Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Siðanefnd ósammála forystumönnum stjórnarflokkanna um siðsemi aflandsfélaga

Siðanefnd tek­ur af­ger­andi af­stöðu gegn notk­un af­l­ands­fé­laga. „Kjós­end­ur vænta þess að þeir sýni borg­ara­lega ábyrgð,“ seg­ir nefnd­in um stjórn­mála­menn. Við­horf nefnd­ar­inn­ar eru gjör­ólík þeim sjón­ar­mið­um sem for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar Ís­lands og stjórn­ar­flokk­anna hafa hald­ið á lofti.

Siðanefnd ósammála forystumönnum stjórnarflokkanna um siðsemi aflandsfélaga

Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga tekur afgerandi afstöðu gegn notkun aflandsfélaga og telur slíka ráðstöfun fjármuna ekki samræmast kröfum um borgaralega ábyrgð, sérstaklega þegar um kjörna fulltrúa er að ræða.

Viðhorf siðanefndarinnar eru gjörólík þeim sjónarmiðum sem forystumenn ríkisstjórnar Íslands og stjórnarflokkanna hafa haldið á lofti eftir að í ljós kom að þrír ráðherrar hefðu notast við aflandsfélög. Formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa ítrekað vísað því á bug að ámælisvert sé að kjörnir fulltrúar eða aðrir geymi fé í aflandsfélögum. Einungis skipti máli að uppræta skattsvik, en ljóst er að notkun aflandsfélaga torveldar slíkt.

„Það er auðvitað augljóslega talsvart flókið að eiga peninga á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í viðtali við Stöð 2 eftir að í ljós kom að formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði notast við aflandsfélag. „Einhvers staðar verða peningar að vera,“ bætti hann við þegar spurningin var umorðuð. Síðar virðist Sigurður Ingi þó hafa skipt um skoðun.

Borgin leitaði til siðanefndar

Reykjavíkurborg óskaði eftir því þann 6. apríl 2016 að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga tæki til skoðunar málefni tengd aflandsfélögum í eigu borgarfulltrúanna Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur. Júlíus hefur sagt af sér sem borgarfulltrúi en Sveinbjörg er í barnaeignarleyfi. 

Siðanefndin fundaði þann 9. júní síðastliðinn og komst að niðurstöðu sem send var forsætisnefnd Reykjavíkurborgar. 

Í álitinu er bent á þrjú atriði. Í fyrsta lagi er tekið fram að borgarfulltrúum beri skylda til að virða skuldbindingar sem gildar samþykktir borgarinnar leggja á þá, þar á meðal reglurnar um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa sem borgarráð samþykkti þann 29. október 2009. Í öðru lagi er bent á að borgarfulltrúum beri að forðast hagsmunaárekstra og reglurnar um hagsmunaskráningu hafi meðal annars verið settar í þeim tilgangi að skilgreina leið til að uppfylla þá kröfu.

Aflandsfélög andstæð almannahag

Í þriðja lagi er fjallað um borgaralega ábyrgð. „Færa má rök fyrir því að eign í aflandsfélagi stangist á við a.m.k. andann í þeirri reglu að forðast beri misnotkun á almannafé (sbr. 2. gr. Siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg). Þó einkaeign í aflandsfélagi feli vissulega ekki í sér ráðstöfun á almannafé, þá hafa verið færð rök fyrir því að eign í aflandsfélögum hafi alvarlegar afleiðingar fyrir opinberan rekstur og íslenskt efnahagslíf almennt,“ segir í bréfi siðanefndar. Þessu til stuðnings er vísað í greinina „Ruðningsáhrif aflandsfélaga“ eftir Guðrúnu Johnsen, hagfræðing og lektor í fjármálum, sem birtist í Kjarnanum í lok apríl en þar færir Guðrún ýmis rök fyrir því að notkun aflandsfélaga sé skaðleg almannahagsmunum. 

„Kjósendur vænta þess að þeir sýni borgaralega ábyrgð“

„Í ljósi slíkra röksemda ber það ekki vott um sterka borgaralega ábyrgðarkennd að ráðstafa fjármunum sínum með þessum hætti. Kjörnir fulltrúar hljóta að teljast sérstaklega skuldbundnir almannahag og kjósendur vænta þess að þeir sýni borgaralega ábyrgð.“

Gengur þvert gegn því að sýna heilindi

Siðanefndin telur að skráðar siðareglur kjörinna fulltrúa séu liður í viðleitni til að sýna almenningi fram á að þeir starfi af heilindum að almannahag. „Sú ákvörðun að velja einkaeignum sínum ógagnsæjan stað í aflandsfélagi gengur þvert gegn slíkri viðleitni,“ segir í bréfinu. 

Formaður siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigurður Kristinsson, heimspekingur og prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Þá sitja í nefndinni þau Erling Ásgeirsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ og Anna Guðrún Björnsdóttir, lögfræðingur og sviðsstjóri þróunar- og alþjóðarsviðs sambandsins.
Starfsmaður og ritari nefndarinnar er Valur Rafn Halldórsson, stjórnsýslufræðingur og sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði sambandsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár