Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segja að flugdólgar sleppi við ákærur meðan aðgerðasinnum sé mætt af hörku

Frá­vís­un­ar­kröfu Jór­unn­ar Eddu Helga­dótt­ur og Ragn­heið­ar Freyju Krist­ín­ar­dótt­ur var vís­að frá í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í morg­un. Lög­menn kvenn­anna, sem stóðu upp í flug­vél til að mót­mæla ólög­mætri brott­vís­un vin­ar síns, benda á að flugdólg­ar hafi ekki ver­ið ákærð­ir fyr­ir mun al­var­legri at­vik.

Frávísunarkröfu tveggja kvenna sem stóðu upp í flugvél Icelandair til að mótmæla ólöglegri brottvikningu hælisleitanda, var hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fravísunarkrafan byggði meðal annars á því að verjendum væri ógerlegt að taka til varna fyrir skjólstæðinga sína þar sem verknaðarlýsing í ákæru væri svo óskýr að erfitt væri að ráða hvað hvorum skjólstæðingi þeirra væri gefið að sök. Héraðssaksóknari mótmælti því að ákæran væri óskýr og vísaði til þess að konurnar væru ákærðar fyrir samverknað.

Verjendurnir, þau Páll Bergþórsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, byggðu frávísunarkröfu sína einnig á því að konurnar hefðu ekki notið réttlátrar málsmeðferðar þar sem hún hefði dregist langt úr hófi fram, en tvö og hálft ár liðu frá því atvikið átti sér stað og héraðssaksóknari lagði fram ákæru í málinu. Lögmennirnir furða sig á því að héraðssaksóknari hafi tekið sér svo langan tíma í að leggja fram ákæru enda byggi mál saksóknara mestmegnis á myndbandsupptöku sem legið hafi fyrir frá upphafi máls. Dómari vísaði til þess að þau álitaefni sem væru uppi í málinu vörðuðu frekar sýknuástæður. 

Harkaleg viðbrögð við pólitískri aðgerð

Stundin ræddi við lögmennina eftir að frávísunarkröfu þeirra hafði veirð hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir furða sig á þeirri hörku sem ákæruvaldið beitir í málinu, en konurnar gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm fyrir athæfið. Þau vekja athygli á að ekki hafi þótt tilefni til ákæru í málum þar sem svokallaðir flugdólgar hafa truflað flug í miðjum háloftum sem hafi haft mun alvarlegri afleiðingar í för með sér en í þessu tilfelli, og velta því upp hvort viðbrögð ákæruvaldsins skýrist mögulega af því að hér hafi verið um pólitíska aðgerð að ræða.

Páll bendir til dæmis á að málum þar sem einhver óhlýðnist fyrirmælum flugverja sé yfirleitt lokið með sektargerð upp á tíu til fimmtán þúsund krónur. „Það er eflaust mikið af málum sem er lokið með þeim hætti en þarna virðast þeir fara svolítið í að líta á þetta sem einhverskonar meiriháttar aðgerðir, þar sem eru mögulega einhverjir svona aðgerðarsinnar, og fara þá kannski í svona gígantíska heimfærslu.“ Auður segir af nógu að taka fyrir aðalmeðferð málsins sem er á dagskrá þann 8. febrúar næstkomandi.

Allt að sex ára fangelsi

Í ákæru héraðssaksóknara er þeim Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur gefið að sök að hafa brotið gegn 106. og 168. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa annars vegar tálmað lögreglumönnum við skyldustörf og hins vegar raskað öryggi flugvélarinnar. Þá eru þær sagðar hafa brotið gegn 141. gr. loftferðalaga með því að óhlýðnast fyrirmælum áhafnar. Hámarksrefsing við broti gegn 106. gr. almennra hegningarlaga er tveggja ára fangelsi en refsing við broti gegn 168. gr. sömu laga getur verið allt að sex ára fangelsi. Þá liggur allt að fimm ára fangelsisdómur við broti gegn 141. gr. loftferðalaga. Þær geta því átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar.

Frávísunarkrafa lögmannanna byggði á því að ákæruskjal héraðssaksóknara fullnægði ekki kröfum 152. gr. laga um meðferð sakamála, sem kveður á um skýrileika í ákæru. „Af verknaðarlýsingu eiga ákærðu að geta ráðið hvaða háttsemi þeim er gefin að sök og hvaða refsilagaákvæði þær eiga að hafa brotið gegn án þess að tvímælis orki í þeim efnum. Í ákæruskjali er engin sundurgreining á háttsemi ákærðu. Ákærðu er því illmögulegt að taka afstöðu til sakargifta og er ógerlegt fyrir verjendur að taka til varna fyrir skjólstæðinga sína.“ Lögmennirnir sögðu ennfremur að verknaðarlýsing í ákæru ætti ekkert skylt við það sem raunverulega gerðist og að hún ætti sér ekki stoð í gögnum málsins. Hefur þar verið vísað til þess að ekki sé samræmi á milli þess sem ákærðu var gefið að sök við lögreglurannsókn og síðar í ákæruskjali.

Vildu vernda vin sinn

Það var að morgni dags þann 26. maí 2016 sem þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja stóðu upp í flugvél Icelandair til að mótmæla brottvísun hælisleitandans Eze Okafor sem hafði verið handtekinn og færður með lögregluvaldi í flugvélina þar sem vísa átti honum til Svíþjóðar.

Þá þegar lá fyrir að sænsk yfirvöld myndu ekki taka mál hans fyrir heldur senda hann aftur til heimalandsins Nígeríu en Eze hefur greint frá því að hann hafi flúið þaðan í kjölfar árása Boko Haram liða, sem veittu honum stungusár og myrtu bróður hans. Ragnheiður og Jórunn stóðu upp áður en vélin tók á loft og báðu aðra flugfarþega um að sýna hælisleitandanum samstöðu en flugstjóri flugvélarinnar neitaði að taka á loft fyrr en allir farþegar höfðu sest niður.

Stundin ræddi við þær Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju stuttu eftir að ákæran hafði verið lögð fram í síðasta mánuði, en þá sögðust þær hafa gripið til þessa örþrifaráðs til þess að vernda vin sinn sem þær óttuðust mjög um. Þá þegar hefði legið fyrir að verið væri að vísa Eze úr landi á grundvelli dyflinnarreglugerðarinnar þrátt fyrir að kærunefnd útlendingamála hefði verið búin að úrskurða um að að frestur til þess gera slíkt væri útrunninn. Þær hafi því einfaldlega verið að bregðast við þessu lögbroti Útlendingastofnunar: 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Hægt að túlka mál á 48 tímum í stað 48 mánaða
FréttirFlóttamenn

Hægt að túlka mál á 48 tím­um í stað 48 mán­aða

Í við­kvæm­um mál­um er oft tek­ist á um túlk­un út­lend­ingalaga, eins og mál 12 og 14 ára drengja frá Palestínu, þeirra Sam­eer Omr­an og Yaz­an Kaware. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, er með LLM-próf í mann­rétt­ind­um frá Kaþ­ólska há­skól­an­um í Leu­ven. Hún tel­ur Út­lend­inga­stofn­un ekki vera að beita lög­un­um rétt.
Aukin hætta á ofbeldi ef rasismi fær að grassera
ViðtalFlóttamenn

Auk­in hætta á of­beldi ef ras­ismi fær að grass­era

Mik­il hætta er á auknu of­beldi í lönd­um þar sem nei­kvæð orð­ræða um inn­flytj­end­ur og hæl­is­leit­end­ur fær að grass­era, að sögn full­trúa Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna. „Okk­ar stofn­un var stofn­uð eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina. Það stríð varð til úr ras­isma og gyð­inga­h­atri. Það byrj­aði allt með orð­um,“ seg­ir full­trú­inn – Annika Sand­l­und.
Brátt á heimleið:  Ísland breytti sýn Isaacs á samkynhneigð
FréttirFlóttamenn

Brátt á heim­leið: Ís­land breytti sýn Isaacs á sam­kyn­hneigð

„Ég hef ekk­ert á móti sam­kyn­hneigð­um, ég vil að all­ir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja,“ seg­ir Isaac Kwateng, vall­ar­stjóri Þrótt­ar, sem er á leið aft­ur til Ís­lands eft­ir að hafa ver­ið send­ur úr landi eft­ir sex ára dvöl hér. Hann flúði Gana ár­ið 2017 eft­ir að hafa pre­dik­að gegn sam­kyn­hneigð. Sýn hans á rétt­indi hinseg­in fólks breytt­ist eft­ir að hann kom til Ís­lands.
Móðir og systir Oriönu fengu vernd en hún send burt
Viðtal

Móð­ir og syst­ir Oriönu fengu vernd en hún send burt

Þrátt fyr­ir að móð­ir Oriönu Das­iru Agu­delo Pinedu og syst­ir henn­ar hafi feng­ið hæli hér á landi fljót­lega eft­ir að þær sóttu um það verð­ur Ori­ana send aft­ur til Venesúela í byrj­un nóv­em­ber, jafn­vel þó að Út­lend­inga­stofn­un telji að hún eigi á hættu að sæta þar illri með­ferð. Ástæð­an fyr­ir því að hún fékk ekki vernd er sú að hún er með tvö­fald­an rík­is­borg­ara­rétt – venesú­elsk­an og kól­umb­ísk­an. Í Kól­umb­íu seg­ist hún ekki eiga neitt bak­land og að rík­is­borg­ara­rétt­ur­inn sé til­kom­inn vegna kól­umb­ísks afa sem hún hitti aldrei.

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
4
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
6
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
9
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
8
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár