Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Synjað um dvalarleyfi á grundvelli laga sem fallin voru úr gildi

Ákvörð­un Út­lend­inga­stofn­un­ar í máli Eze Oka­for felld úr gildi. Stofn­un­inni gert að taka mál­ið upp að nýju.

Synjað um dvalarleyfi á grundvelli laga sem fallin voru úr gildi

Ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í apríl síðastliðnum um að synja Eze Okafor, nígerískum hælisleitanda, um dvalarleyfi af mannúðarástæðum hefur verið felld úr gildi. Stofnuninni ber að taka umsókn Eze fyrir að nýju þar sem fyrri ákvörðun byggði á gömlum útlendingalögum sem fallin voru úr gildi. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði kærunefndar útlendingamála sem dagsettur er 22. júní síðastliðinn. Stuðningsmenn Eze vonast til þess að þetta muni leiða til þess að hann fái dvalarleyfi hér á landi.

Stundin greindi frá því í maí að Útlendingastofnun hefði synjað umsókn Eze um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en stofnunin taldi að honum væri ekki hætta búin í heimalandinu þrátt fyrir að hann hefði flúið þaðan eftir að liðsmenn Boko Haram hryðjuverkasamtakanna höfðu veitt honum alvarlegt stungusár og drepið bróður hans vegna kristinnar trúar þeirra í borginni Maiduguri í norð-austurhluta Nígeríu. Ákvörðunin var síðar kærð til kærunefndar útlendingamála sem hefur nú rekið Útlendingastofnun til baka með hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár