Jóna María Björgvinsdóttir er gift manni frá Venesúela og búa þau í Panama þar sem hún er dreifiaðili fyrir íslensku Bioeffect-snyrtivörurnar. Þau bjuggu áður í heimalandi hans, Venesúela, en gáfust upp á ástandinu þar og leituðu sér betra lífs í Panama.
„Ég bjó í Venesúela í átta ár og við höfum búið í Panama í tvö ár,“ segir Jóna María sem dvelur þó hluta ársins á Íslandi. Hjónin eiga tvær dætur, átta ára og átta mánaða.
Mikil fátækt og skortur á nauðsynjavörum hefur verið í Venesúela í mörg ár.
„Ég lagði mitt af mörkum þegar ég bjó í landinu. Ég tók til dæmis þátt í að safna fyrir körfum handa nýfæddum börnum og fara með þær á fæðingardeild þar sem nýbakaðar mæður voru sem áttu lítið eða jafnvel ekki neitt.“
Um 25% þjást af næringarskorti
Jónu Maríu hefur langað til að aðstoða fátæka í Venesúlea frá því hún flutti …
Athugasemdir