Synjað um dvalarleyfi á grundvelli laga sem fallin voru úr gildi

Ákvörð­un Út­lend­inga­stofn­un­ar í máli Eze Oka­for felld úr gildi. Stofn­un­inni gert að taka mál­ið upp að nýju.

Synjað um dvalarleyfi á grundvelli laga sem fallin voru úr gildi

Ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í apríl síðastliðnum um að synja Eze Okafor, nígerískum hælisleitanda, um dvalarleyfi af mannúðarástæðum hefur verið felld úr gildi. Stofnuninni ber að taka umsókn Eze fyrir að nýju þar sem fyrri ákvörðun byggði á gömlum útlendingalögum sem fallin voru úr gildi. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði kærunefndar útlendingamála sem dagsettur er 22. júní síðastliðinn. Stuðningsmenn Eze vonast til þess að þetta muni leiða til þess að hann fái dvalarleyfi hér á landi.

Stundin greindi frá því í maí að Útlendingastofnun hefði synjað umsókn Eze um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en stofnunin taldi að honum væri ekki hætta búin í heimalandinu þrátt fyrir að hann hefði flúið þaðan eftir að liðsmenn Boko Haram hryðjuverkasamtakanna höfðu veitt honum alvarlegt stungusár og drepið bróður hans vegna kristinnar trúar þeirra í borginni Maiduguri í norð-austurhluta Nígeríu. Ákvörðunin var síðar kærð til kærunefndar útlendingamála sem hefur nú rekið Útlendingastofnun til baka með hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu