Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ákæran svo óskýr að þeim sé „ógerlegt að taka til varna“

Far­ið er fram á að máli gegn þeim Jór­unni Eddu og Ragn­heiði Freyju, sem stóðu upp í flug­vél til að mót­mæla brott­vís­un hæl­is­leit­anda, verði vís­að frá dómi. Segja ákær­una of óskýra til að hægt sé að taka af­stöðu til sak­argifta auk þess ákærðu hafi ekki not­ið rétt­lát­ar máls­með­ferð­ar.

Ákæran svo óskýr að þeim sé „ógerlegt að taka til varna“

Verjendur tveggja kvenna, sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir að hafa staðið upp í flugvél Icelandair og mótmælt brottvikningu hælisleitanda, segja að þeim sé gert ógerlegt að taka til varna fyrir skjólstæðinga sína. Verknaðarlýsing í ákæru sé svo óskýr að þeim hafi ekki tekist að ráða hvað hvorum skjólstæðingi þeirra sé gefið að sök. Þar sem ekki sé að finna neina sundurgreininingu á meintri háttsemi þeirra sé þeim illmögulegt að taka afstöðu til sakargifta.

Þetta kemur fram í greinargerð sem lögmenn kvennanna, þau Páll Bergþórsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögðu fyrir héraðsdóm Reykjavíkur, þann 20. nóvember síðastliðinn. Lögmennirnir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi, en til vara að konurnar tvær verði sýknaðar af öllum kröfum ákæruvaldsins.

Lögmennirnir gagnrýna rannsókn málsins harðlega og segja skjólstæðinga sína ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Þá benda þeir á að málsmeðferðin hafi dregist langt úr hófi fram, en tvö og hálft ár liðu frá því atvikið átti sér stað og héraðssaksóknari lagði fram ákæru í málinu. 

Óljósar sakargiftir 

Í ákæru héraðssaksóknara eru þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja sakaðar um að hafa með hátterni sínu brotið gegn 106. og 168. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa annars vegar tálmað lögreglumönnum við skyldustörf og hinsvegar raskað öryggi flugvélarinnar. Þá eru þær einnig sakaðar um að hafa brotið gegn 141. gr. loftferðalaga með því að óhlýðnast fyrirmælum áhafnarinnar í vélinni.

Hámarksrefsing við broti gegn 106. gr. almennra hegningarlaga er tveggja ára fangelsi en refsing við broti gegn 168. gr. sömu laga getur verið allt að sex ára fangelsi. Þá liggur allt að fimm ára fangelsisdómur við broti gegn 141. gr. loftferðalaga. Þær geta því átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar.

„Ákæruvaldið hefur valið þá leið að ákæra fyrir ýmis konar brot á almennum hegningarlögum sem og sérlögum í þeirri von að dómurinn fallist á að minnsta kosti eitthvert þeirra eigi við. Hinar óljósu sakargiftir og ónákvæma heimfærsla er til þess fallin að gera verjendum ákærðu erfitt fyrir,“ segir í greinargerð lögmanna þeirra Jórunnar Eddu og Ragnheiðar Freyju, sem lögð var fyrir héraðsdóm Reykjavíkur í síðustu viku. „Verjendum ákærðu hefur ekki tekist að ráða hvað hvorum skjólstæðingi þeirra er gefið að sök og er því torvelt að verjast ákæruatriðum.“

Óskýr verknaðarlýsing 

Frávísunarkrafa lögmannanna byggir á því að ákæruskjal héraðssaksóknara fullnægi ekki kröfum 152. gr. laga um meðferð sakamála, sem kveður á um skýrileika í ákæru.

„Af verknaðarlýsingu eiga ákærðu að geta ráðið hvaða háttsemi þeim er gefin að sök og hvaða refsilagaákvæði þær eiga að hafa brotið gegn án þess að tvímælis orki í þeim efnum. Í ákæruskjali er engin sundurgreining á háttsemi ákærðu. Ákærðu er því illmögulegt að taka afstöðu til sakargifta og er ógerlegt fyrir verjendur að taka til varna fyrir skjólstæðinga sína,“ segir í greinargerðinni.

Þá sé ekki nóg að tilgreina í ákæru að um samverknað hafi verið að ræða til að komast megi hjá því að lýsa refsiverðri háttsemi hvers og eins ákærðu frekar. Lögmennirnir segja ennfremur að verknaðarlýsing í ákæru eigi ekkert skylt við það sem raunverulega gerðist og að hún eigi sér ennfremur ekki stoð í gögnum málsins. Er vísað til þess að ekki sé samræmi á milli þess sem ákærðu var gefið að sök við lögreglurannsókn og síðar í ákæruskjali.

Fari svo að kröfu um frávísun verið hafnað skora lögmennirnir á ákæruvaldið að leggja fram endurrit af skýrslutökum af þeim fimm vitnum sem teknar voru á rannsóknarstigi málsins, en það er mat ákærðu að samantektir lögreglu gefi „verulega skakka mynd af raunverulegum framburði vitna á rannsóknarstigi.“

Óréttlát málsmeðferð

Krafa um sýknu byggir á því að það sé bæði rangt og með öllu ósannað að þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja hafi gerst sekar um þá háttsemi sem tilgreind er í ákæru. Gera lögmennirnir alvarlegar athugasemdir við rannsókn málsins og fullyrða meðal annars að ákærðu hafi ekki notið réttlátar málsmeðferðar.

„Að undanskildum frumskýrslum af sjálfum ákærðu er stuðst við skýrslur af starfsmönnum kæranda. Ákærðu telja að rannsakendur hafi ekki annast rannsóknina á hlutlægan hátt og kannað jafnt það sem horfi til sektar og sýknu þeirra. Ákærðu hafa ekki notið réttlátar málsmeðferðar að þessu leyti.“

Í því sambandi er vísað til þess að málsmeðferðin öll hafi dregist langt úr hömlu í brýnni andstöðu við 53. gr. laga um meðferð sakamála, 70. gr. stjórnarskrárinnar sem og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveði á um að hraða skuli málsmeðferð eins og kostur er.

„Rannsókn málsins virðist hafa legið niðri í a.m.k. 15 mánuði hjá lögreglu. Þá leið tæpt ár frá því að rannsókn málsins var lokið og ákæra var loks gefin út. Engar skýringar réttlæta þessa áralöngu málsmeðferð en ljóst er að ákærðu er ekki um að kenna,“ segir í greinargerðinni.

Frestur til brottvísunar útrunninn

Það var að morgni dags þann 26. maí 2016 sem þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja stóðu upp í flugvél Icelandair til að mótmæla brottvísun hælisleitandans Eze Okafor sem hafði verið handtekinn og færður með lögregluvaldi í flugvélina þar sem vísa átti honum til Svíþjóðar.

Þá þegar lá fyrir að sænsk yfirvöld myndu ekki taka mál hans fyrir heldur senda hann aftur til heimalandsins Nígeríu en Eze hefur greint frá því að hann hafi flúið þaðan í kjölfar árása Boko Haram liða, sem veittu honum stungusár og myrtu bróður hans. Ragnheiður og Jórunn stóðu upp áður en vélin tók á loft og báðu aðra flugfarþega um að sýna hælisleitandanum samstöðu en flugstjóri flugvélarinnar neitaði að taka á loft fyrr en allir farþegar höfðu sest niður.

Stundin ræddi við þær Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju stuttu eftir að ákæran hafði verið lögð fram í síðasta mánuði, en þá sögðust þær hafa gripið til þessa örþrifaráðs til þess að vernda vin sinn sem þær óttuðust mjög um. Þá þegar hefði legið fyrir að verið væri að vísa Eze úr landi á grundvelli dyflinnarreglugerðarinnar þrátt fyrir að kærunefnd útlendingamála hefði verið búin að úrskurða um að að frestur til þess gera slíkt væri útrunninn. Þær hafi því einfaldlega verið að bregðast við þessu lögbroti Útlendingastofnunar: 

Allt að sex mánaða fangelsiHin 21 árs gamla Elin Ersson gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsis fyrir sambærilegt brot og þær Jórunn og Ragnheiður eru ákærðar fyrir. Þær gætu hinsvegar átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm.

Málinu svipar til máls sænsku háskólastúdínunnar Elin Ersson sem vakið hefur heimsathygli en hún neitaði í júlí síðastliðnum að setjast í sæti sitt til að hindra brottvísun afgansks flóttamanns. New York Times fjallaði nýlega ítarlega um mótmæli Ersson sem urðu til þess að hún og flóttamaðurinn voru leidd út úr vélinni en hann var sendur úr landi nokkru síðar.

Ersson hefur nú verið ákærð fyrir brot á lögum um loftferðir og getur hún átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm verði hún fundin sek. New York Times hefur eftir Ersson að hún líti á það sem skyldu sína að rísa upp fyrir hönd þeirra sem sendir eru í opinn dauðann til stríðshrjáðra landa. Athygli vekur að þeim Jórunni og Ragnheiði var birt ákæra nákvæmlega sama dag og Ersson eða föstudaginn 19. október, en þá voru tvö og hálft ár síðan atvikið átti sér stað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
5
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár