Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Útgefandi menn.is kærði systurnar fyrir fjárkúgun

Syst­urn­ar Malín Brand og Hlín Ein­ars­dótt­ir kúg­uðu fé úr Helga Je­an Claessen með ásök­un um nauðg­un. Eig­and­inn kærði syst­urn­ar í gær. Hann seg­ir ásak­an­irn­ar fá­rán­leg­ar.

Útgefandi menn.is kærði systurnar fyrir fjárkúgun
Eigandi Menn.is Helgi Jean Claessen hefur kært systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttur fyrir fjárkúgun.

Helgi Jean Claessen, eigandi og fyrrum ritstjóri vefmiðilsins menn.is, er maðurinn sem kærði systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttur í gær fyrir fjárkúgun. Í samtali við Stundina segist Helgi ekki getað tjáð sig um málið að svo stöddu, vegna beiðni frá bæði lögreglu og lögmanni. Hann segir þó að ásakanir systranna hafi verið fáranlegar og þegar lögreglurannsókn sé lengra á leið komin muni hann lýsa málsatvikum nánar.

DV greindi fyrst frá því í gær að annar maður hefði kært systurnar. Vísir greindi svo frá því að systurnar hefðu sakað Helga um að hafa nauðgað Hlín eitt laugardagskvöld í apríl. Á mánudeginum hefðu þær haft samband við Helga og krafist þess að hann borgaði 700 þúsund krónur ella yrði hann kærður til lögreglu. 

Malín Brand tók svo við peningunum og afhenti kvittun, sem var skrifuð á bréfsefni Morgunblaðsins, þar sem staðfest var að hann hefði greitt upphæðina. Kvittunin er nú hluti af rannsóknargögnum lögreglunnar. Systurnar voru báðar yfirheyrðar vegna málsins í gær og stóð yfirheyrslan fram á kvöld.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárkúgun

Malín Brand, þú ert handtekin
ViðtalFjárkúgun

Malín Brand, þú ert hand­tek­in

Fjöl­miðla­kon­an Malín Brand, 34 ára, hef­ur á ör­fá­um mán­uð­um misst vinn­una, heim­ili sitt og mann­orð­ið. Allt frá því að upp komst um fjár­kúg­un­ar­mál syst­ur henn­ar, Hlín­ar Ein­ars­dótt­ur, á hend­ur for­sæt­is­ráð­herra og að­ild Malín­ar hef­ur líf henn­ar far­ið al­gjör­lega á hvolf. Við þetta bætt­ist að sam­starfs­mað­ur, sem sak­að­ur er um nauðg­un og greiddi miska­bæt­ur, kærði syst­urn­ar fyr­ir að hafa beitt sig fjár­kúg­un. Það mál er til rann­sókn­ar líkt og fjár­kúg­un­in á hend­ur Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni. Malín er í dag at­vinnu­laus og út­hróp­uð. Hún seg­ir hér sögu sína.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár