Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Synjað um dvalarleyfi á grundvelli laga sem fallin voru úr gildi

Ákvörð­un Út­lend­inga­stofn­un­ar í máli Eze Oka­for felld úr gildi. Stofn­un­inni gert að taka mál­ið upp að nýju.

Synjað um dvalarleyfi á grundvelli laga sem fallin voru úr gildi

Ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í apríl síðastliðnum um að synja Eze Okafor, nígerískum hælisleitanda, um dvalarleyfi af mannúðarástæðum hefur verið felld úr gildi. Stofnuninni ber að taka umsókn Eze fyrir að nýju þar sem fyrri ákvörðun byggði á gömlum útlendingalögum sem fallin voru úr gildi. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði kærunefndar útlendingamála sem dagsettur er 22. júní síðastliðinn. Stuðningsmenn Eze vonast til þess að þetta muni leiða til þess að hann fái dvalarleyfi hér á landi.

Stundin greindi frá því í maí að Útlendingastofnun hefði synjað umsókn Eze um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en stofnunin taldi að honum væri ekki hætta búin í heimalandinu þrátt fyrir að hann hefði flúið þaðan eftir að liðsmenn Boko Haram hryðjuverkasamtakanna höfðu veitt honum alvarlegt stungusár og drepið bróður hans vegna kristinnar trúar þeirra í borginni Maiduguri í norð-austurhluta Nígeríu. Ákvörðunin var síðar kærð til kærunefndar útlendingamála sem hefur nú rekið Útlendingastofnun til baka með hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár