Útlendingastofnun hefur synjað umsókn Eze Okafor, hælisleitanda frá Nígeríu, um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en stofnunin telur að honum sé ekki hætta búin í heimalandinu. Eze flúði Nígeríu árið 2011 eftir að liðsmenn Boko Haram höfðu ráðist á hann, veitt honum alvarlegt stungusár og drepið bróður hans í borginni Maiduguri í norð-austurhluta Nígeríu.
Hann sótti fyrst um hæli hér á landi í apríl 2012 og síðar um dvalarleyfi af mannúðarástæðum, meðal annars á grundvelli sérstakra tengsla við landið, en hann á unnustu hér á landi auk þess sem hann hefur eignast hér fjölmarga nána vini í gegnum störf sín fyrir kristinn söfnuð sem og í mannréttindabaráttu.
Útlendingastofnun kemst hinsvegar að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að Eze eigi ekki rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum, meðal annars á þeirri forsendu að hann eigi enga ættingja hér á landi. Í því sambandi skipti litlu máli að hann eigi unnustu og nána vini hér á landi.
Athugasemdir