Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Séra Bjarni Karlsson kynferðislega áreittur sem barn

Fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur tjá­ir sig um kyn­ferð­is­lega áreitni sem hann varð fyr­ir sem barn. Seg­ir mik­il­vægt að muna að of­beld­is­fólk er yf­ir­veg­að og gott fólk í dag­legu líki en ekki stjórn­laus­ir brjál­æð­ing­ar.

Séra Bjarni Karlsson kynferðislega áreittur sem barn

Séra Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Langholtskirkju, tjáir sig um kynferðislega áreitni sem hann varð fyrir sem barn í nýjasta þætti Fólks með Sirrý á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Gerandinn var kona sem var honum mjög kær í æsku. Hann segist hafa uppgötvað það þegar hann var 35 ára að þegar hann var barn hafi kona í hans lífi gengið yfir hans mörk kynferðislega. „Ég hafði grafið þetta inn, alveg múrað þetta inn, og gætt þess að muna þetta ekki,“ segir hann. 

„Ertu að tala um kynferðislega misnotkun?“ spyr Sirrý í kjölfarið. „Nei, ég er að tala um kynferðislega áreitni. Það sem myndi heita tilraun til tælingar,“ svarar Bjarni. 

Við erum öll kynverur

Umræðuefni þáttarins er siðferði kynlífs og tekur Hanna Björk Vilhjálmsdóttir, kennari í kynjafræði, sömuleiðis þátt í umræðunni. Bjarni útskýrir meðal annars ítarlega hvers vegna kynferðislegt ofbeldi hefur jafn alvarlegar afleiðingar fyrir börn:

„Við fæðumst öll sem kynverur.

„Við fæðumst öll sem kynverur. Litli afastrákurinn minn, Guðmundur Bjarni, þegar hann sér afa sinn og teygir út faðminn og vill koma til mín, það er vegna þess að hann er kynvera. Hann elskar tengsl. Hann hefur í sér hæfileikann til þess að mynda sáttmála um ást. Þessi hæfileiki verður ekki kynferðislegur fyrr en við verðum kynþroska. Þá höfum við hæfileikann til þess að mynda kynferðislegan sáttmála um ást og lifa kynlífi. Ef brotist er inn í þennan hæfileika einstaklingsins áður en hann er orðinn kynþroska þá er verið að skerða hæfni hans til þess að gera sáttmála um kynferðislega ást þegar líður á ævina. Þess vegna er kynferðislegt ofbeldi á börnum, og yfir höfuð það að fullorðið fólk nálgist börn kynferðislega, er svo alvarlegt og það skaðar svo mikið. Þetta varðar grunnhæfni manneskjunnar til þess að elska og treysta,“ segir Bjarni. 

Mikilvægt að skrímslavæða ekki gerendur

Bjarni segir einnig mikilvægt að hafa í huga að gerendur kynferðisofbeldis eru ekki einhverjir stjórnlausir brjálæðingar, heldur yfirvegað og gott fólk í daglegu lífi. 

„Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er gríðarlega útbreitt og miklu algengara en við viljum horfast í augu við. Það er gríðarlega mikilvægt að við áttum okkur á algengi þessa fyrirbæris og þurfum að átta okkur á því að allt fólk sem beitir ofbeldi yfir höfuð, allt ofbeldisfólk, það er yfirvegað og gott fólk í daglegu lífi. Við erum ekki að tala um stjórnlausa brjálæðinga. Það er svo mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því. Til dæmis í þessu tilviki, þessi aðili sem þarna gekk yfir mig í minni æsku, þetta er aðili sem var og er mér kær. Ég verð að horfast í augu við það og verð að vinna með það. Þannig er það. Langstærstur hluti af kynferðislegu ofbeldi sem á sér stað gerist í nánum tengslum,“ segir hann. 

„Þessi aðili sem þarna gekk yfir mig í minni æsku, þetta er aðili sem var og er mér kær.“

Hanna Björk tekur undir þetta og segir mikilvægt að gerendur séu ekki skrímslavæddir. „Ef við skrímslavæðum gerendur þá trúum við aldrei að einhver tengdur okkur sé gerandi. Þá segjum við brotaþola vera að ljúka,“ segir hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu