Fyrir kosningar lofaði Sjálfstæðisflokkurinn því að þjóðin fengi að kjósa um hvort halda ætti áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þegar ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndu að öllum líkindum ná meirihluta í þingkosningunum tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í sama streng og sagði sjálfsagt að til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Myndband sem Lára Hanna Einarsdóttir tók saman með loforðum þingmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu hefur vakið mikla athygli en í gær varð það ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir ætla að svíkja þessi kosningarloforð.
Hér eru ummæli nokkurra þingmanna sundurliðuð:
Bjarni Benediktsson:
„Í Evrópusambandsmálinu þá munum við standa við það sem við höfum ályktað um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla. Hún gæti farið fram á fyrri hluta þessa kjörtímabils til dæmis í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar. Við munum standa við það að hlusta á eftir því sem fólkið í landinu vill.“
„Ég tel að það sé vel raunhæft að gera þetta á fyrrihluta kjörtímabilsins næsta, …
Athugasemdir