Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Synjað um dvalarleyfi á grundvelli laga sem fallin voru úr gildi

Ákvörð­un Út­lend­inga­stofn­un­ar í máli Eze Oka­for felld úr gildi. Stofn­un­inni gert að taka mál­ið upp að nýju.

Synjað um dvalarleyfi á grundvelli laga sem fallin voru úr gildi

Ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í apríl síðastliðnum um að synja Eze Okafor, nígerískum hælisleitanda, um dvalarleyfi af mannúðarástæðum hefur verið felld úr gildi. Stofnuninni ber að taka umsókn Eze fyrir að nýju þar sem fyrri ákvörðun byggði á gömlum útlendingalögum sem fallin voru úr gildi. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði kærunefndar útlendingamála sem dagsettur er 22. júní síðastliðinn. Stuðningsmenn Eze vonast til þess að þetta muni leiða til þess að hann fái dvalarleyfi hér á landi.

Stundin greindi frá því í maí að Útlendingastofnun hefði synjað umsókn Eze um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en stofnunin taldi að honum væri ekki hætta búin í heimalandinu þrátt fyrir að hann hefði flúið þaðan eftir að liðsmenn Boko Haram hryðjuverkasamtakanna höfðu veitt honum alvarlegt stungusár og drepið bróður hans vegna kristinnar trúar þeirra í borginni Maiduguri í norð-austurhluta Nígeríu. Ákvörðunin var síðar kærð til kærunefndar útlendingamála sem hefur nú rekið Útlendingastofnun til baka með hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár