Stundin fjallaði nýlega um starfslok Elínar Sigrúnar Jónsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra dómstólaráðs, sem sagði starfi sínu lausu árið 2011 eftir að hafa kvartað undan yfirgangi og meintu einelti tveggja ráðsmanna og ekki talið sig hljóta sanngjarna málsmeðferð. Hafði hún þá gegnt starfi framkvæmdastjóra í rúman áratug við góðan orðstír.
Samskiptaörðugleikarnir tóku sig upp skömmu eftir hrun þegar Elín hvatti til þess að íslenskir dómstólar þægju aðstoð Norðmanna við að betrumbæta stjórnsýslu og starfshætti kerfisins.
Á starfsdegi dómstólanna þann 14. október 2011 hélt Elín stutta ræðu og kvaddi kollega sína. Í ræðunni greindi hún frá því hvers vegna hún hafði ákveðið að segja upp starfinu og vakti uppákoman mikla athygli. Stundin fékk leyfi Elínar fyrir því að birta ræðu hennar í heild:
Hvað skal segja við lok starfs? Og samvinnu við mörg ykkar síðastliðin ellefu ár? Kostirnir eru tveir; Í fyrsta lagi að flytja sæta skálaræðu, þakka og óska viðstöddum heilla í leik og starfi – og segja einfalt bless. Hinn kosturinn er að segja satt, segja söguna af hverju ég læt af störfum. Er það góður kostur?
Athugasemdir