Í apríl 2005 spurðist út að nýtt fríblað væri í fæðingu. Það fylgdi fréttinni að því væri ætlað að fara í grjótharða samkeppni við Fréttablaðið sem á þessum tíma bar höfuð og herðar yfir aðra miðla á prentmarkaði.
DV sagði frétt af málinu en meintir aðstandendur sóru af sér væntanlegan fjölmiðil.
„Þú segir mér fréttir. Það er allur gangur á því hvort er eldur þar sem er reykur. Ég er ekki búinn að festa mig í neinu slíku,“ segir Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2 og núverandi þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við DV þann 12. apríl 2005
Athugasemdir