Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Séra Bjarni Karlsson kynferðislega áreittur sem barn

Fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur tjá­ir sig um kyn­ferð­is­lega áreitni sem hann varð fyr­ir sem barn. Seg­ir mik­il­vægt að muna að of­beld­is­fólk er yf­ir­veg­að og gott fólk í dag­legu líki en ekki stjórn­laus­ir brjál­æð­ing­ar.

Séra Bjarni Karlsson kynferðislega áreittur sem barn

Séra Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Langholtskirkju, tjáir sig um kynferðislega áreitni sem hann varð fyrir sem barn í nýjasta þætti Fólks með Sirrý á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Gerandinn var kona sem var honum mjög kær í æsku. Hann segist hafa uppgötvað það þegar hann var 35 ára að þegar hann var barn hafi kona í hans lífi gengið yfir hans mörk kynferðislega. „Ég hafði grafið þetta inn, alveg múrað þetta inn, og gætt þess að muna þetta ekki,“ segir hann. 

„Ertu að tala um kynferðislega misnotkun?“ spyr Sirrý í kjölfarið. „Nei, ég er að tala um kynferðislega áreitni. Það sem myndi heita tilraun til tælingar,“ svarar Bjarni. 

Við erum öll kynverur

Umræðuefni þáttarins er siðferði kynlífs og tekur Hanna Björk Vilhjálmsdóttir, kennari í kynjafræði, sömuleiðis þátt í umræðunni. Bjarni útskýrir meðal annars ítarlega hvers vegna kynferðislegt ofbeldi hefur jafn alvarlegar afleiðingar fyrir börn:

„Við fæðumst öll sem kynverur.

„Við fæðumst öll sem kynverur. Litli afastrákurinn minn, Guðmundur Bjarni, þegar hann sér afa sinn og teygir út faðminn og vill koma til mín, það er vegna þess að hann er kynvera. Hann elskar tengsl. Hann hefur í sér hæfileikann til þess að mynda sáttmála um ást. Þessi hæfileiki verður ekki kynferðislegur fyrr en við verðum kynþroska. Þá höfum við hæfileikann til þess að mynda kynferðislegan sáttmála um ást og lifa kynlífi. Ef brotist er inn í þennan hæfileika einstaklingsins áður en hann er orðinn kynþroska þá er verið að skerða hæfni hans til þess að gera sáttmála um kynferðislega ást þegar líður á ævina. Þess vegna er kynferðislegt ofbeldi á börnum, og yfir höfuð það að fullorðið fólk nálgist börn kynferðislega, er svo alvarlegt og það skaðar svo mikið. Þetta varðar grunnhæfni manneskjunnar til þess að elska og treysta,“ segir Bjarni. 

Mikilvægt að skrímslavæða ekki gerendur

Bjarni segir einnig mikilvægt að hafa í huga að gerendur kynferðisofbeldis eru ekki einhverjir stjórnlausir brjálæðingar, heldur yfirvegað og gott fólk í daglegu lífi. 

„Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er gríðarlega útbreitt og miklu algengara en við viljum horfast í augu við. Það er gríðarlega mikilvægt að við áttum okkur á algengi þessa fyrirbæris og þurfum að átta okkur á því að allt fólk sem beitir ofbeldi yfir höfuð, allt ofbeldisfólk, það er yfirvegað og gott fólk í daglegu lífi. Við erum ekki að tala um stjórnlausa brjálæðinga. Það er svo mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því. Til dæmis í þessu tilviki, þessi aðili sem þarna gekk yfir mig í minni æsku, þetta er aðili sem var og er mér kær. Ég verð að horfast í augu við það og verð að vinna með það. Þannig er það. Langstærstur hluti af kynferðislegu ofbeldi sem á sér stað gerist í nánum tengslum,“ segir hann. 

„Þessi aðili sem þarna gekk yfir mig í minni æsku, þetta er aðili sem var og er mér kær.“

Hanna Björk tekur undir þetta og segir mikilvægt að gerendur séu ekki skrímslavæddir. „Ef við skrímslavæðum gerendur þá trúum við aldrei að einhver tengdur okkur sé gerandi. Þá segjum við brotaþola vera að ljúka,“ segir hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu