Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Siðanefnd ósammála forystumönnum stjórnarflokkanna um siðsemi aflandsfélaga

Siðanefnd tek­ur af­ger­andi af­stöðu gegn notk­un af­l­ands­fé­laga. „Kjós­end­ur vænta þess að þeir sýni borg­ara­lega ábyrgð,“ seg­ir nefnd­in um stjórn­mála­menn. Við­horf nefnd­ar­inn­ar eru gjör­ólík þeim sjón­ar­mið­um sem for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar Ís­lands og stjórn­ar­flokk­anna hafa hald­ið á lofti.

Siðanefnd ósammála forystumönnum stjórnarflokkanna um siðsemi aflandsfélaga

Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga tekur afgerandi afstöðu gegn notkun aflandsfélaga og telur slíka ráðstöfun fjármuna ekki samræmast kröfum um borgaralega ábyrgð, sérstaklega þegar um kjörna fulltrúa er að ræða.

Viðhorf siðanefndarinnar eru gjörólík þeim sjónarmiðum sem forystumenn ríkisstjórnar Íslands og stjórnarflokkanna hafa haldið á lofti eftir að í ljós kom að þrír ráðherrar hefðu notast við aflandsfélög. Formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa ítrekað vísað því á bug að ámælisvert sé að kjörnir fulltrúar eða aðrir geymi fé í aflandsfélögum. Einungis skipti máli að uppræta skattsvik, en ljóst er að notkun aflandsfélaga torveldar slíkt.

„Það er auðvitað augljóslega talsvart flókið að eiga peninga á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í viðtali við Stöð 2 eftir að í ljós kom að formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði notast við aflandsfélag. „Einhvers staðar verða peningar að vera,“ bætti hann við þegar spurningin var umorðuð. Síðar virðist Sigurður Ingi þó hafa skipt um skoðun.

Borgin leitaði til siðanefndar

Reykjavíkurborg óskaði eftir því þann 6. apríl 2016 að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga tæki til skoðunar málefni tengd aflandsfélögum í eigu borgarfulltrúanna Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur. Júlíus hefur sagt af sér sem borgarfulltrúi en Sveinbjörg er í barnaeignarleyfi. 

Siðanefndin fundaði þann 9. júní síðastliðinn og komst að niðurstöðu sem send var forsætisnefnd Reykjavíkurborgar. 

Í álitinu er bent á þrjú atriði. Í fyrsta lagi er tekið fram að borgarfulltrúum beri skylda til að virða skuldbindingar sem gildar samþykktir borgarinnar leggja á þá, þar á meðal reglurnar um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa sem borgarráð samþykkti þann 29. október 2009. Í öðru lagi er bent á að borgarfulltrúum beri að forðast hagsmunaárekstra og reglurnar um hagsmunaskráningu hafi meðal annars verið settar í þeim tilgangi að skilgreina leið til að uppfylla þá kröfu.

Aflandsfélög andstæð almannahag

Í þriðja lagi er fjallað um borgaralega ábyrgð. „Færa má rök fyrir því að eign í aflandsfélagi stangist á við a.m.k. andann í þeirri reglu að forðast beri misnotkun á almannafé (sbr. 2. gr. Siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg). Þó einkaeign í aflandsfélagi feli vissulega ekki í sér ráðstöfun á almannafé, þá hafa verið færð rök fyrir því að eign í aflandsfélögum hafi alvarlegar afleiðingar fyrir opinberan rekstur og íslenskt efnahagslíf almennt,“ segir í bréfi siðanefndar. Þessu til stuðnings er vísað í greinina „Ruðningsáhrif aflandsfélaga“ eftir Guðrúnu Johnsen, hagfræðing og lektor í fjármálum, sem birtist í Kjarnanum í lok apríl en þar færir Guðrún ýmis rök fyrir því að notkun aflandsfélaga sé skaðleg almannahagsmunum. 

„Kjósendur vænta þess að þeir sýni borgaralega ábyrgð“

„Í ljósi slíkra röksemda ber það ekki vott um sterka borgaralega ábyrgðarkennd að ráðstafa fjármunum sínum með þessum hætti. Kjörnir fulltrúar hljóta að teljast sérstaklega skuldbundnir almannahag og kjósendur vænta þess að þeir sýni borgaralega ábyrgð.“

Gengur þvert gegn því að sýna heilindi

Siðanefndin telur að skráðar siðareglur kjörinna fulltrúa séu liður í viðleitni til að sýna almenningi fram á að þeir starfi af heilindum að almannahag. „Sú ákvörðun að velja einkaeignum sínum ógagnsæjan stað í aflandsfélagi gengur þvert gegn slíkri viðleitni,“ segir í bréfinu. 

Formaður siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigurður Kristinsson, heimspekingur og prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Þá sitja í nefndinni þau Erling Ásgeirsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ og Anna Guðrún Björnsdóttir, lögfræðingur og sviðsstjóri þróunar- og alþjóðarsviðs sambandsins.
Starfsmaður og ritari nefndarinnar er Valur Rafn Halldórsson, stjórnsýslufræðingur og sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði sambandsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár