Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Siðanefnd ósammála forystumönnum stjórnarflokkanna um siðsemi aflandsfélaga

Siðanefnd tek­ur af­ger­andi af­stöðu gegn notk­un af­l­ands­fé­laga. „Kjós­end­ur vænta þess að þeir sýni borg­ara­lega ábyrgð,“ seg­ir nefnd­in um stjórn­mála­menn. Við­horf nefnd­ar­inn­ar eru gjör­ólík þeim sjón­ar­mið­um sem for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar Ís­lands og stjórn­ar­flokk­anna hafa hald­ið á lofti.

Siðanefnd ósammála forystumönnum stjórnarflokkanna um siðsemi aflandsfélaga

Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga tekur afgerandi afstöðu gegn notkun aflandsfélaga og telur slíka ráðstöfun fjármuna ekki samræmast kröfum um borgaralega ábyrgð, sérstaklega þegar um kjörna fulltrúa er að ræða.

Viðhorf siðanefndarinnar eru gjörólík þeim sjónarmiðum sem forystumenn ríkisstjórnar Íslands og stjórnarflokkanna hafa haldið á lofti eftir að í ljós kom að þrír ráðherrar hefðu notast við aflandsfélög. Formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa ítrekað vísað því á bug að ámælisvert sé að kjörnir fulltrúar eða aðrir geymi fé í aflandsfélögum. Einungis skipti máli að uppræta skattsvik, en ljóst er að notkun aflandsfélaga torveldar slíkt.

„Það er auðvitað augljóslega talsvart flókið að eiga peninga á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í viðtali við Stöð 2 eftir að í ljós kom að formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði notast við aflandsfélag. „Einhvers staðar verða peningar að vera,“ bætti hann við þegar spurningin var umorðuð. Síðar virðist Sigurður Ingi þó hafa skipt um skoðun.

Borgin leitaði til siðanefndar

Reykjavíkurborg óskaði eftir því þann 6. apríl 2016 að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga tæki til skoðunar málefni tengd aflandsfélögum í eigu borgarfulltrúanna Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur. Júlíus hefur sagt af sér sem borgarfulltrúi en Sveinbjörg er í barnaeignarleyfi. 

Siðanefndin fundaði þann 9. júní síðastliðinn og komst að niðurstöðu sem send var forsætisnefnd Reykjavíkurborgar. 

Í álitinu er bent á þrjú atriði. Í fyrsta lagi er tekið fram að borgarfulltrúum beri skylda til að virða skuldbindingar sem gildar samþykktir borgarinnar leggja á þá, þar á meðal reglurnar um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa sem borgarráð samþykkti þann 29. október 2009. Í öðru lagi er bent á að borgarfulltrúum beri að forðast hagsmunaárekstra og reglurnar um hagsmunaskráningu hafi meðal annars verið settar í þeim tilgangi að skilgreina leið til að uppfylla þá kröfu.

Aflandsfélög andstæð almannahag

Í þriðja lagi er fjallað um borgaralega ábyrgð. „Færa má rök fyrir því að eign í aflandsfélagi stangist á við a.m.k. andann í þeirri reglu að forðast beri misnotkun á almannafé (sbr. 2. gr. Siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg). Þó einkaeign í aflandsfélagi feli vissulega ekki í sér ráðstöfun á almannafé, þá hafa verið færð rök fyrir því að eign í aflandsfélögum hafi alvarlegar afleiðingar fyrir opinberan rekstur og íslenskt efnahagslíf almennt,“ segir í bréfi siðanefndar. Þessu til stuðnings er vísað í greinina „Ruðningsáhrif aflandsfélaga“ eftir Guðrúnu Johnsen, hagfræðing og lektor í fjármálum, sem birtist í Kjarnanum í lok apríl en þar færir Guðrún ýmis rök fyrir því að notkun aflandsfélaga sé skaðleg almannahagsmunum. 

„Kjósendur vænta þess að þeir sýni borgaralega ábyrgð“

„Í ljósi slíkra röksemda ber það ekki vott um sterka borgaralega ábyrgðarkennd að ráðstafa fjármunum sínum með þessum hætti. Kjörnir fulltrúar hljóta að teljast sérstaklega skuldbundnir almannahag og kjósendur vænta þess að þeir sýni borgaralega ábyrgð.“

Gengur þvert gegn því að sýna heilindi

Siðanefndin telur að skráðar siðareglur kjörinna fulltrúa séu liður í viðleitni til að sýna almenningi fram á að þeir starfi af heilindum að almannahag. „Sú ákvörðun að velja einkaeignum sínum ógagnsæjan stað í aflandsfélagi gengur þvert gegn slíkri viðleitni,“ segir í bréfinu. 

Formaður siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigurður Kristinsson, heimspekingur og prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Þá sitja í nefndinni þau Erling Ásgeirsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ og Anna Guðrún Björnsdóttir, lögfræðingur og sviðsstjóri þróunar- og alþjóðarsviðs sambandsins.
Starfsmaður og ritari nefndarinnar er Valur Rafn Halldórsson, stjórnsýslufræðingur og sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði sambandsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Var krabbamein í sýninu?
4
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár