mér sýnist það í raun og veru vera að gerast sjálfkrafa, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það eru alltaf að koma nýjar og nýjar fréttir af einhverjum stöðum þar sem menn eru að setja upp eftirlit á landamærum, og núna síðast verið að stoppa umferð milli Danmerkur og Þýskalands að miklu leyti. Þetta vekur mjög stórar spurningar um Schengen, þegar menn eru hættir svo mikið sem að skrá fólk inn á svæðið, þá er það í rauninni hugmyndin sem það gekk út á, þessi ytri mörk. Þá er hún fallin,“ segir Sigmundur. 

Hann líkur flóttamannavandanum við keppnisíþrótt, þar sem klappað er fyrir flóttafólkinu eftir lífshættulega för með glæpagengjum þegar það kemur á „endamarkið“.

„... þar sem er tekið á móti fólki eins og það sé að vinna í einhverri keppni“

„Þannig að það verður mjög erfitt að sjá hvernig Schengen fyrirkomulagið á að lifa þetta af nema menn nái þeim mun meiri samstöðu um aðgerðir og markmið, en það bólar nú lítið á samstöðu í Evrópusambandinu um þessi mál núna. Og í raun dapurlegt að sjá hvernig menn eru að vinna í sitt hvora áttina og þetta er einhvern veginn allt að leysast upp í vitleysu. Þetta er vandamál af þeirri stærðargráðu, og það er erfitt og flókið, að það verður ekki leyst nema Evrópulöndin komi sér saman um hvernig eigi að tækla þetta. Það er spurning hvort það er eðlilegt fyrirkomulag, hvort það sé búið til eitthvað endamark, eins og Þýskaland, þar sem er tekið á móti fólki eins og það sé að vinna í einhverri keppni, en á sama tíma leyfa þessi lönd, Þýskaland og fleiri lönd, fólki ekki að koma með eðlilegum hætti. Ekki að fljúga til Þýskalands með flugvél. Ekki að stoppa á flugvellinum. Ekki að koma að landamærunum á ytra svæðinu, ytri mörkum Schengen, nema í raun með ólöglegum hætti. Þannig að skilaboðin eru þessi: Þið verðið að leita á náðir glæpasamtaka og reyna að láta smygla ykkur inn með lífshættulegum hætti. Ef ykkur tekst það, þá er tekið á móti ykkur og klappað þegar þið komið í land. En ef menn fara ekki í slíka hættuför, þá eru menn bara stoppaðir og sendir aftur. Þetta eru mjög hættuleg skilaboð,“ segir Sigmundur Davíð. 

Í gær kynnti hins vegar Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tillögu um sameiginlega áætlun Evrópuríkja um móttöku á 160 þúsund flóttamönnum. Ríki Schengen tækju þannig öll þátt í móttöku flóttamanna. Samkvæmt Schengen-samstarfinu yrði Ísland skyldugt til að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um móttöku flóttamanna. 

„Frekja“ hjá kaupmönnum

Sigmundur gagnrýndi einnig kaupmenn harðlega fyrir hugmyndir þeirra um lækkun tolla á matvæli, en ákveðið hefur verið að tollar verða afnumdir á fatnaði og fleiri vörum, en ekki matvælum.

„Þessi viðbrögð stórkaupmanna, sem þessi samtök hétu nú áður, ef ég man rétt. Þessi viðbrögð núna þegar verið er að ráðast í þessi sögulegu skref í afnámi tolla, sem setur Ísland nánast í sérflokk í þessum efnum, að menn skuli ekki svo mikið sem segja: Þetta var frábært, tími til kominn. Heldur byrja strax að fussa og sveia yfir því af hverju menn séu ekki að afnema tolla af matvöru. Þetta þykja mér vera furðuleg viðbrögð, sérstaklega í ljósi þess að í matvælunum er þetta allt annars eðlis. Þar snýst þetta um að við náum að halda úti þeirri matvælaframleiðslu sem við höfum viðhaldið hér á Íslandi. Þar erum við í raun að verja framlög stjórnvalda, sem við getum kallað neytendaframlög, vegna þess að þau snúast um að við náum að framleiða mat á samkeppnishæfu verði hér á Íslandi. Sem okkur hefur tekist.

„Við erum með lægra matvælaverð heldur en á öðrum Norðurlöndunum.“

Við erum með lægra matvælaverð heldur en á öðrum Norðurlöndunum. Við erum kannski í meðaltali Evrópusambandsins í matvælaverði. Og sérstaklega, ef við lítum til innlendra matvæla, þá eru þau að styrkja stöðu okkar í þessari samkeppni. Og við höfum líka séð það að erlendis, þar sem menn hafa fellt niður ákveðna tolla, þá hefur það ekki skilað sér til neytenda í lægra verði. Það hefur bara skilað sér í því að verslunin nær að taka meira til sín. Þannig að mér finnst þetta í rauninni frekja að ganga fram með þessum hætti eftir að hafa hamast á innlendri matvælaframleiðslu, eins og menn hafa gert, þrátt fyrir að hún hafi haldið aftur af verðbólgunni á undanförnum árum, að þegar það er verið að afnema tolla og vörugjöld af 1.600 vöruflokkum, þá séu viðbrögðin þau: Hva, af hverju eruð þið ekki að leyfa okkur að leggja meira á matinn?“

„Hva, af hverju eruð þið ekki að leyfa okkur að leggja meira á matinn?“

Sigmundur Davíð segir að verið sé að semja við „meðal annars vini okkar í Evrópusambandinu“ um gagnkvæma niðurfellingu eða lækkun tolla. „Þannig að við getum flutt út skyrið og fleira sem þeir sækjast eftir, lambakjöt eða annað, þeir geta þá flutt meira af sínum vörum hingað.“

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að ef matvælaverð á Íslandi sé jafnlágt og Sigmundur Davíð segir ætti innlend matvælaframleiðsla að þola samkeppni sem fæst með lækkun tolla á matvæli.

„Ég minni á að nú þegar er meirihluti matvæla sem seld eru hér á landi eru innflutt. Hér er forsætisráðherra fyrst og fremst að tala um landbúnaðarvörur. Ef verð er jafn hagstætt og forsætisráðherra heldur fram, hvaða ótti er þá varðandi það að lækka tolla?“ spyr Jóhannes. „Hann talar jafnframt um frekju í þeim sem kalla eftir lægri tollum á innfluttar landbúnaðarvörur. Hvað á þá segja um þá sem ætlast til að neytendur borgi hærra verð vegna þeirra ofurtolla sem lagðir eru á innfluttu vöruna? Er það ekki frekja í þeim að ætlast til að neytendur borgi það sem kostar að halda úti landbúnaði þegar það er ekki þjóðhagslega hagkvæmt? Stjórnmálamenn gáfu lítið fyrir það að þegar við gengum í EFTA lagðist fata- og húsgagnaframleiðsla að mestu af. Það var í lagi þar sem þessi framleiðsla var í raun ekki samkeppnishæf þegar tollvernd lauk. En eflaust er meira hlustað á forystumenn bænda þegar kemur að innflutningsverndinni og þá er það bölvuð frekja í þeim sem vilja lægra matvælaverð að mati forsætisráðherra,“ segir Jóhannes.

„Vaxtaokur“ á Íslandi

Sigmundur, sem lofaði því fyrir kosningar að afnema verðtrygginguna, lýsir yfir óánægju sinni í viðtalinu við Bylgjuna vegna „vaxtaokurs“. Hann segir að frumvörp um afnám verðtryggingar verði væntanlega lögð fram á næsta þingi. „Hins vegar breytir það ekki því að vaxtaokrið á landinu er sjálfstætt vandamál. Það er búið að hanna kerfi sem er beinlínis til þess gert að ríkisstjórn og stjórnmálamenn séu ekki að skipta sér af vöxtum. En menn geta farið að velta því fyrir sér hvort það sé rétta fyrirkomulag fyrir Ísland miðað við þá vaxtastefnu sem hér hefur verið rekin. Maður hefði viljað sjá ríkisbankann, að minnsta kosti á meðan hann er banki í þjóðareigu, leggja áherslu á að fara á undan með góðu fordæmi í þjónustu við viðskiptavini. Keyra niður verð frekar en hitt. Og ég vonast til að sjá þá þróun. Hins vegar ráðast vextir þess banka og annarra ekki eingöngu af þeirra vaxtamun, eða þeirra verðlagningu á peningum ef svo má segja, heldur líka af vaxtastefnu Seðlabankans og fleiru. En já, maður hefði viljað sjá Landsbankann ganga lengra í því að draga hina bankana með sér í því efni.“

Forsætisráðherra gagnrýnir fleiri

Í viðtalinu gagnrýndi Sigmundur Davíð einnig borgaryfirvöld, stjórnarandstöðuna og fleiri. Hann sagði borgaryfirvöld hafa ætlað sér í „þrjóskukasti“ að hóta að „stoppa framkvæmdir, stoppa að hægt sé að nýta lóðirnar í eitthvað annað“ ef rædd yrði hugmynd um að nýr Landspítali yrði á öðrum stað en þegar hefur verið ákveðinn. Sigmundur er andsnúinn staðsetningu hans og vill „byggja bara nýjan og flottan spítala eftir öllum nútímakröfum og þörfum á stað sem er meira miðsvæðis, sem liggur betur við umferð, frekar en að byggja þetta borgvirki sem liggur þarna.“

Þá segir Sigmundur að stjórnarandstöðuþingmenn virðast gagnrýna ríkisstjórnina án þess að kynna sér málin. „Stundum finnst mér nú Árni Páll og sum þeirra þarna í stjórnarandstöðu bara ákveða fyrirfram hvað þau ætla að segja og byrja svo að blaða í frumvarpinu.“

Spurður út í lítinn stuðning við Framsóknaflokkinn segir Sigmundur að flokkur hans, sem mælist með um helming þess fylgis í skoðanakönnunum sem hann fékk í alþingiskosningunum, standi sögulega betur en hinir hefðbundnu flokkarnir í ljósi sögu síðustu ára.

„Það er nú þannig með alla þessa hefðbundnu flokka. En við þó, ef við lítum til sögunnar, meðalfylgis síðustu 10 til 15 ára, í staðinn fyrir að skoða stöðuna að undanförnu, þá stendur minn flokkur langbest. Við erum með rúmlega 100 prósent eða í kringum 100 prósent af meðalfylgi. Á svipuðum slóðum og við höfum verið í seinni tíð, á meðan aðrir flokkar eru í undir helmingi af sínu fylgi eða tvo þriðju.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár